Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 15

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 15
1932 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 9 gott barn með hönd undir vanga, þangað til sólin var komin hátt á loft. F*á kom móðir hennar inn i herbergið og fór að búa hana í brúðarskartið. Hún lét á hana rauðu skóna og færði hana í kjólinn, og að því búnu leit hún allt i kringum sig. »Hvar var brúðarslæðan?« Þá fyi'st mundi malaradóttirin eftir þvi, sem við hafði boi’ið um nóttina og varð dauðhrædd. Hafði álfamærin ekki haldið lofoi’ð sitt og skilað henni aftur? En hún þorði ekki að hafa oi'ð á þessu, því að það er varasamt að tala illa um álfa. Þær leituðu í her- berginu og þær leituðu í öllu húsinu. Hestarnir stöppuðu úti fyrii’, og boðsfólkið var farið að ókyrrast í anddyrinu, en ekki fannst brúðaislæðan. Allt í einu hljóp malaradóttiiin að glugganum. Æ! hún hafði lokað honum, þegar hún hoppaði inn, og álfamærin hafði ekki getað opnað hann. Og það stóð heinxa. Þarna hékk slæðan á glugga- póstinum. En mikil hörmung var að sjá hana! Óhrein og vot var lnin, alveg eins og drusla. »Hvað þú getur veiið hii’ðulaus«, sagði mamma hennar, þegar hún sá þetta. »Þú hefir látið fallegu slæðuna fjúka út um gluggann«, og hún setti hana blauta og þunga á höfuð dóttur sinuar, því að betri var ill slæða en engin, og svo var haldið af stað til kirkjunnar. En litlu malaradótturinni lá við að gráta, þar sem hún sal á hvíla hestinum sínum, því að það var ævarandi smán, að bei'a svo óveglega brúðai’- slæðu. Við kirkjuna kom brúðguminn til móts við hana. Ilann tók innilega í hönd henni og sagði: »1 guðs friði«. Svo tók hann að stai'a á hana. »Nú skammast liann sin fyrir mig«, hugsaði malaradóttirin og ýmist roðnaði eða fölnaði. En hann lyfti upp brúðarslæðunni og hrópaði upp yfir sig: »Hvað þú ert fögur!« og allir hinir hróp- uðu sem með einum munni: »Nei, sjáið, sjáið!« Hún liélt, að fólkið væri að draga dár að hcnni, og sneri sér undan, en þegar það hætti ekki að undi-ast, þá gat hún ekki stillt sig um að líta á slæðuna, og þá sá hún að þetta var ekkert háð. Slæðan var þung eins og áðui', en það var ekki af því, að hún væri lengur vol af daggardropum. Þeir höfðu breytzt i skinandi pei'lur og dýrindis gimsteina. Álfamærin hafði haldið loforð sitt og skilað slæð- unni fegurri en hún fékk hana. Það voru þakkir hennar fyrir lánið. Og litla malaradóllirin var skrautlegast búin brúður, sem stigið hafði fæti i gömlu sveitakirkjuna. l®®®®®®®®®®®®®®®®®®0®®®®®®®®®! STULKAN MALLAUSA EHir MARGRÉTI JÓNSDÓTTUR Hún sal svo'liœg og hljóð, með hgra, rjóða kitm og augnablysin blá og bros um munninn sinn, með œsku yfirlit og eld í hljóðri sál — en heyrði ei vorsins hljóm og hajði ekkert mál. Hún hendi lyjli lélt og lipurt fingur bar og merki og myndir gaj, — pað málið hennar var. Svo brosti hún undurblítt með barnsins lireinu vör; hún álli ei orðsins vald, en aðeins þögul svör. i glngga glóði sól og gyllti hið bleika skrúð, er féll um barnsins brjósl — sem bára á Ijósri flúð. Og hœgt luin höfði laul, eg horfði á Ijósar brár. Þá sá eg, góði guð! glitra á hvarmi tár. Kg gel ei gizkað á, hvað gjörðist þér i sál, en tignusl guðagjöf ið göfga, fagra mál, var ekki œtluð þér. — tíg er það furða þá, þólt lœðisl lítið iár af Ijósri unglingsbrá?

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.