Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1933, Blaðsíða 8

Æskan - 01.05.1933, Blaðsíða 8
40 ÆSKAN l^aldralfarlinn góhi. 22. 1. Pétur var staddur úti í garði og var að leika sér að dýrunum sínum. Pað var glaða sólskin og bliða og ákaflega heitt í veðri, nærri því eins og maður vœri kom- inn suður til Afríku. 2. AIU i einn stendur galdra- karlinn góði fyrir framan Pétur litla. »Nú skulum viö skreppa á Ijónaveiðar*, segir hann. »Pað getur orðið ákafllega gaman«. í sama bili urðn öll dýrin hans Péturs braðlifandi. 3, Galdrakarlinn gróf djúpa gryfju i jörðina. Siðan lagði hann pappirsblað yfir gryfj- una og þunnt lag af sandi lét hann siðan ofan á papp- irinn. — Petta var nú ágæt gildra. 4. Pétur og litli karlinn stigu á bak hestum sin- um og riðu af stað til frumskóganna.Enskóg- arnir voru ýmsar jurtir og blóm, sem uxu i garðinum. 5. Brátt fóru þeir fram hjá staðn- um, þar sem ljónið læddist um og leitaði sér að bráð. Pað var ber- sýnilega hungrað, því að það rak upp ógurlegt öskur, er það sá ferðamennina, og kom hlaupandi á eftir þeim. 6. Peir Pétur stýrðu hestum sinum beggja megin við gryfj- una. Ljónið, sem var rétt búið að ná i bráð sína, kom þjót- andi i hendingskasti og steypt- ist ð höfuðið beint niður i hana. 7. Galdrakarlinn góði haf ði nú samt ekki gengið nógu vel frá öllu. Gryfjan reynd- ist ekki nógu djúp, þegar til kom, og hið svanga og reiða ljón komst undir eins upp úr henni aftur. 8. Enþáhvarfgaldra- karlinn góði, og Pétur varð eins oghann átti að sér. Siðast sá hann ljónið, svo agnarlitið, koma úr gryfjunni og verða að tuskulióni. Vel svarað. Rúna og Soll'a voru vinstúlkur. Þær voru úti i móa að leika sér við Dóru, Nínu og Gunnvöru. Pá fundu þær ný- útsprunginn fifil. Soffa vildi slita fifil- inn upp, en það vildi Rúna ekki. Pá sagði Nina litla, hún var aðeins fjögra ára: »Heldur þú, að hann Guð ráöi ekki yfir blómunum, Soffa, eins og öllu öðru. Pú matt ekki taka fifilinno. O00OO0O00O00OO00O0OO0OO00O | ORÐSENDINGAR g DiiTÍð Copperfleld. Peir útsölumenn, sem ekki hafa sent afgreiðslunni áskrifenda-lista sina að þessari ágætu sðgu, eru beðnir að gera það sem fyrst, svo að hægt sé að afgreiða til þeirra 1. heftið, sem nú er fullprentað. Skemmtlleg framhaldssaga, með myndam, byrjar f næsta tölublaði. »Q 0« •o o« : SKRÍTLA ; Drengur (í brauðsölubúö): Er þetta brauð ekki gamalt? Afgreiðsluslúlkan: Eg veit það ekki. Eg hefi ekki veriö hérna nema eina viku. Tilkynnið bústaðaskipti. Ritstjóri: Margrét Jónsdáttir. nikisprentsmlðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.