Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1933, Blaðsíða 8

Æskan - 01.04.1933, Blaðsíða 8
32 ÆSKAN 1. Pétur var ekki af baki dottinn aö leika sér aö tin- dátum. Honum þótti það svo fjarskalega gaman. Úti í garöi hafði hann búið til járnbraut fyrir lestina sina, og svo átti ræningjafiokkur að ráðast á hana. 2. En einmitt pegar lestin var að leggja af stað, kom galdrakarlinn góði og sagði: »Það er miklu meira gaman, ef þú ferð sjálfur með lest- inni. Það glaönaöi heldur en ekki yfir Pétri. Þetta hlaut að verða reglulega gaman. 3. Pétur steig upp í lestina, og galdrakarlinn hrópaði: »Nú höldum við af stað«. Og í sama bili rann lestin af stað út i eyðimörkina, þar sem ræningjarnir lágu í leyni. En ræningjarnir voru nú reyndar tindátar Péturs. 4. Pétur hafði ekki athugað, að ræningjarnir urðu lifandi, um leið og hann minnkaði sjálfur. Nú höfðu þeir lagt stóra staura þverl yfir járn- brautina, til þess að hindra ferð lestarinnar út á eyði- mörkina. 5. Pétur litli sá hættuna, sem ógnaði þeim. Galdrakarlinn góði rak upp ógur- legt hljóð: »Við verðum þegar að stöðva járnbrautarlestina og snúa við og fá hjálp«, sagði hann. Það er þó gott, að einhverjir af lindáiunum eru heima«. 6. En honum tókst ekki að stöðva vélina, einhvermisgriphöfðu átt sér stað. Hraðinn óx í stað þess að minnka.Pétur og karl- inn hlupu útisnatri. 7. Svo kom slysið. Eimlestin fór út af teinunum, og vagn- arnir steyptust um koll. Það fór illa fyrir ræningjunum, en það var svo sem ekki ncma rétt handa þeim, þeir áttu ekki betra skilið. 8. Karlinn;snart Pét- ur með stat sínum og hvarf. Þá fekk Péturaftursínaeðli- legu stærð. Lestin lá á hliðinni ol'an á ræningjunum. Baldursbrá. (Sjá mynd á fremsiu síðu), Mynd þessi er tekin fyrir rúmlega 5 árum, i Örfirisey við Reykjavík. Eins og þið sjáið eru baldursbrárnar, sem litla stúlkan situr í, stórvaxnar og þéttar, og manni dettur helzt i hug, að þetta séu útlendar blómjurtir, og að myndin sé tekin inni í blómagarði. En svo er ekki. Þetta eru aðeins ís- lenzkar baldursbrár. En nú er ekki hægt að finna þær á eynni lengur. Þær eru horfnar. Myndina hefir Kjartan Óskar Bjarna- son, prentari, tekið. Var hún til sýnis á sýningu Ferðafélagsins hér í Reykja- vík í vetur. En þarvar meðal annars sýnt mjög mikið af faliegum Jjósmyndum. Qf>oo'iooooooo»*ooooooooooooooo»eot o í greininni um Pompej í síðasta tölubl. »Æskunnar« er þessi vilia, sem lesendur eru beðnir að leiðrétta: í fyrsta dálki greinarinnar, 11. linu að neðan, stendur júnimánuði, en á að vera júlímánuði. Munið að tilkynna bú- staðaskipti. Ritstjóri: Margrét Jónsdóltir. Rikisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.