Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 3

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 3
ÆSKAN 43 ®®®®®®®®® '<2X^®<^®<^®(^©(!>(^®<M<SXM(!X^(?©®| MAHMUD Niðurlag. ®®®®®®®®® Þegar kalííinn heimsótti Mahmud um kvöldið, ætlaði hann varla að geta trúað sinum eigin aug- um. Nú loguðu íimm kertaljós á borðinu, og það svignaði undir öllum hinum dýru og rjúffengu krásum, er Mahmud hafði fyrir framan sig. Kalífinn fekk hinar prýðilegustu viðtökur, en ekki virtist Mahmud furða sig neitt á þeirri breyt- ingu, sem orðin var á kjörum hans. Hann sagði aðeins: »Allah veri lofaður. Örlæti hans og gæzku er það að þakka, að þú ókunni maður, getur gætt þér með mér á kræsingunum, er standa á borði mínu. Það er meira en nóg handa okkur báðum«. Síðan sagði hann kalífanum frá því, sem við hafði borið, Harun-al-Raschid var alveg höggdofa yfir heppni mannsins. Hann sá engin ráð til að sýna honum, að forsjónin gæti brugðizt honum. Og þessi vesæli alþýðumaður virtist jafnvel vera enn ánægðari en »drottinn rétttrúaðra manna«, sem allir Múhameds- trúarmenn beygja sig i duftið fyrir um gjörvallan heim. Hann strengdi þess heit, að hann skyldi, hvað sem það kostaði, bera sigur úr býtum. Þetta kvöld kallaði hann lögreglustjóra borgar- innar fyrir sig og bauð honum að reka alla ó- breytta lögregluþjóna úr vinnunni, daginn eftir. Næsta kvöld lét hann, eins og gefur að skilja, ekki undir böfuð leggjast að heimsækja Mahmud á venjulegum tima, til þess að sjá, hvernig speki hans hefði nú reynzt. Það lá við sjálft, að hann félli i ómegin af undr- un. Ljósin á borði Mahmuds glömpuðu með því- likri birtu, að það var eins og í musteri, og borð- ið var tæplega nógu stórt til þess að rúma allan þann mat, sem á því var. »Við skegg spámannsins«, hrópaði kalífinn. »Hvernig stendur á þvi, vinur minn, að þú getur leyft þér allt þetta óhóf? Og eg hefi þó heyrt, að lögreglustjórinn hafi visað á burt öllum lögreglu- þjónum«. »Satt er það«, svaraði »Mahmud, »en þegar eg sá, að eg þurfti ekki lengur á sverðinu að halda, þá fór eg með það til járnsmiðs og seldi blaðið, en fékk hann til þess að láta blað úr tré í staðinn«. »í þetta sinn«, tautaði kalífinn fyrir munni sér, »hefi eg borið hærra hlut. Það er auðséð, að góð- gerðasemi Allah er ekki takmarkalaus«. Þvi næst kallaði hann Gíafar fyrir sig og sagði: »1 fyrramálið verður þú að sjá um, að kallari borgarinnar gangi um göturnar og tilkynni, að morðingi sá, er var handtekinn fyrir skömmu, verði tekinn af lífi á torginu. Og að kalífinn, Har- ún-al-Raschid, fimmti afkomandi af hinum fræga ættbálki Abassidanna, er sjö sinnum heíur farið pílagrímsferðir til Mekka og unnið Transoxiana og borgina og landið Kabul, bjóði öllum að koma og horfa á aftökuna«. Vezírinn hneigði sig djúpt og lofaði að hlýða skipun húsbónda síns. Morguninn eftir var fjöldi áhorfenda saman kom- inn á torginu, er kalifinn kom þangað. Afbrota- maðurinn var leiddur fram. Vezírinn átti fullt í fangi með að halda uppi reglu. Þegar Mahmud kom á vettvang sá hann, sér til mikillar skelfingar, að kaupmaðurinn, sem hafði etið með honum kvöldverð, var enginn annar en hinn ægilegi »drottinn rétttrúaðra«. Og kalífinn, er sá undrun hans, byrgði niðri í sér hláturinn, en benti honum um leið að koma til sín. Þegar Mahmud kom nær mælti kalífinn: »Mahmud, drag sverð þitt úr slíðrum og högg þú höfuðið af syndaranum 1« Mahmud hlýddi rólegur á þessa fyrirskipun. Hann beygði sig þrem sinnum og kyssti jörðina við fætur sins volduga húsbónda. »Herra!« mælti hann. »Eg veit, að þessi maður er saklaus af því sem hann er ákærður fyrir. Samt sem áður hefi eg engan rétt til þess að skorast undan skipun yðar. Én eg bið Allah, sem þekkir allt betur en vér, að breyta brandi mínum i mein- laust vopn úr viði, sem merki þess, að eg hefl rétt að mæla«. Og sjá! Þegar Mahmud dró sverð sitt úr slíðr- um, var blaðið úr tré, og múgurinn hrópaði ein- um rómi: »Kraftaverk!« Kraftaverk — — — Allah veri lofaður 1« (Pýtt úr »Mit Blad«). M. J. Sieini litli kemur inn í brauðsölubúð að kaupa rúgbrauð fyrir mömmu sína: »En pað á að vera frá pví í dag«, segir hann, eins og honum hafði verið sagt heima. »Pú hefir ekki nógu mikla peninga«, segir bakarinn, »brauðin hafa hækkað í verði«. »Mamma fékk mér ekki fieiri aura«, segir Steini. »Hvenær hækkuðu pá brauðin?« »í dag«. »Jæja, láttu mig pá hafa brauð síðan í gær«, segir Steini, án pess að hugsa sig um eitt andartak. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.