Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1933, Qupperneq 1

Æskan - 01.07.1933, Qupperneq 1
XXXIV. árg. Reykjavík, júlí 1933 7. blað BARNABLAÐ MEÐ MYNDUM. EIGANDI: STÓRSTÚKA ÍSLANDS. ÁRNI OCi FRNA í (Framh.) Erfiðir dagar. Sumarið kom og leið og veturiun einnig. bau Árni og Erna voru búin að vera í Fjaltring í meira en heilt ár. En þeim leið þar ekki eins vel og hjá Andrési gamla. Þau liðu að vísu hvorki hungur né kulda — og þau voru hreinlega til fara — en enginn skipti sér af þeim, eða sýndi þeim blíðlegt viðmót. t*au urðu að sjá um sig sjálf að mestu leyti. Og ef þau hlýddu ekki þegar í slað því, sem þeim var skipað, eða ef þau voru með ærsl og hávaða, þá fengu þau harðar ákúrur og voru stundum barin. Ernu var hægt að beygja, en Árni lét ekki kúga sig. Það var ekki laust við að hann yrði dálitið þrjóskufullur af þessari hörðu meðferð. Og það kom fyrir, að hann sagði ósatt, til þess að koma sjálfum sér eða systur sinni undan refsingu, þegar þau höfðu gert eða sagt eitthvað, er þeim hafði verið bannað. »Þú verður lokaður inni í dimmu herbergi uppi Erna gœtiv fjár úli í liaga. á lofti, ef þú ert óþægur«, sagði húsmóðirin. »Og næsta sumar getur þú gætt kindanna úti í hagan- um, þá losnar maður við að hafa þig stöðugt heima við bæinn. »Eg vil miklu heldur fara til Andrésar gamla. Megum við Erna ekki fara þangað? Honum þótti svo vænt um okkur, og hann hvorki barði okkur né ávítaði.« »Jæja, einmitt það. Eg held, að það hefði verið bezt fyrir ykkur að vera þar kyrr. Pið eruð hvergi nema til þyngsla, flæk- ingarnir ykkar«, sagði frúin, því að hún var orðin reið. Árni leit á hana stóru, bláu augunum sínum, en þorði ekki að spyrja neins framar. En daginn eftir sagði hann við mölunar- piltinn, sem hann var oft með, og var honum mjög góður: »Heyrðu Jakob! Erum við Erna nokkrir ílæk- ingar?« »Og sussu,nei! Hvern- ig dettur þér það í hug?« »Húsmóðirin segir það. Og hún segir líka, að við séum til þyngsla.« Jakob blístraði. »Iværðu þig kollótlan um það, sem hún segir. Eg á ekki svo gott með að útsk^'ra þetta fyrir svona litlum snáða, eins og þér. En sumir eru

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.