Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1933, Page 3

Æskan - 01.06.1933, Page 3
Æ S K A N 43 (Sftp^gp®®®®@®®®0®(M®<!X2®®<2K!)®<M®<M®(^ESr|C^5)) f MAHMUD Niöurlag. ®®®®®®®®® Þegar kalífinn heimsótti Mahmud um kvöldið, ætlaði hann varla að geta trúað sínum eigin aug- um. Nú loguðu íimm kertaljós á borðinu, og það svignaði undir öllum hinum dýru og ljúffengu krásum, er Mahmud hafði fyrir framan sig. Kalífinn fekk hinar prýðilegustu viðtökur, en ekki virtist Mahmud furða sig neitt á þeirri breyt- ingu, sem orðin var á kjörum hans. Hann sagði aðeins: »AUah veri lofaður. Örlæti hans og gæzku er það að þakka, að þú ókunni maður, getur gætt þér með mér á kræsingunum, er standa á borði mínu. Það er meira en nóg handa okkur báðum«. Síðan sagði hann kalífanum frá því, sem við hafði borið. Harun-al-Raschid var alveg höggdofa yfir heppni mannsins. Hann sá engin ráð til að sýna honum, að forsjónin gæti brugðizt honum. Og þessi vesæli alþýðumaður virtist jafnvel vera enn ánægðari en »drottinn rétttrúaðra manna«, sem allir Múhameds- trúarmenn beygja sig í duftið fyrir um gjörvallan heim. Hann strengdi þess heit, að hann skyldi, hvað sem það kostaði, bera sigur úr býtum. Þetta kvöld kallaði hann lögreglustjóra borgar- innar fyrir sig og bauð honum að reka alla ó- breytta lögregluþjóna úr vinnunni, daginn eftir. Næsta kvöld lét hann, eins og gefur að skilja, ekki undir böfuð leggjast að heimsækja Mahmud á venjulegum tíma, til þess að sjá, hvernig speki hans hefði nú reynzt. Það lá við sjálft, að hann félli i ómegin af undr- un. Ljósin á borði Mahmuds glömpuðu með því- líkri birtu, að það var eins og í musteri, og borð- ið var tæplega nógu stórt til þess að rúma allan þann mat, sem á því var. »Við skegg spámannsins«, hrópaði kalifinn. »Hvernig stendur á þvi, vinur minn, að þú getur leyft þér allt þetta óhóf? Og eg hefi þó heyrt, að lögreglustjórinn hafi visað á burt öllnm lögreglu- þjónum«. »Satt er það«, svaraði »Mahmud, »en þegar eg sá, að eg þurfti ekki lengur á sverðinu að halda, þá fór eg með það til járnsmiðs og seldi blaðið, en fékk hann til þess að láta blað úr tré í staðinn«. »1 þetta sinn«, tautaði kalífinn fyrir munni sér, »hefi eg borið hærra hlut. Það er auðséð, að góð- gerðasemi Allah er ekki takmarkalaus«. Því næst kallaði hann Gíafar fyrir sig og sagði: »1 fyrramálið verður þú að sjá um, að kallari borgarinnar gangi um göturnar og tilkynni, að morðingi sá, er var handtekinn fyi’ir skömmu, verði tekinn af lífi á torginu. Og að kalífinn, Har- ún-al-Raschid, fimmti afkomandi af hinum fræga ættbálki Abassidanna, er sjö sinnum hefur farið pílagrímsferðir til Mekka og unnið Transoxiana og borgina og landið Kabul, bjóði öllum að koma og horfa á aftökuna«. Vezírinn hneigði sig djúpt og lofaði að hlýða skipun húsbónda síns. Morguninn eftir var fjöldi áhorfenda saman kom- inn á torginu, er kalífinn kom þangað. Afbrota- maðuiinn var leiddur fram. Vezírinn átti fullt í fangi með að halda uppi íeglu. Þegar Mahmud kom á vettvang sá hann, sér til mikillar skelfingar, að kaupmaðurinn, sem hafði etið með honum kvöldverð, var enginn annar en hinn ægilegi »drottinn rétttrúaðra«. Og kalífinn, er sá undrun hans, byrgði niðxi í sér hláturinn, en benti honum um leið að koma til sín. Þegar Mahmud kom nær mælti kalífinn: »Mahmud, drag sverð þitt úr slíðrum og högg þú höfuðið af syndaranum 1« Mahmud hlýddi rólegur á þessa fyrirskipun. Hann beygði sig þrem sinnum og kyssti jörðina við fætur síns volduga húsbónda. »Herra!« mælti hann. »Eg veit, að þessi maður er saklaus af því sem hann er ákærður fyrir. Samt sem áður hefi eg engan rélt til þess að skorast undan skipun yðar. En eg bið Allah, sem þekkir allt betur en vér, að breyta brandi mínum í mein- laust vopn úr viði, sem merki þess, að eg hefi rétt að mæla«. Og sjá! Þegar Mahmud dró sverð sitt úr slíðr- um, var blaðið úr tré, og múgurinn hrópaði ein- um rómi: »Kraftaverk!« Kraftaverk — — — Allah veri lofaður!« (Pýtt úr »Mit Blad«). M. J. Sleini litli kemur inn í brauðsölubúð að kaupa rúgbrauð fj'rir mömmu sina: »En það á að vera frá því í dag«, segir hann, eins og honum hafði verið sagt heima. »Pú hefir ekki nógu mikla peninga«, segir bakarinn, »brauðin hafa liækkað í verði«. »Mamma fékk mér ekki fleiri aura«, segir Steini. »Hvenær liækkuðu pá brauðin?« »í dag«. »Jæja, láttu mig þá hafa brauð síðan í gær«, segir Steini, án þess að hugsa sig um eitt andartak. ooooooooooooooooooooooooooœoooooooooooo

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.