Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 8

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 8
48 ÆSKAN (M alcLratfarlinn góhx* 1. Pétur hafði lagt járnbraut fyrir litlu eimlestina sína, úti í garðinum. Hann hafði búið til jarðgöng og sett upp merki, og við járnbrautina stóðu tindátar. Pað voru Arabar með vefjarhelti á höfðum og í hvítum skikkjum. Pétur hugsaði sér, að það væri járnbrautin yíir endilanga Af- ríku, sem hann hafði lagt. 2. Yfir skurð einn hafði hann byggt járnbrautarbrú, og nú þaut hrað- lestin af stað. Hún átti að fara frá Kairo til Höfðakaupstaðar. Pétur hafði lesið margar bækur um Afríku, bæöi skáldsögur og ferðaminningar, svo að hann sá það greinilega i hug- anum, hvernig járnbrautin átti að vera í raun og veru. 3. Og allt í einu virtist honum lestin verða geysistór. Hún óx í augum hans og varð eins og venjuleg járn- brautarlest. Hann stóð sjálfur bak við eimvagninn, klæddur hvitum einkennisbúningi, með hvítan, barða- stóran hatt á höfði. Lestin þaut með miklum hraða fram hjá smábæ einum í Sudan. 4. Lestin flaug áfram með hundrað kílometra hraða á Idukkustund. Og dagurinn leið óðíluga, unz komin var nótt, Nú fór hún yfir volduga brú, fram hjá háum fjöllum og yíir breiðar ólgandi ár. Stór fíll stóð og starði á járnbrautarlestina og Pétur veifaði glaðlega til hans. 5. En Pétur sá ekki, að galdrakarl- inn góði stóð ósýnilegur við hlið hans og brosti mjög ánægjulega. Pegar Iestin komst til Kapstaðar, þá varð hún að ofurlitlu leikfangi, og Pétur var í blómagarðinum heima hjá sér. Galdrakarlinn góði fór leiðar sinnar og kinkaði glaðlega kollinum. 6. Pegar Pétur var háttaður'þetta kvöld, stóð galdrakarlinn allt í einu í glugga- kistunni. »Nú þarf eg ekki að koma til þín oftar«, mælti hann, »því nú gelur þú sjálfur lifað þig inn í raunveruleik- ann«. Og siðan hvarf hann.— Núgeta lesendurnir reynt, hvort þeim í leikjum sinum tekstað faraeinsaðogPéturlitli. Kennarinn (í reikningstíma); Heyrðu, Gunnar, ef Kári gæíi þér þrjár kanínur— Gnnar: Kári á engar kanínur. Kennarinn (gramur); Pað er sama. Ef þú fengir þrjár hjá Kára og þrjár lijá Óla. Hve margar ættir þú þá? Gunnar: Sjö. Kennarinn: Dæmlaus slóði ertu að reiknal Gunnar: Eg á eina kanínu fyrir. HTfT* Minnist gjalddaga blaðsins, sem er 1. júlí. OooooooooooaooaooooooooooooooooooO Bókaútgáfa „Æskunnar": Sögur Æskunnar I. og II. h. Sögur og kvæði Sig. Júl. Jóhannesson, innbundið í gyllt band kr. 5,50. Sögur Æskunnar III. h. Ottó og Karl, innbundið í gyllt band kr. 3,00, í lakara bandi — 1,25. Sögur Æskunnar IV. h. Karen, inn- bundin í gyllt band kr. 3,50, í lakara bandi — 3,00. Bækur þessar fást hjá bóksölum. Ritstjóri: Margrét Jónsdóttir. lUkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.