Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 24

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 24
18 JÓLABLAÐ ÆSKDNNAR 1932 (^OOOOOOOOOCXXDOOOOOCíOOOOOCKDOCXDOOOOOOOOj^ BETLITELPAN (ERUEND FVRIRMYND) Eg er snauð og hvergi athvarf ó. Allsþurfandi hönd eg rétta má. Fátæk stúlka fetar veg sinn ein; fæstir skilja hennar dýpsta mein. Móðurlaus og vinarvana’ eg er. Vönust þvi, að enginn hjálpi mér. Borin er eg sárri örbirgð í. Aldrei við mér brosti gæfan hlý, Ölmusu og lánum lifi á, læt mér nægja það, sem tekst að fá. Móðurlaus og vinarvana’ eg er. Vönust þvi, að enginn hjálpi mér. Dimm er æfin. —• Eitt þó gleðja má: að hún mamma getur himnum frá litið enn sinn litla augastein — leitt mig, gætt min, þegar eg er ein. — Mamma! Sjáðul Vinarvana’ eg er. Vertu hjá mérl — Einni treysti eg þér. Vald. V. Snœvarr. ®oooooooooooooooooooooooooooooooooooo© O •Oe«OMM«MlOeOO*OMOOe»IMt»|SO«MO(IO»IOtO»00«S < O Þeir skemmta sér, dansa, borða og drekka, en litla drenginn minn reka þeir út i kuldann. f*eir tala að vísu mikið um hann og segjast halda þessa hátið til minningar um hann, en svo heyja þeir stríð og berjast og drepa hver annan, í stað þess að hjálpa hverjir öðrum eins og bræður. Þess vegna erum við bér«. Nonni horfði forviða á litla drenginn. »En hér er svo ósköp kalt, Væri ekki betra fyrir ykkur að koma heim með mér og fá að sitja inni í stofunni hjá okkur og tala við pabba og mömmu. Þar inni er hlýtt, bjart og notalegt. Enginn mun þora að gera ykkur illt, þegar pabbi og mamma eru inni. Eg skal gefa ykkur epli, hnetur og rúsínur. Og svo skulum við búa upp rúm — reglulega gott rúm handa litla barninu — til þess að sofa i. Hann getur fengið að sofa í minu rúmi. Komið þið nú með mér. — Eg er viss um að pabbi og mamma verða svo glöð!« »Heldur þú það?« sagði móðirin og brosti. »Já, já, það er eg viss um«, svaraði Nonni litli fagnandi. »Eg skal hlaupa heim á undan og segja þeim frá þessu«. — Og Nonni hljóp og hljóp.;; Inni i stofunni sátu foreldrar hans og voru að tala saman. »Pabbi, ertu þarna? Mamma, hvar ertu?« Nonni litli kom hlaupandi innan úr svefnher- berginu með stírurnar i augunum og i tómri nátlskyrtunni. »Mamma! Skógurinn er fullur af englum, og uppi undir fjallinu eru þau Jósep og Maria með Jesúbarnið. Og lítla Jesúbarnið klappaði á höfuðið á mér. Góða mamma og pabbi! Lofið þeim að koma inn fljótt — og lokið þau ekki úti!« (M. J. endursagði). SUNDFARIR j Eftir GUÐJÓN GUÐJÓNSSON, skólastjóra j Eg man eftir því, að þegar eg var strákur, þá fannst mér það frábærlega merkilegt, þegar eg heyrði talað um, að menn kynnu að synda. 1 minni sveit voru sárfáir menn, sem kunnu þessa iþrótt, og áður en eg kynntist þeim, fannst mér, að þeir hlytu að vera allt öðru vísi og miklu meiri en aðrir menn. Þegar eg komst nokkuð á legg, breyttist þetta raunar nokkuð. Mér fór að skiljast það, að það gæti ekki verið neitt ákaflega aðdáanlegt, þótt menn gætu eitthvað bjargað sér i vatni, l'yrst Smali gamli, hundurinn minn, og alda- vinur minn, var prýðilega syndur, og synti fyrir mig með mestu ánægju út í tjarnir og ár, til að sækja spýtur eða annað, sem eg kastaði út í vatnið. Það fór líka svo, að hann varð fyrsti sundkenn- arinn minn, og eg hygg helzt, að það hafi verið Smali gamli, sem vakti fyrst athygli mina á því, að þetta væri tiltölulega auðlærð iþrótt. Skammt frá bænum mínum rann dálítill lækur. Enginn hylur var í honum, sem væri nógu stór eða djúpur til að synda í. Þá tók eg það til bragðs, að eg stalst í það, hvenær sem eg sá mér færi á, á kvöldum og sunnudögum, að stífla lækinn og búa til poll. Eg held, að eg hafi aldrei unnið að neinu verki af eins miklu kappi og ánægju, eins og að hlaða þessa stíflu. Hvað eftir annað gerði lækurinn mér þann grikk að sprengja garðinn, og þá kom flóð, sem eg hafði að vísu ákaflega gaman af að horfa á, en var þó í aðra röndina ekkert ánægður með, því að þarna umturnaði lækurinn á svipstundu viku- eða hálfsmánaðarverki fyrir mér. En eg gafst ekki upp. Eg hlóð i skarðið, dyngdi grjóti innan um moldarbnausana, til þess að stíflan þyldi vatnsþungann. Smátt og smátt stækkaði pollurinn og dýpkaði, smásilungar fóru að heimsækja bann og skjótast í honum fram og áftur, Æfinlega var Snati með mér, þegar eg skauzt

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.