Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1933, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1933, Blaðsíða 4
12 ÆSKAN -S-rMtl -*'-*M®-‘'*^?©-W-®5>V*--T-g>v>-'T-©-v*-T. I GYRÐIR GAMLI EFTIR QUÐJÓN QUÐJÓNSSON, SKÓLASTJ. Þið hafið sjálfsagt heyrt talað um það, að þegar einhver maður sýnir frábæra hreysti og hugrekki við að bjarga mönnum, sem eru í lífsháska, og leggur sitt eigið líf í hættu til að hjálpa þeim, þá er hann talinn hetja. Oft fær hann heiðursverðlaun eða heiðursmerki, og á það lika skilið. En eg skal segja ykkur, að þegar eg heyri talað um þess- konar afreksverk, sem hugprúðir menn vinna, þá dettur mér oft í hug gamall hestur, sem mamma mín átti. Hann var enginn gæð- ingur, aðeins venjuleg- ur áburðarklár, og ekki fór neitt sérstakt orð af því, að hann væri greindari en aðr- ir hestar. En þó lenti hann einu sinni í æfin- týri, sem hefði aflað honum frægðar og verðlauna, ef hann hefði verið maður, en ekki bara gamall áburðarklár. Hann hét Gyrðir. Honum var oft lagt það til ámælis, að hann var svo elskur að folöldum, að ef hann vissi einhversstaðar af folaldi á næstu bæjum, þá toldi hann hvergi annarsstaðar, og varð því oft leit að honum, ef iljótlega þurfti að brúka hann eitthvað. Eitt vor var hann svo heppinn, að hryssa ein af heima-hrossunum átti folald, svo að hann þurfti ekki að leita á næstu bæi. Auðvitað tók hann svo miklu ástfóstri við folaldið, að það varð nærri því eins hænt að honum og mömmu sinni. Við vorum þrír strákar á liku reki á bænum. Það var okkar starf, á vorin, að vaka yfir túninu, eins og þá var títt. Venjulega byrjuðum við á því á kvöldin að reka frá túninu og langt út í haga, bæði hesta og fé, til þess að við hefðum næði til að leika okkur fram eftir nóttunni við að byggja hús, smíða skip, sulla í pollum, eða basla við að veiða smásilunga í bæjarlæknum. Skammt fyrir neðan bæinn rann á. Fram með henni voru ýmist sléttar eyrar eða melar, og á eyrunum gengu hestarnir oftast á beit. Venjulega var áin lítil, en þegar Ieysingar eða hlákur voru á vorin, varð hún oft foráttumikil, vall þá fram kolmórauð og ófær. Nú var það eitt kvöld, að vorlagi, að við strák- arnir vorum að reka frá, eins og við vorum vanir. Hestarnir voru heima undir túni, svo að við byrj- uðum á þeim. Við höfðum auðvitað snærisspotta í vösum okkar, eins og allir strákar hafa, og nú tókum við þá og hnýttum upp í sinn hestinn hver og stukkum svo á bak. Gyrðir gamli gekk auð- vitað laus, við völd- um okkur beztu reið- hestana. Svo kölluð- um við á hundana, rákum hestahópinn niður á melana við ána, og þegar þangað kom, var nú sprett úr spori. Við siguð- um hundunum á hóp- inn,‘ héldum okkur dauðahaldi í föxin á reiðskjótunum og rið- um í logandi spretti norður alla mela. Svona ferðalag þótti okkur nú heldur gaman, og það bezta var, að þetta máttum við, nú vorum við ekki að stelast á hestbak, eins og stundum bar við, heldur vorum við i okkar em- bættisstörfum, og þótti okkur þau bæði virðuleg og skemmtileg, og okkur fannst við vera ákaflega miklir menn. Við siguðum hundunum, göluðum, sungum og hlógum, þóttumst vera herfylking, æðandi fram óstöðvandi í bardaga, og rákum fylk- ingar óvinanna á flótta. Það voru auðvitað hest- arnir. Nú þrutu melarnir, og þá tóku við sléttar eyrar, meðfram ánni. Ekki var linað á sprettinum. Nú höfðu verið, að undanförnu, hlákur og hlýindi, snjóinn leysti úr fjöllunnm, lækirnir fossuðu og beljuðu niður hlíðarnar og hentust með ærslum og gauragangi út í ána, sem valt áfram, kolmórauð og alveg ófær. Þarna, sem við rákum hestana fram með henni, rann hún á milli bakka, afarbreið, en á stöku stað voru sandeyrar og sandhólmar upp úr flóðinu. — Aðal-vatnsmegnið rann með þeim bakkanum, sem við rákum hestana eftir, og í svona flóðum skolaðist alltaf meira og minna af mold og leir úr bakkanum, og þegar áin var svo búin að grafa sig inn undir hann, sprungu oft

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.