Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1933, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1933, Blaðsíða 9
Æ S K A N 7 | SVEITIN MÍN | Hátt upp á sjónarhól sat eg, sá yfir dalinn minn fríða, æskan svo indæl og blíð upp hjá mér rifjaðist þá. — Þegar eg bljúgur sem barn byggði mér hús undir steini, átti eg glæsileg gull, geymdi pau vandiega þar. Mest hafði’ eg mætur á leggjum, að mála þá græna og bláa, bandspotta batt eg um þá, bólu í endann eg rak. Það voru fjörugir fákar, og folöld hjá mæðrunum sínum, kindurnar kroppuðu’ á beit, kýrnar í hagann eg rak. — Nú eru gullin mín glötuð, og húsin öll hrunin til grunna, Svarfaðardalur er samt sólfagur eins og hann var. Par skal eg vinna mín verk, vaka’ yfir dýrum og húsum. Þar skulu leikföng míns lífs líta sinn upprisudag. Vallgróna, svarfdælska sveit, signi þig Ðrottinn og blessi. Hér vil eg bera mín bein bernsku-stöðvunum á. Halldór Jónsson frá Völlum. Nýjar bækur, sendar »Æskunni«. Sigrún á Sunnnliroli eftir Björn- stjerne Björnson. J. Ólafsson íslenzkaði. Sigrún á Sunnuhvoli hefir verið prentuð áður, í »Iðunni« gömlu, og Þar las eg hana, þegar eg var barn. Nú mun sú bók vera mjög óvíða til, °g eg segi það satt, að það gladdi mig, er eg heyrði þess getið, að Sigrún á Sunnuhvoli ætti að koma út, sem sér- stök bók. Fátt, eða ekkert, þótti mér jafn- skemmtilegt, þegar eg var barn, og að *esa, ef lesefnið féil mér í geð. Og svo hefir raunar, verið alla æfi. Sigrún á Sunnuhvoli er ein þeirra bóka, sem ^ér þykir vænst um, af öllum þeim sem eg las á bernsku- og unglings- runum. Þegar eg nú geng fram hjá ókaverzlunum, og[sé bókina í búðar- 8'uggunum, þá hýrnar yfir mér. Eg sé, Setn snöggvast, fagurgrænar fjalla- 'líðar og heyrij. hoppandi nið silturtærra lækja. — Sigrún er yndis- eg sveitasaga. — En eg ætla ekki að segja ykkur meira um efni hennar. Þið skuluð lesa hana sjálf. Og eg trúi ekki öðru en að hún verði mörgum ykkar það, sem reglulega góðar bækur geta orðið, eins og tryggur og góður vinur, sem fylgir manni æfilangt. Ljáðmæli eftir Björnstjerne Björnson. Hallgr. Hallgrímsson sá um útgáfunu. Þetta eru ljóð eftir Björnson, þýdd á íslenzku af ýmsum höfundum. Framan við bókina er falleg mvnd af skáldinu frá æskuárum hans, sú sama, sem birt er hér í blaðinu. Mörg eru kvæðin úr sögum skálds- ins, einkum sveitasögunum. Eg hugsa, að þið kannist við sum þeirra, hafið án efa heyrt þau sungin, og kunnið ef til vill einstöku vísu. Og því spái eg, að ef þið fáið kver þetta í hendur, þá lærið þið fljótlega mörg kvæðin utanbókar. Pau eru þannig sum þessi kvæði, að maður lærir þau um leið og maður les þau. — En nú getið þið reynt sjálf — á vísunum, sem prent- aðar eru hér á öðrum stað í blaðinu. Björnstjerne Björnson. Aldarminn- ing eftir Agúsl H. Bjarnason. Þetta er minningarrit um Björnson, frásögn um líf skáldsins og störf. Fyrstu kaflarnir segja frá uppvexti hans og skólagöngu. Bókin er að vísu ætluö þroskuðum lesendum, en hún er svo alþýðlega rituð, að mörg stálpuð börn og unglingar munu lesa hana sér til gagns og gleði, að minnsta kosti suma kaíla hennar. — Bókinni fylgir mynd af skáldinu á efri árum hans. * Pessar þrjár bækur, sem hér hafa verið taldar, hefir Guðm. Gamalíelsson, bóksali, gefið út á hundrað ára afmæli stórskáldsins norska. — Útgáfan er að öllu leyti útgefanda til sóma. Eg er sannfærð um, að þeir ung- lingar, sem lesa þessar bækur, munu ekki láta staðar numið, en óska að fá meiri kynni af skáldinu og lesa rit hans þegar þeim vex aldur og þroski, og er þá vel farið. Tvéir vinir. Saga handa unglingum eftir R. Friis. Pýðandi og útgefandi Porvaldur Kolbeins. Porvaldur Kolbeins hefir áður gefið út nokkrar barnabækur og hefir þeim verið vel tekið. Petta er lengsta sagan, sem hann hefir gefið út, 137 bls., í sama broti og hinar fyrri bækur. í eftirmála gerir þýðandi grein fyrir uppruna þessarar sögu. Gömul amma segir] barnabörnum sinum sögur. Pær þykja skemmtilegar, og eru síðan prentaðar og ná hylli margra. — Pýð. gerir ráð fyrir, að íslenzka fleiri af sögum ömmunnar, ef þessi líki vel. Eg býst við, að þetta verði vinsæl barnabók, og að börnunum þyki gaman að lesa um vinina tvo, Símon og Tómas, sem báðir voru hálfgerð olnbogabörn, hvor á sinn hátt. — Myndir prýða bókina, eru þær eftir Kikharð Jónsson. oooooooooooooooooooooooooo Atliugasemd. Smásagan »Smaladreng- urinn», sem birtist í 10. og 11. tölubl. »Æskunnar« s. 1. ár, er eftir mig. Hún er tekin úr sept. og okt.-blaði »Unga íslands« 1928, — hefir aðeins lítils- háttar verið breytt orðum, án þess að efnisþt áðurinn raskist. — Alfreð G. Stefánsson ætti framvegis að semja það sjálfur, sem hann sendir blöðum undir sinu eigin nafni. Sigurjón Jónsson, Porgeirsst., A.-Skaft. * * * Leitt er til þess að vita, að »Æskan« skuli þurfa að birta svona athugasemd. Paö er bæði óráðvendni og ósann- sögli, að taka ritsmíðir annara, um- skrifa þær og eigna sér síðan. Börn og unglingar, sem senda »Æskunni« efni til birtingar, eru áminnt alvarlega um, að láta sig ekki henda slikt. Pið verðið að gera ykkur það ljóst, börnin góð, að það sem einhver hefir samið, hvort sem það er nú kvæði, saga eða ritgerð, er eign höfundarins, sem samdi. Pað er vanheiður, en ekki heiður, að eigna sér verk annara. — Alveg sama máli gegnir um eriendar sögur eða kvæði, sem þýdd eru eða endursamin á íslenzku. Pað er skylda þess er þýðir eða endursemur, að geta um höfundinn, ef hann veit um hann, en að öðrum kosti verður hann að láta þess getið, að efnið sé fengið frá öðrum. Ritstj. oooooooooooooooooooooooooo Itéttar ráðningar við nokkuð af dægra- dvöl í októberblaðinu hafa þessi sent: Póra Sigurðard., Arnarv. Mý v.sv. (12 ára). Halld. Porleifsd., Árhr., Skeið. (12 ára). Óskar Pórðarson, Haga, Skorradal. Hjalti Finnsson (13 ára). Soffia Sigurbjarnadóttir, Baldursg. 14. ida Tómasdóttir, Reykjavík. Regína M. Bjarnadóttir, Húsavik. Baldur Pálmason, Blönduósi. Qmoo»ooovoooo»m»fomo»»fOomoooo»Q

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.