Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1933, Blaðsíða 6

Æskan - 01.05.1933, Blaðsíða 6
38 ÆSKAN Pá klöppuðu allir englarnir saman lófunum og þeir að hugsa með sér: »Þarna uppi er góður Guð. sögou: »BIómið lítur út alveg eins og ofurlítill himinn. Við skulum kalla það Gleym mér ei, þvi þá er eins og það kalli til mannanna. Og þegar þeir líta á það, þá minnir litla stjörnublómið á himininn. En þegar þeir horfa til himins, þá hljóta Sjáðu til, himnafaðir, þannig minnir litla blómið stöðugt á þig.flf Góður Guð gróðursetti aftur litla blómið á marg- lita enginu, og þar getur þú fundið það enn þann dag í dag. Vilborg Auðunardóllir þýddi úr þýzku. ahmud og kalífinn. ^sa^rf/^^aaœ^ii^ftcíacya®' MAHMUD i®©®®®®®®® ®®®®®®®®®' Hinn mikli kalíli, Harun-al-Raschid, var oft vanur að fara út i borgina að næturlagi. Hann var þá í dularbiíningi, klæddur eins og venjulegur borgari. Gerði hann þetta til þess að rannsaka, hvort lögregluliðið gerði skyldu sina og héldi uppi góðri reglu i borginni. Kvöld eitt var hann sem oftar á gangi um göt- urnar, dulbúinn sem kaupmaður. Gíafar, stórvesir- inn hans trúlyndi, var i fylgd með honum. Kalif- inn staðnæmdist við skíðgarð nokkurn. Sá hann þá í gegnum rimla á girðingunrii, að maður einn sat þar inni fyrir í ró og næði og snæddi »farech« sinn og drakk »raki« (austurlenzkur matur og drykkur). Eitt kerti stóð á borðinu og varpaði kertaljósið daufri birtu yfir manninn, og leit hann út fyrir að vera vel ánægður með tilveruna. »Eg ætla að ganga inn«, sagði kalifinn og spyrja mann þenna, hvernig honum geðjist stjórn kalíf- ans. Það ber oft við, að maður fær góð ráð og á- gætar bendingar frá ólærðum alþýðumönnum. Kalifinn steig þessu næst inn yíir skiðgarðinn. »Vertu velkominn«, sagði sá, er að snæðingi sat, og um leið stóð hann á fætur og bauð komu- manni sæti, hæversklega«. »Gerðu svo vel og fáðu þér matarbita með mér, ef þér þóknast«, mælti hann. Kaliíinn þá boðið með þökkum. Að máltiðinni lokinni, sneri hann sér að gest- gjafa sinum og mælti: »Hver ert þú, og hvert er starf þitt?« »Eg heiti Mahmud«, svaraði hinn. Faðir minn var rennismiður, og eg er ýngstur af þrem bræðr- um. Nú sem stendur vinn eg hjá skráasmið ein-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.