Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1933, Page 7

Æskan - 01.04.1933, Page 7
ÆSKAN 31 Guðrún Einarsdóllir. Vigdís Thórdarsen. Stúka þessi minntist 10 ára starfsafmælis síns, fimmtudaginn 1. desember s.l., með kaffisamsæti. 011 borð í hinum stóra samkomusal templara í Hafnar- firði voru dúkuð, og yfir 200 börn og fullorðnir sátu fagnað penna. Var þar veitt af rausn mikilli, og stóðu ungar telpur úr stúkunni fyrir beina og gerðu það með prýði. Söngflokkur stúknanna söng mörg lög, og einsöng söng Nanna Egilsdóttir. Pá var sjónleikur sýndur, og að siðustu stiginn dans. Hátíð þessi bar það með sér, að stúkan er í blóma, og að hinir ágætu gæzlumenn hennar hafa lífsmagn, vit og vilja á því að gagna þjóð vorri, með þvi að styðja að því, að æskan verði dáðrík til starfa. Næsta sunnudag eftir fagnað þenna heimsótti unglingastúkan »Unnur«, »Kærleiksbandið« til að árna því heilla með 10 ára starf. Voru á þeim fundi rifjaðar upp gamlar minningar, því það var að tilhlutun st. »Unnur« að »Kær- leiksbandið« var stofnað. Þar var minnst Sveins sál. Auðunarsonar, sem átti sinn stóra þátt í því, ásamt Guðrúnu Einarsdóttur, að stúkan var stofnuð. Unnur-félagar skemmtu með ræðum, upplestri, kveðskap og sjónleik. »Kærleiksbandið« á marga ágæta starfskrafta, auk aðalgæzlumanna, svo sem br. Stig Sæland og Ólaf Thórdarsen, sem eru varagæzlumenn. Ennfremur Jón Matthiesen og Nönnu Egilsdóttur. Birtast hér myndir af aðalgæzlum. Guð- rúnu Einarsdóttur, sem hefir gegnt þvi starfi frá stofndegi stúkunnar, og af Vigdísi Thordarsen, sem tók við gæzlumannsstarfinu af Sveini Auðunarsyni, er hann féll frá. Eg óska »Kærleiksbandinu« til hamingju með starfið og þakka félögum stúkunnar fyrir áhuga þeirra og dugnað. Óska eg þess, að stúkan megi njóta sem lengst sinna ágætu gæzlumanna. Eiga þeir þökk alþjóðar skilið, sem af áhuga og ósérplægni vinna með börnunum og fyrir þau, venja þau á gott sið- ferði og prúða framkomu í orðum og athöfnum. Framtíð þjóðarinnar byggist á uppeldi barnanna. Magnús V. Jóhannesson, stórgæzlumaður unglingastarfs. Frá barnastúkunum: Góðar fregnir berast víða að frá starfi barnastúknanna á þessum vetri. Nokkr- ar nýjar hafa bælzt í hópinn, og ýmsar eldri, sem hafa verið starfiausar eða starflitlar, hafa tekið upp merkið að nÝju, og má þar til nefna »Bernskuna« á Reyðarfirði, »Sigurbjörg« í Grinda- vik, »Eyrarlilju« á Pingeyri, »Neista« í Arnardal o. fl Ný barnastúka var stofnuð í haust á Akranesi með um 70 félaga, og hlaut hún nafnið »Stjarnan«. Þá hefir nýlega verið stofnuð barna- stúka á Sveinseyri við Tálknafjörð, og á sumardaginn fyrsta næstk. er ákveðið að forfallalausu, að stofnuð verði barna- stúka að Stórólfshvoli á Rangárvöll- um. Pá mun ennfremur vera í undir- búningi barnastúkustofnun á Þórshöfn. Öllum má vera það gleðitiðindi, að æskan er að hervæðast gegn hinni skaðlegu tóbaks- og áfengisnautn, og þvi aðeins á æskan bjarta og glæsilega framtíð fyrir höndum, að hún vinni af alefli gegn báðum þessum eitur- tegundum. Q»*«IOIMfCIII»»»«l#*060 0eD**OöloO OooooooooooooooiooiloooooooooooooO • O • SKRÍTLA i Prestur einn mætti förumanni á leið sinni og sagði við hann: »Et þú getur svarað þremur spurn- ingum, þá skal eg gefa þér krónu«. »Eg skal gefa þér krónuna aftur, ef þú getur svarað öðrum þremur, sem eg skal leggja fyrir þig«. Pá mælti prestur: »Hve langt er milli austurs og vesturs?« »Ein dagleið«, svaraði hinn, »því að sólin fer það á einum degi. Hún rís í austri og sezt í vestri«. Pá sagði prestur: »H ve langt er milli himins og jarðar?« »Eitt knéfall«, sagði förumaður, »því að himininn er hásæti guðs, en jörðin er fótskör hans«. »Hve þungur er reykurinn af sjö viðarföngum?« spurði prestur. Förumaður svaraöi: »Fyrst vegur maður viðinn og siðan öskuna. Pegar viðurinn er brunninn, þá má reikna út, hve reykurinn er þung- ur. En nú ætla eg að leggja fyrir þig mínar spurningar: »Pekkir þú föður minn?« »Nei«, svaraði prestur. »Pekkir þú móður mina?« mælti förumaður. »Nei«, sagði prestur. »Pekkir þú bróður minn?« »Nei«, svaraði prestur. »Pá skal eg segja þér«, mælti föru- maður, »að guð er faðir allra manna, og þá einnig faðir minn. Jörðin er raóðir vor allra, og þá einnig móðir mín. Kristur er bróðir vor allra, og þá einnig bróðir minn. — Petta ættir þú að vita, sem ert prestur«. Presturinn greiddi förumanni krón- una og gekk þegjandi burt. (Pýtt úr norsku). Bjarni Tómasson, Laugaveg 34. O»o......•••..........o.o.oooo.oo.O

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.