Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 7

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 7
ÆSKAN 47 »Já, ef þessir angar gætu nú unnið fyrir mat sínum«, sagði konan. »En það verður nú held eg bið á því. Hún var ekki ánægð með að hafa þessa krakka í eftirdragi. Alltaf þurfti fólk, sem var á ferð, að fá að sjá þau. Það var svo einstakt, að þau skyldu hafa bjargazt úr heljargreipum hafsins. Og svo hristu menn höfuðin með meðaumkunarsvip og báðu guð að hjálpa sér, að þessir vesalingar skyldu vera bæði föður og móðurlausir í framandi landi. Svo dáðust þeir að þvi, hve frið þau væru og efnileg. Pað væri svo sem auðséð, að þetta ¦væru engin kotungabörn! Framh. Eg elska. Eg elska vorsins ylgeislana blíðu og unaðsríku fuglahljóðin skær, eg elska blómin yndislegu, friðu, og allt hið fagra, sem á jörðu grær. Eg elska blæinn, allar glaðar stundir þá eygló skín um bjartan sumardag. Eg elska himin, engi, fjöll og grundir, og aftankyrrð og fagurt sólarlag. Eg elska þann, sem gefur allt hið góða, já, geisla sólar, birtu kærleikans, og honum vil ég ljúfar þakkir ljóða og lof meö söng tíl dýrðarnafni hans. Hann, sem að verndar litlu býlin lágu, og landið kæra, bæði fyrr og síð, og gefur vor og björtu blómin smáu og blessar allt um lífs ókomna tíð. M. H. 0««i«oDe*iliiooDaeniooooo«9»o«enQ Barn sýnir hreysti. Gunna iitla í Laugarseli var II ára gömul. Pað var einn dag að hún álli að fara með bækur til næsta bæjar. Það var kominn þorri, og veðiið var mjög slæmt. Það hafði gert hríð um nóttina. Hún kveið fyrir þessu ferða- lagi. Nú þrammar hún af stað, með bækurnar í poka á bakinu. Þegar hún var komin nokkuð áleiðis, þuifti hún að fara yfir lágan háls. Þegar hún er komin upp á hálsinn, skellur á stór- hríð, svo litla stúlkan villist. Hún gengur dálitla stund, og er þá komin aftur á sama stað og hún var stödd á, er hríðin skall á. Hún varð þá hrædd mjög, en hugs- aði með sér, að nú væri annaðhvort að duga eða drepast. Hún vissi, að ef hún kæmist að túnhliðinu, þá væri hún viss. Það var stór steinn hjá brekkunni móti hliðinu, það vissi hún líka. »Æ, eg er svo þreytt, eg verð að hvila mig«, hugsaði hún og snaraði pokanum af sér og lagðist út af í snjóinn. Það sótti svefn að lillu stúlk- unni, en hún vissi að hún mátti ekkí sofna, því að það yrði sinn síðasti svefn. Hún stóð upp og gekk af stað aftur. Eftir litla stund var litla stúlkan enn komin á sama stað aftur. Þá lagð- •st hún niður og bað Guð að hjálpa sér. Og Iagði svo aftur af stað i þriðja sinn. Hún fann loksins stóra steininn og hliðið, og með herkjum komst hún heim að bænum. Henni var svo fylgt til baka daginn eftir, og hrósað mikið fyrir hugrekki sitt. Kjartan Hjálmarsson — 12 ára — Fjalli i Aðaldal. QmmmmomoooooommmmooomooooooooooooQ O00000O00OO0OO00O00O00O00O g ORÐSENDING g Ritstjóri „Æskunnnr", Margrét Jóns- dóttir, hefir í hyggju að gefa út ljóð- mæli sín i haust, eða fyrir jól i vetur. Trúlegt er, að ýmsir af lesendum »Æskunnar« vilji eignast bók þessa og stuðla að þvi, aö hún geti komizt á prent, með því að gerast áskrifendur að henni. Bókin verður 8 arkir í 8 blaða broti, prentuð á vandaðan pappír, og mynd af höfundinum fylgir. Hún verður mjög ódýr, kostar til áskrifenda, að- eins kr. 3,50 í kápu, en kr. 5,00 í góðu bandi. Útsölumenn, og aðrir, er vildu taka að sér að safna áskrifendum fá 20°/o sölulaun. Ritstjórinn væntir þess, að lesendur blaðsins taki vel undir þessa mála- leitan, og eru þeir, sem vilja sinna henni, beðnir að senda pantanir sinar sem fyrst, helzt ekki síðar, en í lok júlím., eða fyrir miðjan ágúst. Gleymið ekki að geta þess, hvort þið viljið hafa bókina i kápu eða bandi, og takið eftir því, að þið getið unnið fyrir henni sjáif, eða andvirði hennar, með því að safna aðeins 4—5 áskrifendum. — Utanáskrift ritstj. er: Margrét Jónsdóttir, Njálsg-ötn 74, Rrík. Ooec**toeoo*aooooiat«tiotoooook*eQ e o DÆGRADVÖL | o o> • 90 OOOOOOI ittioooeo«oeooootai*0 O«oeoooooooooooooooooooooooooooo oQ O o • S K R í T L U R | Kennari: »Hvað heita þrjú næringar- efni, sem okkur eru bráðnauðsynleg? Það var þögn í bekknum litla stund. En svo svaraði litil telpa: »Morgunverður, miðdagsverður og kvðldmatur«. Ráðningar á dœgradvöl í aprílblaði. Stafaliglar. B ú K H A R A G E 0 R G í A M A D E I R A H R E P P A R E G I P T A R S Ú D A V I K T J 0 R N E S Ö G U R H 0 A D G D I I B 0 R G Gátar. 1. Brandur. 2. Hjörtur. Felunafnavísur. Kvenmannanöfn. Guðrún, Halla, Geirþrúður, Guðlaug, Bára, Sigríður, Guðbjörg, Ásta, Guðriður, Guðleif, Helga, Sigþrúður. Karlmannanöfn. Þrándur, Helgi, Pórir, Sveinn, Þórður, Axe), Jón, Kolbeinn, Gísli, Magnús, Garðar, Hreinn, Gunnar, Sverrir, Bárður, Steinn. Gömul gáta. Dalur. Ráðningar á tveimur gátum í Októ- berblaðinu, er hefir gleymzt að birta fyrr i blaðinu: Kvenmannsnafn, föður-, afa- og bæj- arnafn: Björg Eyvindardóttir, Hjálms- sonar á Frostastöðum. — Þrjú hunda- nöfn: Boli, Bolli, Snati. O* •o

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.