Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 21

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 21
1932 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 15 fá nýtt. Þar urðu þeir að biða í 3 vikur, meðan gert var við skipið. Siðan lögðu þeir af stað aftur, og nú hófst í raun og veru sjóferðin út á hið ó- þekkta, ólgandi haf. Kolumbus reiknaði út á hverjum degi, hve margar milur þeir færu, en hann sagði félögum sinum ekki frá þvi. Hann vissi, að þeir myndu verða hræddir. Nótt eina féll elding úr skýjunum niður i sjóinn, skammt frá skipinu. Hinir kjarklitlu og hjátrúar- fullu sjómenn tóku þetta sem skipun frá himni um að snúa heim. En Kolumbus skipaði þeim að halda áfram. Veður var mjög gott, og í ellefu daga þurftu þeir aldrei að hreyfa seglin, því að þeir höl'ðu alltaf meðbyr, það er að segja, þeir höfðu vind- inn alltaf á eftir sér. Sjómennirnir fóru brátt að kvarta yfir þessu. Og þegar þeir loks fengu niótvind, þá varð Kolumbus dauðfeginn, vegna þess, að sjómenn voru orðnir svo æstir yfir því, að á þessum höfum mundi víst aldrei blása vindur í áttina lil Spánar, og þeir myndu því aldrei fá byr til þess að komast heim aftur. Þegar þrjár vikur voru liðnar frá því er þeir yfirgáfu Kanarisku eyjarnar, þá var það eitt kvöld undir sólsetur, að skipstjórinn á »Pinta« kallaði upp og kvaðst sjá land. Kolumbus og skipshöfnin á »Sankti Mariu« féllu á kné og þökkuðu guði. Skipsmenn á »Ninu« klifruðu upp í reiða og sögð- ust einnig sjá land. Alla nóttina sigldu þeir í þá átt, er þeir þóttust hafa séð landið, en morguninn eftir kom það í ljós, að það er þeir hugðu vera land, var aðeins ský á himninum. Nú liðu nokkrir dagar. Það var blæjalogn dag eftir dag, svo að skipín hreyfðust varla. sjórinn var svo spegilsléttur, að sjómenn- irnir gátu stundum synt með fram skipunm. Þeir sáu marga fugla t. d. hafsúlur og fregátufugla. Spánarkóngur hafði heitið launum hverjum þeim, er fyrstur sæi land. »Nína« var hraðskreið- ust af skipunum og sigldi á undan hinum í von um að fá launin. Einn morgun um sólarupprás var fáni dreginn upp á »Nínu« og skotið úr byssu, en þetta var merki þess, að skipverjar sæu land, Það reyndust nú samt aftur vonbrigði, og nú neituðu sjómenn að fara lengra. Með fortölum, hótunum og hughreystingum tókst Kolumbusi þó að fá þá til þess að halda enn áfram í 3 daga. Á þriðja degi sáu þeir nokkra smáfugla, sem nefnast sendlingar. Lika sáu þeir greinar með þroskuðum berjum fljóta á sjónum. Þetta sama kvöld kl. 10 sá Kolumbus sjálfur ljós. Það blakti til og frá líkt og kertaljós, og Kol- umbus var sannfærður um, að skammt væri til lands. Hann bauð mönnum sinum að vera vel á verði og lofaði þeira, sem fyrstur sæi land, silkitreyju að launum, auk verðlaunanna, sem Spánarkon- ungur hafði heitið. Klukkan tvö ura nóttina gáfu skipverjar á »Pinta« merki um, að þeir hefðu komið auga á land. Kolumbus stöðvaði skipin, og þeir biðu morg- unsins. Þegar dagaði, sáu þeir sér til mikillar gleði, að þeir voru komnir að sendinni eyjaströnd. Naktir menn hlupu um á ströndinni. Þeir höfðu komið til þess að horfa á skipin. Eftir 10 vikna sjóferð hafði Kolumbus og menn hans fundið land, að lokum. Kolumbus skaut út báti og réri til lands. ásamt skipstjórunum tveimur og nokkrum mönnuin öðrum. Þeir festu stöng í jörðina og drógu upp spánska flaggið, og Kolumbus lýsti eyjuna eign Spánarkonungs og drottningar. Sagt er, að þeir hafi fallið á kné og kysst jörð- ina, svo fegnir voru þeir að stíga á land. Kolumbus nefndi eyjuna San Salvador, sem þýðir »Frelsarinn«. Þegar Kolumbus og menn hans stigu á land, hlupu eyjarskeggjar í burtu, en von bráðar komu þeir aftur. Þeir voru ljósbrúnir, eða eirrauðir á hörund og höfðu aldrei séð hvíta menn fyrr. Þeir héldu, að hvítu mennirnir hefðu stigið niður af himni. Kolumbus gaf þeim rauðar húfur, perlu- festar úr gleri og fleiri gjafir, og urðu þeir mjög glaðir við. Seinna syntu þeir út til skipanna með páfa- gauka, baðmull og margt fleira. Spánverjar gáfu þeim glerperlur og smádót i staðinn. Kolumbus skrifaði í ferðabók sina um ýmislegt, sem hann sá í ferð sinni. Lýsing hans á ibúum á San Salvador er á þessa leið: »Eyjarskeggjar ganga um allsberir. Þeir eru vel vaxnir og friðir sýnum. Hárið er stutt og stritt eins og hrosshár. Þeir eru líkir að litarhætti fólki þvi, sem byggir Iíanarisku eyjarnar, hvorki svartir né hvítir. Sumir þeirra mála sig hvita, aðrir rauða, Sumir mála allan likamann, aðrir aðeins í kring um augu eða nef. Þeir þekkja ekki vopn vor, því þegar eg sýndi þeim sverð, þreifuðu þeir á egginni og skáru sig. Þessir menn komu út á skipið á bátum sinum. Sérhver bátur er gerður úr trjábol, sem er hol- aður að innan. Sumir bátarnir taka 40—45 menn, aðrir eru minni, og sumir eru aðeins fyrir einn mann. Bátum þessum er róið með árum, er likjast skóflum, og þeir ganga mjög hratt.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.