Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 6

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 6
46 ÆSKAN Andrés skildi ekki almennilega, hvað þau sögðu. Mál þeirra lét í eyrum hans, eins og sambland af ensku og hollenzku. Og þvi litla, sem hann hafði kunnað i þessum málum, var hann að mestu bú- inn að gleyma. Það var svo langt síðan, að hann hafði verið i förum til annara landa. — En hann klappaði á glókolla þeirra og reyndi, svo vel sem hann gat, að gera þeim skiljanlegt, að Tómas gæti ekki komið. Þau yrðu aðeins að vera róleg, og þá skyldu þau einhverntíma komast til Jóhanns frænda. Börnin skildu, að minnsta kosti, svo mikið, að þessi gamli, kaldranalegi maður vildi þeim allt hið bezta. Litla stúlkan hætti að gráta, og þau urðu brátt frjálsmannleg og hughraust, einkum dreng- urinn. »Þú ert góður maður! Ertu það ekki?« sagði hann. Og þegar Andrés var of lítillátur til þess að vilja kannast við það, en hristi að eins höfuðið, þá sagði telpan: »Þú ert víst góður«. Litlu síðar var hún meira að segja svo djörf, að hún skreið upp á hnén á honum og klappaði honum á hrukkóttu vangana, með litlu feitu hend- inni sinni. Stormurinn hvein og æddi umhverfis kofann, svo dægrum skipti. Sandurinn smaug inn um allar rifur, glugga og gættir, og brimið ólgaði þrotlaust við ströndina. »Kemur sjórinn aftur og tekur okkur?« spurðu börnin óttaslegin. »Nei, hann nær ekki í ykkur hérna«, svaraði Andrés gamli, og þá hölluðu þau sér örugg upp að honum. En þegar aftur kom hægviðri, og sólin fór að skína, fóru þau með honum niður í fjöruna og tíndu skeljar og kuðunga og hlógu að öldunum, sem glettust við fjörusteinana. Hver dagurinn leið á fætur öðrum. Börnin voru á þeim aldri, að þau vöndust furðu fljótt lífinu í fátæklega kofanum — og undu þar vel hag sín- um. Og einbúinn var alveg forviða á því, hve dag- arnir voru fijótir að líða, síðan börnin komu til hans. Hann tálgaði handa þeim allskonar leikföng úr tré og sýndi þeim myndir í gömlum sögubók- um, sem langa Iengi höfðu Iegið uppi á hillu. — Og í rökkrinu sat hann með þau sitt á hvoru hné og sagði þeim sögur, eða hlustaði á barnslega masið þeirra. Þau höfðu átt heima í stórri borg með mörgum húsum og vögnum. En nú voru pabbi þeirra og mamma farin til Guðs, það vissu þau svo vel. — Tómasl Skyldi hann ekki vera farinn þangað líka, fyrst hann kom ekki? Já, Árni og Erna fengu að vera svo að segja eins og þau vildu. Það leit út fyrir, að þau hefðu eignazt bæði kofann og óskipt hjarta gamla mannsins. En þólt Andrés gamli fyndi, að erfitt mundi vera að lála börnin frá sér, þá sá hann, að svo búið mátti ekki standa. Hér var allt of einmana- legt fyrir þau, og auk þess álti hann oft fullt í fangi með afla sjálfum sér nægilegs viðurværis, en börnin mátti ekkert skorta. Nei, þau urðu að fara! Hann átti fjarskylda frændkonu, sem var gift malaranum og veitinga- manninum í Fjaltring. Þau voru vel efnum búin og áttu engin börn. Þessvegna hugkvæmdist And- rési að koma Árna og Ernu fyrir hjá þeim. Það gekk nu samt ekki sérlega vel. Þau vildu gjarna taka telpuna, en ekki drenginn. En svo var presturinn spurður ráða. Hann áleit, að það myndi vera synd að skilja börnin að. Varð það því úr, að þau fóru til veitingafólksins í Fjaltring, en sveitin ætlaði að gefa lítilsháttar með þeim. Andrés gamli átti erfitt með að sjá af börnun- um, en hann huggaði sig við það, að þeim myndi líða betur og fá betra uppeldi heldur en hann hefði getað veilt þeim. Það varð börnunum til nokkurs raunaléttis, þeg- ar þau urðu skilja við gamla vin sinn, hve allt var nýstárlegt fyrir þau, er þau komu til veitingahúss- ins. Nú leið óðum fram undir vor, og allt fór að grænka og gróa í sveitinni í kring. Þar skiptust á akrar og lynghæðir, lævirkinn sveif fagnandi í loft- inu bláu og tæru. Veitingakráin var í þjóðbraut. Þar var mikil umferð og gestagangur. Bændurnir komu þangað akandi í vögnum sínum, og allskonar varnings- menn komu þar með vörur sínar«. Gestirnir skröf- uðu og hlógu og fengu sér í staupinu inni á veit- ingastofunni. Hestarnir hneggjuðu óþolinmóðir fyrir dyrum úti. Piltar og stúlkur löbbuðu af stað á tréskónum sínum. Það var vissulega margt að sjá og heyra. — »AIstaðar eru þessir krakkar fyrir«, sagði veit- ingakonan. Hún var mjög dugleg og stjórnsöm, en ákaflega geðstirð, og hún ýtti börnunum frá sér, ef þau komu of nálægt henni. Húsbóndinn var góðlátlegri. Hann leyfði þeim stundum að koma með sér til mylnunnar. Það var svo fjarskalega gaman að sjá mylnuvængina hreyfast. Og það var gaman að koma alveg upp í mylnuna, gægjast út og koma svo aftuj hvítur af mjöli frá hvirfli til ilja. Erna var hálfhrædd, en Árni hló. Hann var mesti dugnaðar drengur, og gestgjafinn áleit, að hann myndi geta orðið að liði, þegar hann stækkaði.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.