Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1933, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1933, Blaðsíða 6
30 ÆSKAN glöð yfir því, hve fagur hann var. 1 nótt hafði hún áreiðanlega fengið að fara eitthvað með engl- unum. Hún hafði einu sinni í húslestri heyrt sögu um það, að englarnir færu stundum með sálir barnanna á nóttunni inn í æðri heima og sýndu þeim þar margt fallegt. I sögunni var sérstaklega talað um munaðarleysingja, sem alast upp ískugga- hverfum stórborganna og eiga hvergi höfði sínu að að halla, eiga ekkert heimili, en sofa á nóttunni í ýmsum skúmaskotum, undir tunnum eða vögn- um, innan um allskonar óhreinindi. En á meðan líkamirnir liggja sofandi, koma góðar verur og taka sálirnar með sér til æðri heima og kenna þeim og hjálpa. — Sigga hafði hugsað svo mikið um þessa frásögn, og nú var hún þess fullviss, að í nótt hafði hún sjálf fengið að koma inn í ein- hverja fagra, nýja veröld. »Gerðu svo vel, Sigga mín«. Það var Gunna vinnukona, sem kom með morgundrykkinn hennar. »Heyrðu«, hvíslaði hún, »þú fær nú samt að fara til kirkjunnar, skal eg segja þér. Húsbóndinn mælti eftir þér. Eg heyrði það allt saman. Hann sagði, að það væri nógu hart að vera foreldralaus, þó að þeir, sem væru svo miklir einstæðingar, væru ekki settir hjá, en fengju að njóta þeirrar gleði, sem hægt væri að veita þeim. Já, hann kann nú að koma fyrir sig orði, húsbóndinn. Hann sagði, að Svenni og Gudda skyldu ekki fara eitt fet, ef þú færir ekki líka. Svo var eg send niður í Hjáleigu, og nú ætlar Lauga gamla í Hjáleigunni að vera hiá þeirri gömlu í dag, svo að þú fáir að fara með okkur til kirkjunnar. — Vertu nú kát, og flýttu þér á fætur«. Sigga drakk morgundrykkinn sinn þegjandi. Síð- an hoppaði hún fram úr rúminu. Hún var svo glöð, sem þeir einir geta orðið, sem hafa yfir fáu að gleðjast, og eru ekki vanir þvi, að fá æfinlega allar óskirsínar uppfylltar. Húnraulaði fyrir munni sér páskaversið sitt: »í garði sat engill viö grafarstein, par greru liljur á foldu. Hann benti með pálma grænni grein, hvar Guðsson reis upp úr moldu«. o«< JOOOCOOOO«0000»OOOOOOOC »o o bJ' 1 | | A E I M | | A R A E | | R Ú I T S DÆGRADVÓL Slafatiglar. Fyllið auðu reitina bók- stöfum, svo að þeir, á- samtstöfun- um, sem fyrir eru, og standa eiga óhreyfðir, myndi: Borg í Asíu, sveit á íslandi, pjóð í Afríku, sveit á íslandi, verzlunarstað á fslandi, nes á íslandi- Krossinn í miðjum reitinum myndi, sveit á íslandi. Raðið þessum stöfum niður í reitina pannig, að peir myndi fraega sögustaði í ísafjarðar- sýslu, Barðastranda- sýslu, Rangárvallas. og Mýrarsýslu. H. Rögnvaldur B. (13 ára). Felunafnavísur. Kvenmannanöfn. - - - n, - -1 - -, - e - - P------r, - - - u -, - - r -,------í - - r, b - - - g, - -1 -, - - ð - - - u -, - e - f, - -1 - -, S - - - r - - - r. A B D D G I G I G 0 H 0 R R | U Ö G- - u Karlmannanöfn. p . .. d - -, - - - g -, - ó - - -, - v - • - n, - - r - r, - - -1, - ó -, - o - - - i - -, - í - - i, M - - n - -, - - r - - r, - - e - - n, - n - a -, - - e - - i, - á - - - -, - t - - - n, Arnarungi. Gálur. Karlmannanöfn. 1. Nafn mitt hefir seggi sent úr sáru jarðarkifl. Eg hef gefið birtu og brennt, bjargað margra lifi. 2. Sá í skógi hleypur hart hnarreistur og lipur, hann með fagurt höfuðskart er höfðinglegur gripur. Arnarungi. Gömul gáta. Eins hlutar nafn er með einkenn- um pessum: Galli í gullkeri, gott fyrir búsmala, fylgsni fjalla, féhirzla blómi, meðal me.torða, mýking kóngsreiði. Guðr. Guðmundsd. (sendi). Ráðningar á dœgradvöl í febrúarblaðinu. 1. Mjallhvít. 2. Felunafnavísur. Nafnorð: Sómi, pytur, andi, afl, ómur, fegurð, saga, Rjómi, litur, gleði, gafl, gómur, megurð, baga. Lýsingarorð: Fagur, ljótur, stuttur, stór, stinnur, léttur, pungur, hagur, fljótur, magur, mjór, merkur, réttur, ungur. Arnarungi. 3. Gáta. 3 O O O ¦ • • «0 OOo00oOOoOOoOO°OOooOoOO°00 ° ORÐSENDINGAR ° í jólabókiniii siðustu hét »Æskan« pessum verðlaunum fyrir útvegun nýrra kaupenda: Fyrir 2 nýja kaupendur, 23. eða 24. árg. blaðsins. Fyrir 5 nýja kaupendur, vasablýant. — 10 — — Sögur Æsk- unnar, Otto og Karl eða Karen. Fyrir 15, skauta, skiði eða lindarpenna. — 20, kaffistell eða framant. bækur. — 25, 12 manna kafflstell eða Con- klins lindarpenna. Aðalvinningur er vasaúr, fyrir flesta nýja kaupendur á árinu. Bavið Copperfleld kemur undir næstu mánaðamót. Drátturinn stafar af pvi að pappír, sem pantaður var, kom seinna en til stóð. Vonum við, að áskrifendur fyrirgefi dráttinn, er peir vita um ástæðuna. GaUKUr. ( ) O O O O • O • O O O O • O O O O • • (I • O • • 0 • ¦ • * o • o í ( )

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.