Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 23

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 23
1932 J Ó L A B I, A Ð Æ S KiU NNAIl 17 Kolumbus komst aldrei til Iudlands, en hann hefur getið sér ódauölegau orðstir með ferðum síuum. Hann fann nýtt meginland, svo stórt og dásamlegt, að þegar menn kynntust þvi, var það oí'l nefnt: »Hinn nýi heimur«. En vegna þess, að Ivolumbus héll að hann væri kominn til Indlands, þá hafa frumbýggjar Ame- riku alltaf verið kallaðir Indiánar, og eyjarnar, sem hann fann, Vestur Indlandseyjar. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo N O N N I Nonni litli lá þegjandi í rúminu sinu. Hann svaf ekki, en hann var ekki heldur vel vakandi. Draumurinn tók hann ofurblíðlega i faðm sér. Náttúran öll var klædd hátíðaskrúða. Snjórinn leiltraði og hrimperlurnar glitr- uðu. Um víða ver- öld höfðu jólasálm- arnir hljómað, því að það var aðfanga- dagskvöld. Bænir höfðu verið lesnar, börnin höfðu dans- að í kringum jóla- kertin sín og víðsveg- ar hafði fagnaðarboðskapur jólaguðspjallsins verið Iluttur. Nonni litli hafði heyrt talað um það, hvernig allur heimurinn ætli að taka á móti Jesúbarninu — ætti að lofa þvi að lifa og búa hjá sér, og hann mundi vel eftir því, að þegar þetta barn var orðið fulltíða maður, þá hafði hann kallað alla menn- ina bræður sína og systur. Jesús fæddist í Austurlöndum. En skyldi hann annars geta ratað hingað alla leið norður að ís- hafi, norður undir heimskaut. t*að var langur vegur. Skyldi hann geta komið, nú á þessari jóla- nóltu? Það var svo ósköp dimmt og kalt oftast nær. En snjórinn var þó bjartur og hrímperlurnar voru fagrar. Ef til vill átti Jesúbarnið litla að leika sér að þeim, þegar hann kæmi hingað norður til Islands. Yfir jötunni í Betlehem ljómaði fögur stjarna — björt, skær og stór. Það var hún, sem vitringarnir höfðu séð. Það var hún, sem hafði visað þeim leið. Allt i einu varð svo bjart umhverfis Nonna litla. Hann var kominn aleinn út í skóg i tómri skyrt- unni. Hann heyrði lækjarnið og þytinn í trjánum. Hann heyrði fjörngar, ákafar raddir, sem voru að tala saman. Það vorn áreiðanlega barnaraddir. Svo heyrði hann þýðan, yndislegan málróm — það var vist móðir — og djúpa og rólega karlmanns- rödd. Nú varð allt hljótt. Þá heyrði hann skæran og fagran barnshlátur. Nonni litli hljóp lram. »Eg villeika mér við þetta barn — við þessi börn. Þau eru áreiðanlega góð börn. Það heyri eg vel á málrómi þeirra og hlátri. Við ræturnar á stóru fjalli — þar sem lækurinn silfurtæri átti upptök sín, sat ung kona undir stór- um steini. Hún hafði lítinn, ljóshærðan dreng í faðmi sér. Stór og sterklegur maður stóð hjáþeim. Friður og gleði streymdi út frá þeim öllum, en þó einkum frá litla drengnum. Þessi drengur var fallegri en nokkurt annað barn, sem Nonni hafði séð. Hann var miklu fallegri en litli bróðir hans Nonna og lilla systir hans, sem var alveg nýfædd, og Nonna hafði fundizt svo indæl. Hvernig gat nokkurt barn verið svo bjart og yndislegt? Hringinn í kringum þessa litlu fjölskyldu hlupu brosandi börn. Þau sóttu vatn og buðu ávexti og brauð. Þau léku sér við litla drenginn, sem sat á kjöltu móður sinnar, svo að hann brosti og hló, og Nonni litli, draummaðurinn, gleymdi alveg að vera feiminn, þó að hann væri á tómri skyrtunni. Hann gekk fram og heilsaði. »Hvað ert þú að gera hér úti á víðavangi, barnið golt?« spurði unga konan. »Það er svo skemmtilegt hjá ykkur. Eg vildi feg- inn fá að leika mér við þessi börn«, svaraði Nonni litli. »Má eg það ekki?« »Jú, það fær þú áreiðanlega, Nonni litlicr, svar- aði konan. »Og vertu velkominn til okkar«. »Eg skal vera ósköp stilltur og góður«, svaraði Nonni. »Viltu lofa mér að kyssa á hendur og fætur litla drengsins þíns? Hann er svo yndislegur. Eg skal ekki gera honum neitt, en vera ósköp góður við hann. Eg er vanur því að fá að kyssa og klappa litla bróður mínum og litlu systur, sem eru heima«. »Þér er velkomið að vera góður við litla dreng- inn minn«, svaraði konan blíðlega og brosti, en tvö stór tár hrundu þó um Ieið niður vanga hennar. En barnið, sem sat í skauti hennar, klapp- aði á höfuðið á Nonna litla. »Segið mér«, mælti Nonni, »eigið þið hérna heima? Búið þið í helli hérna í fjallinu, eða eigið þið einhversstaðar hús?« »Nei«, svaraði konan, »við búum hér ekki. En við höfum orðið að flýja hingað, vegna þess að mennirnir eru svo vondir. Þeir vilja ekki lofa Jesúm, litla drengnum mínum, að koma inn til sin.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.