Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1933, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1933, Blaðsíða 6
4 ÆSKAN B]ORNST]ERNE B]ORNSON mmsmfr: .y.'ú1 ' Œ Hinn 8. desember síðastliðinn voru hundrað ár liðin frá þvi að norska stórskáldið, Björnstjerne Björnson fæddist. í sambandi við aldarafmæli hans voru mikil hátíðarhöld víðs- vegar í Noregi og um öll Norðurlönd og víðar í Ev- rópu. Norðmenn telja Björn- son mesta þjóðskáld silt, og hafa þeir þó átt mörg góð, og víst hefir ekkert norskt skáld og líklega ekkert út- lent skáld átt eins miklum vinsældum að fagna bjá is- lenzkri alþýðu, og hann. Björnstjerne Björnson var prestsson. Hann var fæddur að prestssetrinu Björgan í Kvikni í Eystridal. En 6 ára gamall fluttist hann með föður sínum til Raumsdals- ins. Varð faðir hans prest- ur þar og bjó að Nessetri við Langafjörð. Flestar bernskuminningar sínar átti Björnson því úr Raums- dalnum. í báðum þessum héruðum er stórfengleg og tíguleg náttúrufegurð eins og víðar í Noregi, og hefir hún sjálfsagt haft mikil áhrif á hinn unga svein. Þótti hann nokkuð mikill fyrir sér og óstýrilátur í bernsku. Ellefu vetra gamall var Björnstjerne sendur í latinuskólann í Molde. En það var smábær i Raumsdalnum. Hann var stór og sterkur eftir aldri. Dag nokkurn lenti hann í áflogum við sterkasta drenginn í skólanum — drengurinn hafði verið harðleikinn og farið illa með annan minni dreng. Björnstjerne bar hærri hlut í bar- daganum, og upp frá þeím degi var hann jafnan sjálfkjörinn foringi hinna drengjanna í skólanum — það er að segja — utan kennslustundanna. Hann las margt og mikið á skólaárunum í Molde, en það var ekki alltaf það, sem helzt var spurt um í tímunum. Hann las skáldrit eftir ýmsa fræga höfunda og sagnarit t. d. Heimskringlu Snorra Björnstjernc Björnson, Sturlusonar. En þessi lestur eyddi tímanum, sem hann átti að hafa til latínunámsins, eins og þið skiljið. Auk þess hafði hann i mörgu öðru að snúast, svo að dagarnir liðu eins og örskot! Hann stofnaði málfundafélag í skólanum, gaf út skrifað skólablað, er hann nefndi »Frelsið«. I því prédikaði hann um stjórnarbyltingu og lýðveldi. Fimmtán ára gamall reit hann grein, sem prentuð var í dag- blaði einu á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17 maí. Árið eftir strauk hann úr skólanum. Kennari nokkur hafði beitt hann órétti, og það var meira en hans »heiti hugur« þoldi. Faðir hans var vitur maður og sá, að pilturinn hafði rétt fyrir sér í þetta [sinn, og var því skólavistinni í Molde lokið. En nú fór Björnstjerne til Kristjaníu til þess að lesa undir stúdentspróf. Þar gekk hann í skóla einn, er nefnd- ur var »stúdenta-verksmiðj- an«, í daglegu tali. Skólastjórinn hétHeltberg. Hann var einkennilegur maður og álitinn sérvitur mjög. En hann var gáfaður og svo góður kennari, að er hann var í essinu sinu, gátu kennslustundir hans orðið þannig, að lærisvein- arnir minntust þeirra alla æfi. Og hann hafði undar- lega gott lag á að kenna hinum ólíku unglingum, er til hans leiluðu. í skóla treggáfaðir piltar, og var það þá siðasta tilraun þeirra, til þess að ná stúdentsprófi. En svo gengu líka í skólann flug- gáfaðir fátæklingar, er gátu með því móti náð prófi á miklu skemmri tíma en aðrir. Sumir þessara skólasveina urðu síðar þjóðkunnir menn og heims- frægir. Það var eins og fyrri daginn, að Björnstjerne eyddi miklum tíma í annað en skólanámið. Hann sat stundum allan daginn og hlýddi á umræður í Stórþinginu. Á kvöldin var hann oft í leikhúsinu. Hann samdi meira að segja leikrit og sendi til leikhússins. En þegar leikhússtjórinn ætlaði að sýna leikinn, tók Björnson hann aftur og brenndi honum. Hann var ekki ánægður með hann, og kvaðst viss um, að bráðum gæti hann samið eitthvað betra. hans komu margir

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.