Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 13

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 13
1932 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 7 Álfamærin hrökk við, skellti aftur hurðinni og tók aftur til við slæðuna sína. Hún teygði hana undur varlega, strauk hana og sléttaði, og hugsaði um, hversu vel hún mundi fara sér. Eflir augna- blik mátti hún til að líta út aftur að gá að tungl- inu. Hún opnaði bara svolitla rifu. Nei, tunglið var enn ekki komið upp. Svo fór hún aftur að strjúka slæðuna. En hún hélzt ekki við það nema fáar minútur, þá mátti hún til að líta út. Nei — skol Þarna var gul rönd að lyftast yfir skógarbrúnina. »Tunglið er komið uppl Það er komið uppl« hrópaði hún og klappaði saman lófunum. En í sama bili 'heyrði hún óp og ys inni í stein- inum. »Slæðan, slæðan!« æptu álfameyjarnar, hver í kapp við aðra. Litla álfamærin flýtti sér inn, og sá, að þær stóðu kringum arininn. Ein slæðan hafði í gust- inum, þegar hún opnaði dyrnar, slegist í eldinn og fuðrað upp. Askan lá framan við eldstóna. Það var slæðan hennar sjálfrarl öÞetta var rétt mátulegt handa þér«, sagði álfa- mamma. »t*að kann ekki góðri lukku að stýra að steðja þetta út og inn og hoppa og hia í staðinn fyrir að gera sitt verk. Það hefnir sínl Nú geturðu ekki farið í veizluna, stelpan þínI« Litlu álfameynni fannst hjartað hætta að slá, svo mikið varð henni um. En svo náði hún sér, því að hún var lika snarráð og dugleg. Hún hljóp sem fætur toguðu lil nágrannanna, til þess að vita, hvort enginn ætlaði að vera kyrr heima, svo að hún gæti lánað slæðu. Þvi það var nú ekki um að tala, i veizluna varð hún að fara, og slæðu varð hún að fá. En grannkonurnar hristu höfuðin. »Hvað hugs- arðu!« sögðu þær. »Heldurðu, að nokkur fari að sitja af sér aðra eins veizlu og þessa, og vera heima?«. Nei, mikil ósköp. Þær ætluðu allar, hver einasta, að reyna að vinna hylli kóngsins. Þá leitaði hún uppi kóngulærnar, sem lágu og sváfu milli greinanna. »Góðu, góðu kóngulær«, sagði hún. »Vefið i snatri handa mér slæðu, og eg skal í staðinn gefa ykkur alla mína gimsteina og perlurnar úr kórón- unni minni«. En kóngulærnar geispuðu aðeins og veltu sér á hina hliðina. — »Ertu frá þér?« sögðu þær. — »Heldurðu, að við séum göldróttar?« Og svo fóru þær aftur að sofa. Þá fór hún aftur heim í steininn sinn, og greiddi gullna, mjúka hárið, sem var svo mikið, að það hrundi um hana alla og niður á tær. Og hún sveipaði því um sig eins og gullnu skýi, setti á sig kórónuna og fór svo til mömmu sinnar, og bað hana feimin og hikandi: »Elsku góða mamma, má eg ekki hafa hárið mitt fyrir slæðu? Sjáðu! Það er létt og bylgjast alveg eins og slæða!« Og tárin stóðu i augum hennar, því að þetta var siðasta vonin. En álfameyjarnar skelltu allar upp yfir sig. — Nei, hafði nú nokkur heyrt annað eins! Álfamær að dansa slæðulaus! Það var nú blátt áfram ósið- legt! Eiginlega sama og að vera allsnakin! Og svo svifu allar hinar álfameyjarnar út. Vesalings ein- stæðingurinn litli fylgdi þeim eftir út í dyrnar og horfði á eftir þeim, þar sem þær liðu eins og léltir skýhnoðrar niður eftir dalnum. Slæðurnar bylgj- uðust og blöktu, og kórónurnar blikuðu i tungls- ljósinu. Það var yndislega fagurt. En litla álfamærin tók höndum fyrir andlit sér og grét. Þetta var svo óbærilega napurt, að hún skyldi verða að sitja heima, einmitt hún, sem hefði getað dansað bezt allra fyrir álfakónginn. Hún, sem hefði lyft sér, eins og á hvítum vængj- um. Hún, sem hefði hnigið eins og bylgja við ströndu. Hún, sem hefði svifið fram hjá honum eins og tunglsgeisli. Og þarna uppi á himninum skein tunglið, sem hún hafði þráð svo inuilega. Æ! hvers vegna skein það svo glatl? En þó að hún væri sárhrygg, þá gat hún ekki staðizt töfra tunglsins. Það gerði allan dalinn eins og skínandi dansgólf og seiddi hana út. Hún ætl- aði að reyna að dansa burt sorg sina. Og i stað slæðu greiddi hún úr gullna hárinu sinu og sveipaði því um sig. Svo dansaði hún af stað, yfir móa og mela, yfir holt og hæðir, alla leið yfir til mylnunnar, þar sem áin niðaði og rauða húsið malarans stóð svo kyrrlátlega rétt hjá. Perutré skyggði á annan gaflgluggann á húsinu. 1 gegnum hinn, sem var opinn, glampaði tungls- ljósið. Litlu álfameyna langaði til að vita, hvað væri inni í herberginu. Hún kunni þá list, að geta svifið á tunglsgeislunum, og hún hóf sig upp og sveif með þeim inn i herbergið. Þar lá malaradóttirin fagra og svaf með hönd undir vanganum, en allt í kringum hana lágu prýðilega gerð föt. Blár, gullsaumaður kjóll hékk á stólbrikinni, og þar var líka hvit treyja og rós- óttur brjóstadúkur. Rauðir, snotrir skór stóðu undir rúminu og á dragkistunni lá þunga brúðar- kórónan, því að næsta dag ætlaði malaradóttirin að giftast. En það, sem litlu álfameynni varð star- sýnast á, var skinandi hvíta brúðarslæðan, sem lá

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.