Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1933, Blaðsíða 2

Æskan - 01.04.1933, Blaðsíða 2
26 Æ S K A N f FJÓRIR KÓNGAR | 7 ÆFINT'í'RI EFTIR CARL EWALD 7 FRÍÐA HALLQRÍMS ÞÝDDI ] a>v*~T-® 0-v«*s<ji Það voru undarlegir dagar, sem nú komu. Ekkert hljóð heyrðist, og þó iðaði jörðin af lífi, og þúsund öíl voru að verki. Hljóðlaust sveif þokan yfir hæð- irnar og inn i skóginn, svo að trén voru eins og skuggar i gráum þokuveggnum. Hún festi þunga daggardropa á hvert einasta iaufblað í skóginum. Og droparnir féllu til jarðar frá morgni til kvölds, og frá kveldi til morguns. Þokan var svo svört, að ekkert sást til árinnar, það heyrðist að eins dimmur, þungur niður. En þar sem þokan var svörtust, stóð Austri, konungur vorsins, og söng: »Vinir mætast, vonir rætast; viökvæmt syngur lindin tær. Döggin glitrar, gleöin ríkir. Gleym-mér-ei i brekku hlær«. Eftir því sem þokan varð þéttari, því fegurri urðu grænu klæðin unga konungsins. Og á meðan vatnið rann, droparnir féllu til jarðar, og áin raul- aði söngva sína, ómaði undur blítt frá vörum hins unga konungs: »Kyrrö er og ró í runna og mó. Döggvar af laufinu drjúpa Leikur um skóg lifandi frjó. í lotningu mennirnir krjúpa«. En uppi á fjöllunum lá Norðri konungur í leyni. Hann sá, hvernig snjórinn bráðnaði og hvarf; og hann sá, hvernig blómin breiddu út blöðin, án þess að hann gæti nokkuð við þvi gert. Efst uppi á fjallatindunum bráðnaði snjórinn, og hann sá, að þetta myndi fara illa, ef ekkert væri að gert. Svo læddist hann í næturkyrrðinni niður í dalinn. Næsta morgun var ís á pollunum, og döggin hafði breytzt í gráa hélu. En Austri gerði ekki annað en hlæja. »t*etta er þýðingarlaust«, sagði hann. Svo lyfti hann augum til himins og kallaði: »Sól! Sóll« Skýin tvístruðust, og sólin bræddi ísinn og hél- una. Svo hvarf hún aftur bak við skýin. Þokan læddist á ný yfir hæðirnar, og allt var iðandi af lífi. Sóleyjar, fíflar, hrafnaklukkur, baldursbrár og gleym-mér-ei, kepptust hvert við annað að breiða út krónur sínar. Það voru yndislegir dagar, og að lokum gægðust fyrstu blómhnappar fjólunnar fram á milli grænna blaðanna. »Nú likar mér lifið 1« mælti konungurinn. Um leið og hann sleppli orðinu, kom andvarinn hlæj- andi niður hlíðarnar. Hann hristi dropana af grein- um trjánna, svo að jörðin hélt, að komin væri hellirigning. Svo þaut hann í gegnum gamla, skrælnaða grasið á enginu. Síðan þeytti hann þok- unni á braut í einu andartaki og kitlaði bylgj- urnar, svo að þær hentust i háa loft. Því næst fór hann að þurrka jörðina, og rak skýin á flótta langt upp yfir fjöllin. Þar staðnæmd- ust þau og byrgðu hið reiða andlit Norðra. Dag eftir dag skein sólin frá heiðum himni, og geislar hennar föðmuðu dalinn. Þá opnaði fjólan fjrrsta blómhnappinn, sem faldi sig feiminn milli grænna blaðanna, en ilmur fjólunnar barst langar leiðir út yfir engið. Þá greip konungur vorsins fiðlu sína og söng, svo að bergmálaði í dalnum: »Njóttu sólar, lifðu lengi, litla fjólan mín. Demantar úr daggartárum drjúpa af blómum þín«. Þegar hann hafði sungið þetta erindi, sem hljóm- aði um fjöll og dali, þá breyttist allt í svo undar- lega skjótri svipan, að ekki er hægt að lýsa því. Um nóttina fylltist dalurinn af undarlegum tón- um, en enginn gat heyrt þá, sem ekki hafði hjart- að fullt af vorfögnuði. Pað voru nefnilega blómhnappar að opnast, gras að gróa, kvistir að grænka, lauf að breiða út blöðin, og ilmurinn fyllti loftið unaði og lífi. Á daginn var stundum sól og stundum regn, en alltaf yndislegt. Allir, sem notuðu augun, gátu séð, hvað var að gerast. í stóru skógunum voru rjóðrin alveg þakin snjó- hvítum blómjurtum. Norðri konungur, sem gægðist varlega gegnum svart ský efst uppi á jöklinum, hélt jafnvel, að þetta væri snjór. Það hafði aldrei legið jafn vel á honum siðan í febrúar. En þegar hann sá, að sér hafði skjátlast, laumaðist hann í síðasta sinni eina nótt inn i skóginn og eyðilagði eius mikið og hann gat af blómunum. En fyrir hvert blóm, sem dó, komu þúsundir nýrra blóma. Þar voru maríuvöndur og lyfjagras, meyjarauga og mörg önnur blóm, blá og rauð, gul og græn. Þar var umfeðmingur, smári og æru- prísinn blár og borginmannlegur, þótt hann lítill væri. (Framh.). ®-V*'V©S),V*'V©-v*‘vS>'V*"V"V*>'©^i<»..*«*'S<J-*»«-V<J®'V*”V0S),V*’'V©

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.