Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1933, Blaðsíða 8

Æskan - 01.03.1933, Blaðsíða 8
24 ÆSKAN j^alit'pal^avlinn gobi. 1. Pétur og litli karlinn óku á fleygiferð á bílnum, yfir hvað sem fyrir varð. Peir ætluðu sér að bjarga skipinu og koma því á réttan kjöl, svo að hægt væri að sigla pví heim aftur. 2. Fallbyssuna hlóðu þeir með steini. Seglgarni var bundið um steininn. Galdrakarlinn góði sá, að engin tök voru á að ná út skipinu, en skips- höfninni vildu þeir bjarga. 3. Skolið reið af með háum hvelli, og steinninn flaug yfir í skipið. Skipsmennirnir náðu i bandið. Nú höfðu þeir Pétur náð góðu sambandi við skips- höfnina, og svo hófst björgunin. 4. Pétur bjó til björgunardufl úr eldspýtustokk. — Mátti draga það á bandi milli skips og lands. 5. Straumur var mikill og öldugangur ógur- legur. Skipið sökk alltaf meira og meira í sjóinn. En nú var björgunarkarfan komin á leið til skipsins, og Pétur togaði i seglgarnið af öllum kröftum. Glaðnaði þá yfir skipverj- um, er þeir sáu hjálpina nálgast. 6. Skipshöfnin var fljót að komast i körfuna, og nú var hún dregin á land. Skipverjar hrópuðu marg- falt húrra fyrir Pétri og galdrakarlinum góða. 7. Siðan var stigið upp í bílinn og ekið af stað heira. Skip- brotsmenn hvíldusig í mjúka gullastokkn- um hans Péturs. 8. Sama daginn gaf galdrakarlinn Pétri aftur eðlilega stærð. Pá óð hann út í ána og sótti skipið. Svo laúk þessu æfintýri. 0»o»oooooooo»oo«oo»®»ooooooooociooO • o i S K R í T L U R i Óli var mjög forvitinn og spurull. Dag nokkurn flutti ókunnugt fólk í nágrenni við hann. Óli mætti syni húsbóndans og tók hann tali. Óli: Góðan daginn. Hvað heitir þú? Drengurinn: Eg heiti sama nafni og faðir minn. Óli: Nú, einmitt það. En hvað heitir þá pabbi þinn? Drengurinn: Pað sama og eg. Óli: En hvað ertu þá nefndur, þegar kallað er á þig til að borða? Drengurinn: Pað er aldrei kallað á mig. Eg kem alltaf fyrstur. Óli gafst upp við að spyrja. Faðir: Getur þú sagt mér, María litla, hvernig fer, ef maður brýtur eitt af hinum tíu boðorðum? María: Pá eru ekki eftir nema níu. Frú A: Eg hefi heyrt, herra prófessor, að konan yðar hafi fætt tvíbura. Eru það drengir eða telpur? Prófessorinn: Ef ég man rétt, þá er annað drengur og hitt telpa, en það getur svo sem verið þveröfugt. Móðir: Heyrðu, Óli minn! Hvernig stendur á því, að við tókum ekki eftir þessu gati á sokknum þinum i gær- kvöldi? Oli: Jú, mamma! eg hefi farið í fótabaö siðan. Ritstjóri: Margrét Jónsdóltir. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.