Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1933, Side 2

Æskan - 01.05.1933, Side 2
34 ÆSKAN > FJÓRIR KÓNGAR | T ÆFINT'I'RI EFTIR CARL EWALD í í FRÍÐA HALLGRÍMS ÞÝDDI 1 Engið fékk sér nýtt, grænt klæði skreylt gulum og hvítum blómum. Meðfram skurðunum voru stórar, fagrar hófsóleyjar, og niður með fljótinu varð sefið breiðara og grænna með hverjum degi sem leið. Niðri á tjarnarbotninum uxu blöð vatna- liljunnar og náðu bráðum upp á yfirborðið. Froskarnir, sem höfðu setið í leðjunni og möglað allan veturinn, fóru nú af stað, teygðu úr aftur- fótunum, syntu upp á yfirborðið og byrjuðu að syngja: »kvak, kvak!« svo innilega, að maður gat ekki annað en komizt við. Krummi gamli og aðrir fuglar, sem dvalið höfðu vetrarlangt, gerðu svo mikinn hávaða, að margur hefði mátt balda, að þeir væru gengnir frá vitinu. E'eir hoppuðu um engin og kroppuðu í mjúka jörðina og bitu í grasstráin, börðu vængjunum og hrópuðu hjartanlega húrra fyrir vorkónginum. Allir tóku undir, smáir og stórir. Allir vissu þeir, hvað það var að berjast við langan, kaldan vetur. Krummi gat í hvorugan fótinn stigið. Hann fór að gera að gamni sinu og tala við konuna sína, sem hann hafði búið með siðastliðið ár. Nú var hann búinn að gleyma því, að einu sinni í febrúar rifust þau og flugust á um hræ, sem þau fundu. Sólskríkjuhjónin sátu saman, réttu nefin upp í loftið, og sungu eins og sjálfur næturgalinn. Músar- bróðirinn var utan við sig af gleði og sagði kon- unni sinni þau fáránlegustu æfintýri um ljúffenga orma og feitar flugur, sem flygju beina leið upp í fuglana, án þess þeir bærðu væng eða færðu fót. Andarsteggurinn fékk sér dýrindis hálsbúnað, svo það var nærri því liðið yfir frú önd af tómri hrifningu. Rjúpan, sem hafði misst manninn sinn úr hungri um jólin, strauk sig alla og lagaði fjaðrirnar, svo að hún liti þó út eins og ung ekkja. Og vorkóngurinn hló og kinkaði vingjarnlega kolli til þeirra allra. »Þið eruð ágæt öll saman«, sagði hann. »Ykkur hefir liðið illa, og þið eigið skilið að gera ykkur glaðan dag. En nú verð eg að kalla á blessaða fuglana mina«. Svo sneri hann sér móti sól og suðri, klappaði saman höndunum og söng: »Komið til mín, kæru vinir, kuldinn er á braut. Jörðu faðmar biiður blærinn. Blóm í hverri laut. Heiðalóa, hegri, þröstur, herðið ykkar för. Eg hef flutt um breiðar byggðir bros á hverja vör. Fljúgið hraðar, fyllið loftið fögrum ástasöng. Syngið fyrir sóleyjarnar sumarkvöldin löng«. Þá kvað við ákafur vængjasláttur. Þúsundir far- fugla þyrptust niður i dalinn. Á hverri nóttu kvað loftið við af vængjatökum. Og á morgnana ætlaði gleðin aldrei að taka enda. Þarna sat starrinn í svarta kjólnum sinum með ótal orður á brjóstinu. Svalan þaut í gegnum loftið. Næturgalar og aðrir söngfuglar sungu á greinum trjánna. En lengst inni i laufskrúðinu söng þröst- urinn, svo viðkvæmt, að manni gat vöknað um augu. Lævirkjarnir sungu yndislega. Gaukurinn byrjaði að syngja: »kúk, kúk«, og vepjan sat á þúfu og lagaði á sér fjaðrirnar. Storkurinn einn gekk um engið með alvörusvip og honum stökk ekki bros. Á meðan þessu fór fram, grænkaði skógurinn óðfluga, en blöðin voru lítil enn þá, svo að sólin gat gægzt niður til blómanna. Blómin i skóginum ilmuðu hvert í kapp við annað. Grænu blöðin á eikinni sveifluðu sér á ungum, veikum greinunum. Kirsiberja-tréð var þakið hvítum blómum frá toppi niður að rótum. Umfeðmingur og smári tóku hönd- um saman og ilmuðu dásamlega við rælur skógar- ins. Hjarta-arfinn, sem var svo viljugur að blómstra, var í slæmu skapi, af þvi að enginn lók eftir hon- um. Brönugrasið var ibyggið á svipinn, eins og það byggi yfir leyndarmáli. Á fegursta blettinum, lengst inni i skógarþykkn- inu, sat ástfanginn söngfugl og horfði á ástmey sína, sem hoppaði á kvisti við hliðina á honum, en það leit ekki út fyrir að hún tæki eftir honum. Þá byrjaði hann að syngja: »Fljúgðu með mér fjöllum hærra, fagra vina mfn. Eg skal gefa þér gullið hreiður að geyma’ i börnin þin. Par sem heitast geislinn glóir, gerum við okkur bú. Ungabörnin eiga að vera alveg eins og þú. Einni þér eg ætla’ að unna, — ef eg bara get. — í flugnaveiði’ og ýmsu öðru eflaust set eg met.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.