Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 28

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 28
22 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1932 myndarbörn, hvort heima hjá sér. Beta mætti for- eldrum sínum. Þau voru að fara til kirkju. En þegar Villi kom heim, fannst honum allt vera á öðrum enda, og ókunnugar manneskjur, sem hann hafði aldrei séð, voru þar inni. En i gamla ruggustólnum lá hann litli, nýfæddi bróðir og svaf svo rólega. Hann grunaði ekkert, hvað bróðir hans ætlaði að gera, og enn þá siður, að mamma hans var dáin. Þegar Vílli var orðinn einn i eldbúsinu, fór hann úr heitu kápunni sinni, tók litla barnið varlega upp og vafði yfirhöfninni utan um það. Hann fékk nú ofurlítið samvizkubit, en sleðinn var freistandi, og án þess að hugsa sig frekar um hljóp hann í bendingskasti með hina dýrmætu byrði sína. Og að litilli stundu liðinni, stóð hann fyrir utan hús Daltonsfjölskyldunnar. Beta kom á móti honum í garðinum, með stóran langsleða í bandi. Hann rétti henni litla barnið í snatri og hjálpaði henni til að vefja kjólnum utan um það, og svo þaut hann i ofboði burt með sleðann og hugsaði með sér, að enginn í veröldinni skyldi ná horium frá sér. Beta læddist af stað með barnið. Hún komst inn i húsið, án þess að nokkur sæi hana, og lagði litla barnið með móðurlegri umhyggju i rúmið hennar mömmu sinnar. Litli drengurinn svaf alltaf. Og þegar hún var sannfærð um, að hann lægi vel og að vel færi um hann, læddist hún út í garðinn og lék sér eins og ekkert hefði í skorizt. Foreldrar hennar komu nú heim. Beta brosti dálílið einkennilega, þegar hún leit framan i þau. En þau grunaði auðvitað ekkert, voru alveg grandalaus. Foreldrarnir fóru nú úr yfirhöfnunum og gengu inn i dagstofuna. Eftir stundarkorn kom Beta þangað líka. Hún lét sem ekkert væri, en var heldur en ekki kímin á svipinn. Hún leit til þeirra á vixl, svo ibyggin, eins og hún væri að spyrja: »Vitið þið ekki, hvað komið hefir fyrir?« Allt i einu heyrðist barnsgrátur, og mamma hennar fór að skyggnast um. Hvað gat þetta verið? Hjónin fóru inn í svefnherbergið og Beta á eftir. Þau gengu að rúminu, sem hljóðið kom úr. Þar lá lítið barn, en hvernig var það komið þangað? Beta var eitt sólskinsbros. »Veistu, hvernig í ósköpunum á þessu barni stendur, Beta mín?« spurði móðir hennar. »Já, mamma, eg skrifaði »sankti KIáusi« og bað hann að senda mér lítinn bróður í jólagjöf. En hugsaðu þér bara mamma, hvað heimskur hann erl Hann skildi barnið eftir hjá honum Villa Ben- son, en eg sótti hann auðvitað og Villi fékk sleð- ann i staðinn, því hann hafði beðið »sankti Kláus« um sleða. Foreldrar Betu litu hvort á annað. Pabbi hennnar fór út, en kom skömmu siðar aftur. »Frú Benson er dáin,« sagði hann rólega, »og stærri börnin hafa kunningjar hennar boðizt til að taka að sér, en við getum náttúrlega sent drenginn á barnahæli«. Hann horfði á Betu, sem var steinsofnuð á stólnum, með yndislegt bros á vörum. Frú Dalton brosti lika og horfði ástúðlega á litla drenginn í kjöltu sinni, Svo leit hún upp og sagði rólega. »Eg get ekki hugsað mér, að láta þenna sak- lausa munaðarleysingja frá mér á barnaheimili«. Maður hennar svaraði engu, en skömmu seinna, þegar Beta vaknaði, sá hún sér til mikiilar undr- unar, að það var búið að sækja vögguna hennar upp á loft, og að mamma hennar var búin að búa um litla bróður i mjúkum svæflum og tepp- um, og þar lá hann svo undur rólegur. Hann lá með lokuð augu og drakk mjólk úr flösku, sem mamma hélt á í hendinni. Beta flýlti sér til hans. Hann drakk svo ákaft, að hún fór að skellihlæja, þegar hún sá litla andlitið hreyfast. Hann var orðinn rauður í andliti af hita og vel- líðan. »ó, mammal« hvfslaði Beta. »Var það nú ekki indælt, þrátt fyrir allt, að •sankti Kláus« færði okkur litla bróður i jólagjöf?« Puríður Sigurðardóltir pýddi úr dönsku. O • O0*O«OOO»««»OOQO»«©O#C®O««#*OOOeOQOOOOOO#O»«fOOOO • O JÓLAVERS. Sjá, englar birtast Bettehems á völlum, peir boða komu drottins Jesú öllum, cr frelsi þrá um foldar gervallt ból. Peir englar birtast ennþá kristnum manni, og óskir þeirra blílt í hverjum ranni: Pér drottinn gefi gleðileg jól! G. G. O • OOOOOOOOOOOOOOQO o o o aoo*o

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.