Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1933, Blaðsíða 3

Æskan - 01.05.1933, Blaðsíða 3
ÆSKAN 35 Snemma dags til fanga fer eg, fel þér börnin smá. Á kvöldin skal eg kátur syngja um kærleik, von og þrá«. Þegar hann hafði sungið síðasta erindið, leit hann til hennar, en þegar hún svaraði ekki strax, kroppaði hann með nefmu i væng hennar. »Látlu mig i friði!« sagði hún. En þegar hann hætti og bjóst til fiugs, ilýlli hún sér að syngja: »Eg hugsa um þig, hjartans vinur, hvar sem eg fer. Aldrei gef eg ástir mínar öðrum en þér«. Svo fiugu þau af stað gegnum skóginn. Þau voru ekki fyrr horfin en tveir aðrir söngfuglar endurtóku sama leikinn, en með öðrum orðum og látbragði. En eikin óx og blöð hennar stækkuðu. Þau urðu þéttari með hverjum degi, sem leið. Einn daginn fundu sólargeislarnir enga smugu, sem þeir gætu gægzt um niður til litlu blómanna. Þá urðu þau verulega hrædd. »Kom þú sól, og skin þú á okkur, annars deyj- um við!« hrópuðu þau. Þau kölluðu á vindinn og báðu hann að feykja þessum andstyggilegu, grænu blöðum burt, svo að sólin gæti séð þau. — Þau sögðu eikinni, að hún mætti skammast sín, jafn stór og hún væri, að hun skyldi drepa saklaus smáblóm að ástæðulausu. — Og þau kölluðu á vorið og báðu það að hjálpa sér úr þessum vandræðum. En sólin sá þau ekki, og vorið heyrði ekki til þeirra. Eikin anzaði þeim ekki, og vindurinn hló að þeim. Það voru svo mikil gleðilæti i dalnum, að hróp þeirra heyrðust ekki. Svo dóu þau, án þess að nokkur tæki eftir þeim. — Á hverjum degi komu ný blóm, indæl og ilm- andi. Með hverjum degi bættu fuglarnir við nýjum tónum í söngva sina. Hjörturinn öskraði inni í skóginum löngu fyrir sólarupprás, og hindin tók undir langt í burtu. — Fiskarnir léku sér í sjón- um, og froskarnir sungu sitt endalausa »kvak, kvak« niðri í skurðinum. Állinn velti sér á tjarnarbakk- anum, og litlu brúnu mýsnar sátu á enginu og horfðu ástaraugum hver á aðra. Jafnvel flugurnar suðuðu glaðlegar en vanalega. Þegar gleðilætin stóðu sem hæst, stóð konungur vorsins efst í dalnum, þar sem fjöllin skýla fyrir Qorðanáttinni. Hann leit yfir ríki sitt. Augu hans voru dul og dreymandi, munnurinn síbrosandi. Hann lét græna silkibandið um öxl sér og festi þar í íiðluimi. Greip enn einu sinni í strengina og raulaði undir. Það var yndislegur hægviðrisdagur. Fuglarnir lækkuðu sönginn, og blómin lokuðu krónunum. Þá beygði konungur vorsins sig niður að litlu bláu blómi, sem óx við fætur hans, og söng með viðkvæmni: »Blómið mitt bláa, þó biði þín hel. Vermi þig ljósið lengi og vel«. Svo hóf hann göngu sina, burt úr dalnum lengra norður. En hvar sem hann fór, bráðnaði snjórinn og blómin spruttu. Þegar hann var kominn þangað, sem síðast sést yfir dalinn, sneri hann sér við. Lengst i burtu, þar sem dalurinn náði lengst til suðurs, stóð Suðri konungur hár og beinn. Andlit hans og hendur var sólbrennt, augun blíð og heit eins og sólin. Á herðunum bar hann purpura- kápuna, og gyrtur var hann gullbelti, en í beltinu var yndisleg, rauð rós. Þá hneigði Austri vorkóngur sig með lotningu og hvarf á bak við fjöllin. Sumar. Töfrum fyllast tónar heitir. Timinn líður fijótt, þegar gnótt af gleði veitir gullhærð sumar nótt. Enginn hafði tekið eftir þvi, að vorið kvaddi og sumarið heilsaði. Fuglarnir sungu og flugurnar suðuðu. Svalan sveiflaði sér um í loftinu. Blómin ilmuðu, frosk- arnir sungu »kvak, kvak«, og það var endalaus fögnuður á jörðunni. Fjöllin voru enn að grænka, þar sem konungur vorsins hafði farið um, alla leið upp að jökultindunum. Nú stóð Suðri, konungur sumarsins, stundarkorn við og leit yfir það ríki, sem Austri hafði yfir- gefið. Svo mikill sólarljómi geislaði frá honum, að aldrei hafði orðið eins hlýtt i dalnum áður. Augu hans ljómuðu, purpurakápan glitraði. Gullbeltið logaði eins og eldur um mitti hans, og rauða rósin ilmaði yndislega. J e (Framh.). SK>^4KMKM>v»>íSy«*l«í8^N^^^^

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.