Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1933, Qupperneq 7

Æskan - 01.05.1933, Qupperneq 7
ÆSKAN 39 um, hér í borginni, og vinn mér inn fjóra skild- inga á dag. Fyrir einn þeirra kaupi eg brauð, fyr- ir annan »faresch«. Þriðja skildingnum ver eg til þess að kaupa »raki« og fyrir þann fjórða fæ eg mér kerti«. ^Þetta er ágætt«, svaraði Harun. »Eg sé, að þú ert lánsmaður, En segðu mér eitt: Hvers vegna leggur þú ekki eitthvað af því fyrir, sem þú vinn- ur þér inn?« Mahmud hneigði sig og renndi lotningarfullum augum til Mekka (ein hinna helgu borga Múha- medstrúarmanna) og hvíslaði: »Allah (guð Múhameðstrúarmanna) er miskunn- samur. Allah, sem sér fyrir þörfum mínum í dag, mun einnig á morgun vita, hvers eg þarfnast*. Kalífinn þakkaði Mahmud fyrir gestrisni hans og hélt síðan heim til hallar sinnar. En vegna þess að hann fýsti að vita, hvort Allah eins og maðurinn sagði, bæri umhyggju fyrir öll- um skepnum sínum, jafnvel þó þær hefðust ekki að, þá gaf hann út þá skipun, að allir skráasmiðir borgarinnar skyldu loka búðum sinum og vinnu- stofum, daginn eftir. Þegar rökkva tók, kvöldið eftir, flýtti Harun sér á fund Mahmuds. Sá hann þá, að Mahmud sat að kvöldverði og var mjög ánægður á svipinn. Tvö kertaljós loguðu á borði hans, þar sem ekki hafði verið nema eitt kvöldið áður. Kalífinn varð forviða, en maðurinn mælti: »Eg fór í morgun til vinnu minnar, eins og eg var vanur. Vinnustofan var lokuð. Mætti eg þá sætabrauðsbakara á götunni. Hann lét mig hafa vinnu við að hnoða deig, allan daginn, og bauð mér átta skildinga að launum. Nú get eg keypt »faresch« fyrir tvo skildinga, brauð fyrir tvo, »raki« fyrir tvo, og tvö kerti«. Harun-al-Raschid át kvöldverð með honum eins og kvöldið áður og kvaddi hann siðan, og furðaði hann sig stórkostlega á gæzku Guðs. En ekki var hann fyrr kominn heim til sin, en hann bannaði öllum sætabrauðssölum að selja kökur í heila viku. Morguninn eftir, þegar Mah- mud kom til bakarans var hann atvinnulaus að nýju. Á heimleiðinni sá Mahmud nokkra lögregluþjóna. Þeir voru að ella mann nokkurn, er sakaður var um morð, en hafði sloppið úr varðhaldi. Mahmud veitti þeim lið og var svo heppinnað höndlasöku- dólginn. Fékk hann tuttugu skildinga fyrir hug- prýði sína, og er hann kvartaði um atvinnuleysi, var hann tafarlaust tekinn í lögregluliðið. Hann fekk sverð við hlið, sem merki um metorð sin. (Frh.). Vorþrá. Blás þú, aftanblærinn hlýi, burtu máðu klakaspor, vetrarhret svo frá oss flýi, flyttu hingað sól og vor. Þrái’ eg sæla sumarfriðinn, sóley prúða túnin í; lóukvak og lækjarniðinn langar mig að heyra’ á ný. 1933 — Bragi. OMMMBCootonoonMnioaooooooooooO Sundnámsskeiðið. Fað voru einu sinni hjón á bæ, sem áttu 2 börn og hétu pau Pétur og Helga. Helga var 14, en Pétur 4 ára. Eitt vor var haldið sundnámsskeið i sveitinni, par sem Helga átti heima. Hana langaði fjarska mikið til að læra að synda, og ekki síður pegar hún heyrði að Fríða, vinstúlka hennar á næsta bæ, átti að fá að fara. Helga fór nú til pabba sins og mömmu, og bað pau að lofa sér að fara. Pau voru treg til pess í fyrstu, en fyrir þrábeiðni hennar fékk hún þó loks að fara. Hún lagði nú af stað daginn áður en námsskeiðið átti að byrja, og urðu pær samferða Fríða og hún. Helga var Vorblfða. Hægur blærinn bærir strá, bráðnar snær af fjöllum, himinn, sær og sundin blá, sólin hlær við öllum. Bjarni Jónsson. ....................................... fljót að læra að synda, og eftir 3 vikur var hún orðin vel synd og kunni nokk- uð vel bjðrgunarsund, pegar hún kom heim. Pétur litli var mjög ópægur. Einu sinni var hann einn úti að leika sér og fór niður að tjörn, sem var fyrir neðan bæinn; þangað hafði honum verið bannaö að koma og sagt að Grýla væri í tjörninni, og var hann mjög hræddur viö hana. Nú hafði hann ekkert gætt að sér, fyrr en hann var kominn niður að henni og sá enga Grýlu. Hann fór nú að leika sér að pvi, að reka annan fótinn niður i vatnið, og pótti pað fjarska gaman, og fór nú að teygja fótinn lengra og lengra. Tjörnin var ekki mjög djúp við land- ið, en þegar fram i kom var hún dýpri. Allt í einn missti hann jafnvægið og stakkst beint á höfuðið i ískalt vatnið. Hann tók andköf og pegar hann kom Vorkoma. Vetur flúði burt á braut, bráðnar snjór af hæð og laut. Kom í staöinn kæti og vor, kliður fugla, vilji og por. Mjöllin burt af fjöllum fer, fyllist gróðri bali hver. En i fjalla hárri hlíð hóar smali um kvöldin blíð. K. E. OotitoooöOooeodtoBocioooopoo.oifiQ i fyrsta sinn upp úr, hljóðaði hann afar hátt. Helga var stödd úti og heyrði nú til Péturs, hljóp hún þá niður að tjörn og sá, hvar Pétur baðaði út öllum öngum. Hún fleygði sér strax út í vatnið og synti að Pétri litla, og synti með hann til lands. Hún bar hann svo heim í bæ, og voru pau háttuð niður í rúm. — Foreldrar Helgu sáu ekki eftir að hafa lofað henni að læra að synda. Heiðbjört Óskarsdóttir - 13 ára — Klðmbrum i Aðaldal. o o

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.