Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1933, Page 5

Æskan - 01.06.1933, Page 5
ÆSKAN 45 ÁRNI OG ERNA 1 \ Q-*wrMS> I. Ókunnu börnin og Andrés gamli í kofanum. Meira en hundrað og fimmtíu ár eru liðin, sið- an'saga þessi gerðist, og margt og mikið hefir bretyzt á þeim tíma. Nú þjóta flugvélarnar í lofti, og hraðskreið skip sigla á sænum, knúin gufu- afli. — En í þá daga voru mest notuð seglskip. Sagan hefst á þvi, að holl- lenzkt seglskip, þrímastrað, strandaði óveð- ursnótt eina, síðla sumars, vestanvert við Jótlandsströnd. Það var gott skip og fallegt, og var á leið til Vesturheims. Skipshöfnin fórst svo að segja öll — að einum háseta undanteknum — og tveim börnum, sem hann hafði í fanginu. Þau voru vafin innan í rúmföt og sjóklæði, og bundin við hásetann með kaðli. Maðurinn var sjálfur hálfstirðnaður og að dauða kominn, en hin dýrmæta byrði í faðmi hans virtist alveg ó- sködduð, þó undarlegt mætti heita. Börnin lágu þarna og hjúfruðu sig hvort upp að öðru, eins og tveir fuglsungar í hreiðri, þegar umbúðirnar voru teknar utan af þeim. Það var drengur og stúlka, að líkindum tvíburar, því að þau voru jáfn stór og nauðalík hvort öðru í sjón. Þau litu út fyrir að vera fjögra til fimm ára að aldri. En hvaðan voru þau? Og hverjir voru foreldrar þeirra? Því gat auðvitað enginn svarað með vissu. Sjómaðurinn, sem bjargaði þeim, raknaði að vísu við, en þær upplýsingar, sem hann gat gefið um börnin, voru sáralitlar. Hann sagði, að þau hefðu verið á vegum skipstjórans og átt að fara til frænda síns í Ameríku. En hver þessi frændi þeirra var, eða hvar í Ameríku hann var niðurkominn, vissi hann ekki. Hann hafði heyrt, að börnin myndu vera búin að missa foreldra sína, og hefði þessi frændi þeirra ætlað að taka þau til fósturs. Skipbrolsmennirnir dregnir í land. »Eg lofaði skipstjóranum, hann varð síðastur eftir á skipinu«, sagði gamli sjógarpurinn, »að gera allt, sem í mínu valdi stæði, til þess að bjarga börnunum. Og mér lánaðist það með Guðs hjálp — en sjálfur sigli eg brátt inn í hina síðustu höfn — og þaðan á enginn afturkvæmt. En Drottinn mun halda verndarhendi sinni yfir hinum foreldralausu«. Áður en dagur var að kvöldi kominn, hafði gamli sjómaðurinn gefið upp andann. Hann lá þarna í kofanum hans Andrésar gamla niðri á ströndinni. Þangað hafði hann verið fluttur strax um morguninn, ásamt báðum börnunum. Andrés þessi var gamall sjó- maður, og tal- inn hafa verið einn af þeim duglegustu á sinni tlð. En hann var nú orðinn hálf- gerður sérvitr- ingur, og einbúi var hann. Hafði hann haldizt við þarna í kof- annm i mörg ár og lítil mök haft við um- heiminn. Hvað í ósköpunum átti hann nú að gera við þessi litlu, ósjálfbjarga börn, sem svo óvænt höfðu lent hjá honum? Hann gaf þeim eitthvað heitt að borða og drekka og bjó um þau í lokrekkju sinni, svo vel sem hann gat. En hvað átti hann svo síðarmeir að gera við þau? Þetta voru án efa börn af góðum ættum og sjálfsagt rílusmannabörn, það sá hann á nærföt- unum þeirra og öllum fatnaði. Og sjálf voru þau svo fíngerð og viðkvæm, nærri því eins og postu- línsbrúður, fannst honum, svo að hann þorði varla að snerta þau með hörðu vinnuhöndunum sínum. Lik sjómannanna, sem ráku á land upp, voru grafin á sveitarinnar kostnað. — En vesalings börnin! Átti sveitin einnig að sjá fyrir þeim? Andrés gamli hristi höfuðið og horfði vandræða- lega á litlu gestina sina, sem störðu á hann, og allt umhveríis, stórum augum. Litla telpan kjökraði, en drengurinn sagði, að hér vildi hann ekki eiga heima — og hvað var orðið af Tómasi? Hvers vegna kom hann ekki? Þau, sem áttu að fara til Jóhanns frænda í stóra, ókunna landinu!

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.