Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1933, Blaðsíða 2

Æskan - 01.03.1933, Blaðsíða 2
18 ÆSKAN FJÓRIR KÓNGAR ÆFINTÝRI EFTIR CARL EWALD FRÍÐA HALLGRÍMS ÞÍDDI Q-*-*'*-® Vor. Fer um landið ástareldi ung og fögur dís. Upp úr dimmu vetrarveldi vorið unga rís. Norðri gamli sat uppi á jöklinum og horfði yflr dalinn. Hann vissi að vorið nálgaðist og skimaði óttasleginn í allar áttir. En það var ekkert að sjá, nema endalausa snjóbreiðuna. Og Norðra datt í hug, að skeð gæti að konungur vorsins gleymdi að koma. Hann hló háðslega og lét storminn æða yfir jökultindana. — Trén í skóginum brotnuðu og féllu til jarðar. Mjöllin þyrlaðist í allar áttir. Ishrönglið hentist með vindinum langar leiðir, og vatnið þyrlaðist í hvítu löðri upp í loftið. »Svona, svona«, sagði Norðri. »Hægan, hægan, börn 1« Hann skipaði þeim að hafa hægt um sig, og þau skriðu nöldrandi á bak við tindana. sísinn minn gátuð þið látið í friði«, sagði veturinn. »Nú verð eg að reyna að bæta fyrir heimsku ykkar. Isfjötrarnir verða að lykja um lönd og sæ, þegar þessi vindhani, sem nefnir sig vorkóng, kemur með spiladósir sínar«. Þegar nóttin kom, og stjörnurnar glitruðu, starði Norðri ísköldum augum á fljótið, sem daginn áður hafði sprengt af sér ísinn, og á sömu stundu var það lagt í fjötra frostsins. En bylgjurnar brutu is- inn jafnóðum. Þær hoppuðu og dönsuðu og brutu ísinn jafnskjótt og hann kom. »Hvað er nú á seiði?« sagði Norðri forviða. í sama bili kvað við niðri í dalnum hljóðlátur söngur: »Dansið pið, bylgjur, og brjótið ísinn, senn kemur blessuð sólardísinl« Norðri, vetrarkóngur, strauk skeggið og beygði sig áfram til að hlusta. — Þá hljómaði söngurinn aftur hærra en áður: »Dansið pið, bylgjur, og brjótið ísinn, senn kemur blessuð sólardísin og vekur af dvala hvert blóm á bala«, Norðri spratt á fætur og skyggði hönd fyrir auga. Niðri í dalnum stóð konungur vorsins, ungur og beinn, grænklæddur, með fiðluna undir hendinni. Blærinn lék sér að lokkum hans. Andlit hans var mjúkt og ávalt, munnurinn síbrosandi. Augun dul og dreymandi. »Þú kemur allt of fljótt 1« hrópaði Norðri. — En konungur vorsins hneigði sig djúpt og svaraði: »Eg kem eins og um var talað«. »Þú kemur of snemma!« hrópaði Norðri aftur. »Eg er ekki tilbúinn að fara. Eg hefi gnægðir af snjó og stormurinn er eins kaldur og í janúar«. »Það er ekki min sök, þú verður sjálfur að sjá fyrir því«, sagði Austri vorkóngur. »Nú er þín stjórnartíð út runnin og eg sezt að völdum. Farðu í friði til heimkynna þinna«. Þá spennti Norðri greipar og horfði hræddur á Austra. »Gefðu mér dálítinn frest«, sagði Norðri. »Gefðu mér að eins lítinn frest. Mánuð . . viku . . að eins 3 stutta daga«. Konungur vorsins svaraði ekki, en horfði út yfir dalinn eins og hann tæki ekki eftir, hvað Norðri sagði. Síðan leysti hann græna silkibandið, sem fiðlan hékk í. Þá stappaði Norðri í jörðina, svo að hún skalf og hristist, og neri hendurnar i orðvana reiði. »Farðu burt til heimkynna þinna«, sagði hann, »eða eg steypi yfir þig snjóflóði svo miklu, að þú skalt aldrei eiga afturkvæmt úr þessum dal. Vind- ana skal eg leysa, og tónar þínir skulu kafna í stormþytnum. Söngurinn skal deyja á vörum þín- um, og hvar sem þú ferð, skal eg fylgja i fótspor þín. Það sem þú lífgar á daginn, skal eg deyða á nóttunni. Vorkóngurinn lyfti upp höfðinu og gekk yfir dalinn. Hann sló hljómfagra tóna á fiðluna, og öll trén í skóginum stóðu á öndinni og hlustuðu. Jörðin andvarpaði undir snjónum. Öldurnar þögn- uðu og lögðu við eyrun. Svo byrjuðu þær að syngja undir. Jafnvel Norðri stillti reiði sina og hlustaði: »Hér dugar hvorki rembingur nó reiöi. Bak viö skýin sólin hlær í heiöi«. Söngurinn hljómaði hátíðlega yfir dalinn, og bergmálaði í hnjúkum og hæðum. En Norðri hristi kreppta hnefana og hrópaði af öllum mætti: Þjótið þér, vindar, af stað, af stað. Þjótið yfir dalinn og eyðileggið allt, sem fyrir verður. Farið niður hlíðarnar og brjótið hvert tré í skóginum. Feykið fjöllunum um koll og grafið þenna galandi græningja undir þeiml Stormurinn og snjórinn æddu. Veðrið var ógur- legt. Áin brauzt langt út yfir bakka sína. Öldu-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.