Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 17

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 17
1932 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 11 unum, svo að þeir voru honum alveg ónýtir. Þá fór hún að sækja brúðina og fylgdarlið hennar. Heima í greninu ^ hafði Skaufhali allt á reiðum höndum. Þar voru þeir komnir allir, björninn, elgurinn og úlfurinn, svo að Grenlægja gat undir eins sagt þeim fyrir verkum. »Þú, Björn bramlari, átt að vera brúðurin, hér er blómsveigur handa þér og brúðarslæða. Og þú, Elgur angalangur, átt að vera svaramaður brúðar- innar, hérna eru spariflíkurnar þínar. Og þú, Úlfur óargi, átt að vera frammistöðumaður. Að svo mæltu flýtti Grenlægja sér á undan heim í hellinn til drekans. »Nú kemur brúðurin og brúðarfylgdin«, sagði hún við brúðgumann. Sjáðu, hvað brúðurin er elskuleg með blómsveig og brúðarslæðu. Og þarna kemur svaramaðurinn og frammistöðumaðurinn. Nú verðurðu að taka kurteislega á móti þeim«. Nú fór allt eins og Grenlægja hafði hugsað fyrir. Brúðurin og fylgdarlið hennar var ekki fyrr komið inn í hellinn en það réðsl á drekann,^ kom hon- um undir og rigbatt hann. Hann gat hvorki klórað né spúð á þau eldi. Síðan skiptu þau á milli sín öllu gullinu. t*au þóttust hafa til þess unnið, þar sem þau höfðu friðað skóginn og fjallið fyrir þessu óargadýri. Drekann fluttu þau á eyðisker langt úti i sjó. Bar gat hann spúð svo miklum eldi sem hann vildi, það gat engum orðið að meini. Svona fór þá drekabrúðkaupið. Ef eg bara vissi, hvar i heiminum skerið er, þá gæti eg sagt ykkur, hvort drekinn er lífs eða liðinn. Liklega lifir hann þar enn, þvi að ekki getur hann flogið burt á stýfðum vængjunum, og ekki getur hann drepizt úr sulti úti í miðju hafsauga, þar sem allt er fullt af fiski. Freijsteinn Gunnarsson þýddi. OOOtimmnmooc tonoooooMimmoonmttt.oOO Aðfangadagur jóla, 24. desember, var kominn. Dagurinn, sem gerir enda á öllum áhyggjum og önn- um undanfarinna daga. Undirbúningi jólanna er lok- ið. Það er gengið frá jólagjöfunum og jólatréð skreytt. Kvöldsins er beðið með eftirvæntingu, þá koma blessuð jólin. Hversvegna komu jólin ekki að Hóli í kvöld? Þau hlutu að visu að koma þangað, en ekki frið- sæl gleði þeirra, því að einkasonur hjónanna, hann Björn, 16 ára efnilegi drengurinn, lá fyrir dauðanum. Hraustlegi, góði drengurinn lá nú fölur og mátt- farinn og magur í rúminu og beið dauðans. Hann vissi sjálfur, að það var lítil von um lif. Hann hafði séð það á augnaráði læknisins, og hann gat lesið vonleysissorgina, svo þögla og sára úr svip móður sinnar, þótt hún reyndi að dyljast, þegar hún hjúkraði honum með mildum og ró- andi höndum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.