Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1933, Qupperneq 4

Æskan - 01.04.1933, Qupperneq 4
28 ÆSKAN * KIRKJUFERÐIN EFTIR MARGRÉTl JÓNSDÓTTUR mwmmm Páskarnir voru nokkuð seint, það ár, er saga þessi gerðist. Það var farið að hlýna í veðri og nýgræðingurinn tekinn að skjóta öngum sínum upp úr jörðunni, á stöku stað. Það var laugardaginn fyrir páska. Á Hóli var mikið um að vera. Það stóð nefnilega til að fara til kirkju á páskadaginn. Leiðin til kirkjunnar var nokkuð löng, og var því lítið um kirkjuferðir frá Hóli. En tíðin hafði verið svo óvenjulega góð undanfarið, og því hafði talazt svo til, að sem flest- ir færu til kirkjunnar. Hjónin á Hóli áttu tvö börn. Þau hétu Sveinn og Guðríður. Sveinn var níu ára gamall, en Guð- ríður ellefu. Þau áttu bæði að fá að fara til kirkju, og þau hlökkuðu ákaflega mikið til þess. Það var heldur engin furða. Hóll var afskekkt- ur bær, þangað komu fáir gestir, og lífið var held- ur tilbreytingalítið fyrir Hólsbörnin. f*au fóru í réttirnar á haustin, einu sinni eða tvisvar til berja, vestur á Heiði, á sumrin, og svo einstöku sinnum til kirkju, helzt á stórhátíðum, ef gott var veður. Þetta voru aðalskemmtiferðir ársins, svo að ekki var undarlegt, þótt þau hlökkuðu til. Guðríður hafði nú reyndar verið í skóla í fímm vikur, þenna vetur, og það var merkasti viðburðurinn í hennar lífí. Skólatíminn hafði allur verið eins og einn skemmtilegur dagur fannst henni, nú þegar hann var liðinn, en Sveinn var enn þá of ungur til þess að fara í skóla. Á Hóli var líka þriðja barnið. Pað var stúlka 12 ára gömul, er Sigriður hét. Hún var æfmlega köll- uð Sigga, og skulum við nefna hana því nafni. Sigga var munaðarlaus. Faðir hennar var dáinn fyrir löngu, og móðir hennar, sem hafði verið vinnu- kona á Hóli, var líka dáin fyrir nokkrum árum. Hún hafði dáið þar á Hóli, og hjónin höfðu ekki viljað láta telpuna fara, en höfðu haft hana með- gjafarlaust. Sigga litla var stór eftir aldri og dugleg. Hún var fremur grannvaxin, mögur og fölleit í andliti með skær og blá augu og langar, Ijósar hárfléttur. Sigga stóð við gluggann í baðstofunni og horfði út. Veðrið var fagurt. Fjöllin út við sjóndeildar- hringinn voru tekin að blána, og vormóðan lá yfir hlíðunum. Það var kominn vorsvipur á allt. En Sigga litla tók ekkert eftir því. Bláu augun henn- ar stóðu full af tárum. Hún liorfði út í gluggann, að eins til þess, að enginn sæi, hve illa lá á henni. Siggu langaði nefnilega ósköp mikið að fara til kirkjunnar eins og hin hörnin, — einkum af þvi, að þau áttu að fá að fara. Hún hafði líka gertsér vonir um að fá það, því að yfirleitt var farið vel með hana, þó að hún fyndi það auðvitað ósköp oft, að hún var einstæðingur, og munurinn var mikill á því að vera hjá pahba og mömmu, eða að eiga vandalausa húsbændur, þótt þeir væru góðir. Hún hafði verið frammi i búri fyrir skömmu, eitthvað að bjálpa húsfreyju, og þá hafði hún sagt við Siggu : »Þú verður líklega að vera heima á morgun, Sigga mín, hjá ömmu gömlu, þvi að Gunnu lang- ar til þess að fara«. Gunna var vinnukonan á Hóli, og amma gamla var móðir húsbóndans, komin á áttræðisaldur. Heimilisfólkið var ekki fleira en þetta, því að vinnumaðurinn var til sjóróðra suð- ur á landi. »Er þér ekki sama, Sigga mín, þó að þú verðir heima í þetta sinn?« bætti húsfreyja við. Sigga hafði brosað og kinkað kolli og reynt að láta ekki á neinu bera. En nú stóð hún þarna við gluggann og var að hugsa um það — ef húsfreyja hefði verið mamma hennar — þá hefði hún ekki þurft annað en að leggja hendurnar um hálsinn á henni og segja henni eins og var — segja frá því, hve mikið hana langaði. En mamma Siggu var dáin, og það var ekki til neins að hugsa um það. Húsfreyjan lofaði sínum börnum — hún var betri við þau, og það var svo sárt. Sigga litla var ekki gömul, en hún var samt lít- ilsháttar byrjuð að læra þá list, sem mörgum veit- ist torvelt að læra, nefnilega að reyna að líta á hlutina frá tveim eða fleiri hliðum, og að gera gott úr því, sem manni finnst sárt í svipinn. — ósjálf- rátt greip Sigga til þessarar listar. Hún var farin að hugsa um skólann, og hvað það hefði verið gam- an að vera í honum. Kennarinn hafði oft hrósað henni, og hann hafði verið alveg eins góður við hana og Guðríði. Börnin höfðu líka verið henni góð og ekkert litið niður á hana. — Já, hún mundi eftir mörgum skemmtilegum stundum frá skóla- tímanum. »Hann fór með þeim heim til Nazaret og var þeim hlýðinn, og eftir því sem hann varð eldri, fór honum fram i öllu því, sem gott var, svo að bæði guð og menn elskuðu hann«. Pessi orð flugu í huga hennar. Hún hatði lært

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.