Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1933, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1933, Blaðsíða 5
ÆSK AN 3 W ]ÓN EINAR JÓNSSON | FIMMTÍU ÁRA PRENTARI ®®®®®0®®® ®®®®®®®®® Nú ætla eg að segja ykkur svolitla sögu. Hafið þið ekki gaman af pví, þegar bún mamma ykkar segir ykkur sögu? Fyrir mörgum árum síðan, löngu úður en þið fæddust, þá fæddist lítill strákhnokki suður í Vesturkoti í Leiru, það var 5. október 1868, og það sem liann gerði fyrst vart við sig, er hann kom í heim- inn, var það, að hann rak upp öskur mikiö. — Pessi litli drengur lærði margar fal- legar sögur hjá henni mömmu sinni, og þegar hann stækkaði, þá fói hann til Reykjavikur og tók að prenta alls konar efni, en ekki sízt fallegar og skemmtilegar sögur handa litlu börnunum. Hann mundi vel hina elskulegu og góðu móður sína, og hann mundi líka hversu mikið yndi hann hafði af að hlýða sögum hennar og ráðum, og hann vildi þvi gera sitt ýtrasta lil að skemmta öðrum og fræða þá. — Og drengurinn stækkaði, hann varð fullvaxta maður, Jón Einar Jónsson. giftist, og eignaðist sjálfur góð og efnileg börn. En þótt svo færi, þá mundi hann alltaf eftir öðrum og vildi miðla af gnægðabúri sinu. — Pegar barnastúknastaríið hófst — því vitanlega varð hann, sem góður maður, strax góð- templari — þá tók hann öflugan þátt í þeirri starfsemi og hefir siðan stjórnað barnastúkum bæði hér i Reykjavík og á Seyðisfirði. Og hann hefir aldrei verið innantómur á fundum, ýmist hefir hann frætt börnin, eða hann hefir sagt þeim yndislegar sögur, svo að þau hafa hlustað full aðdáunar, eða hann hefir leikið sjálfur eða stjórnað sjón- leik, til óblandinnar ánægju fyrir þá, er þar voru. Eg segi ykkur satt, þeir eru nú orðnir margir vöxnu mennirnir, sem minnast með hlýjum huga hinna mörgu skemmtistunda, sem þeir eiga Jóni Einari að þakka. Peir, sem gleðja hina ungu, og eyða til þess miklum tlma, — eius og hann, — gera oss jafnvel meira gagn en þeir, sem byggja stórhýsi eða annaö, er við glápum á, er við förum um farinn veg. Og það er meira en skemmtunin, sem Jón Einar hefir veitt, því allt starf hans hefir miðað að þvi að göfga og bæta menn — og fyrír það á hann þakkir skilið. Haldið þið nú ekki, litlu vinir minir, að það sé gaman að geta sagt með sanni eins og hann getur sagt: »Eg hefi alltaf viljað gleðja aðra og hefi aldrei vísvitandi sært mann eða gert honum mein«. Viljið þið ekki reyna að feta í hans fótspor, viljið þið ekki skemmta hvert öðru og vera góð börn íoreldranna. Jú — þið viljið það, og þá skuluð þið Iíka minnast hans Jóns, og eins og hann berjast fyrir góðu máli, bindindismálinu; en um fram allt gera ykkur að reglu að skemmta börnunum og fræða þau, eins og hann. Og Jón hefir uppskorið eins og hann hefir sáð, því öll- um, er hafa kynnzt honum, þykir vænt um hann, ungum sem gömlum, það sjáið þið bezt á þvi, að hann er heiðurs- félagi góðtemplara á Suðurlandi (Umdæmisstúkunnar) og einnig heiðursfélagi stærstu og elztu barnastúku landsins, stúkunnar Æskan. Og þetta er verðskuldað, þetta er lítill þakklætisvottur fyrir þær fjölmörgu stundir, sem hann i áratugi hefir varið til að fræða og skemmta öðrum. Þess vegna þökkum við öll Jóni og óskum að hann lifi sem lengst og segi okkur enn margar fallegar og fræðandi sögur. Pélur Zophoníasson. Sá, sem kom að norðan, var eldri. Það var öldungur með ægilega mikið hvítt hár og skegg. Hann var allur kafloðinn. Svipur hans var strangur og villimannslegur. Augun voru köld og miskunnarlaus. Hinn var ungur, en þó ekki tilkomuminni. Andlit hans og hendur voru sólbrennd. Augu hans voru hlý og heit eins og sólskinið. Á herðunum bar hann purpurakápu, og hann var gyrtur gull- belti, en í beltið var stungið yndislegri, rauðri rós. Þegar konungarnir sáust, námu þeir staðar augna- blik, svo flýttu þeir sér áfram, eins og þá langaði til að mætast. Aftur námu þeir staðar. Það fór hrollur um þann yngri, þegar hann mætti augna- ráði þess aldna, en svitinn draup af enni öldungs- ins, þegar hann mætti sólhlýju tilliti unga mannsins. Þannig stóðu þeir langa lengi. Svo settust þeir sinn á hvorn stein og horfðust í augu. Sá yngri tók fyrr til máls: »Ert þú Vetur, konungur?« spurði hann. Hinn kinkaði kolli. »Eg er Norðri, konungur jarðarinnar«, svaraði hann. Þá hló sá yngri, svo að undir tók í fjöllunum. »Jæja, svo að þú ert konungur jarðarinnar?« sagði hann. »0g eg er Suðri, konungur alheims«. Aftur varð þögn. »Eg lagði af stað til þess að tala við þig«, sagði Norðri, »en eg þoli alls ekki að horfa á þig«. »Það var ætlun mín að tala um fyrir þér«, sagði Suðri. »En þú ert svo herfilegur ásýndum, að eg get varla horft á þig«. Framh.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.