Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1933, Blaðsíða 3

Æskan - 01.07.1933, Blaðsíða 3
ÆSRAN 51 Drengurinn starði óttasleginn á gestinn. »Gerðu svo vel, þú mátt gjarna fá það allt saman«, sagði hann og rétti manninum nestisbitann. En þegar hann sá, hve maðurinn gleypti matinn i sig með mikilli áfergju — og hve hann glotti illilega og skotraði augunum, þá tók hann tii fótanna og hljóp í burtu eins og fætur toguðu. Að hugsa sér, ef maðurinn léti sér ekki nægja matinn hans! Hann hafði áreiðanlega heyrt talað um, að til væru mannætur. Eftir á skammaðist hann sín fyrir þetta. Dug- legur drengur mátti ekki vera kjarklaus eins og stelpa! En í hvert skipti, sem hann minntist ljóta manns- ins, sem hafði haft út úr honum nestið hans, þá fekk hann hjartslátt. Hann var svo einmana og yíirgefinn. Það var eins og þungt farg legðist yfir litla barnshugann. Erna kom hlaupandi til hans svo oft sem hún sá sér færi. Hún færði honum oft matarleifar, eða einhvern góðan bita, sem vinnukonurnar höfðu laumað til hennar. Systkinin voru vön að skipta öllu jafnt á milli sín. Þá glaðnaði nú heldur yfir Árna litla. Þau settust á græna þúfu, héldust í hendur, mösuðu og hlógu og gleymdu mótlætinu. En þegar Erna kom heim aftur, fekk hún snupr- ur hjá húsfreyju. Hún sagði, að hún mætti ekki hlaupa svona út um allt og óhreinka fötin sín, hún væri orðin of stór til þess. Ef Erna fór að gráta, þá fekk hún stundum löðrung. »Húsmóðirin er of hörð við krakkaskinnin«, sagði vinnufólkið. »Það er bæði synd og skömm að vita til þess«. Og mölunarpilturinn, hann Jakob, hristi höfuðið. »Þetta er óhræsis skass«, sagði hann. »Það ætti að vera eg, sem væri húsbóndinn hér á heimilinu, þá skyldi kerlingarnornin fá fyrir ferðina«. Jakob hjálpaði börnunum oft i frístundum sín- um, einkum Árna litla. Honum blöskraði oft að sjá litla drenginn úti í haganum í illviðri. Stund- um fór hann til Árna í matmálstímanum, í stað þess að leggja sig. Jakob var líka bezti vinur Árna — hann gekk næst Ernu. — Drengurinn hljóp fagnandi á móti honum, og augu hans ljómuðu af gleði, er hann sá Jakob koma með pípuna sína í munninum og hendurnar í buxnavösunum. En Árni litli var nú samt ekki jafn glaðlyndur og frjálsmannlegur og áður. Það var gaman að hlusta á, þegar Jakob sagði frá. Sá kunni nú að segja sögur. Hann sagði þeim frá stóru skógunum inni i landinu, þar höfðu villi- dýrin haldið til í gamla daga, bæði bjarndýr, úlfar og villisvín. Og hann sagði þeim líka margar þjóð- sögur og æfintýri. Jakob hafði líka einu sinni verið hermaður og kunni frá mörgu að segja frá þeim líma, er hann var í herþjónuslu. Hann hafði verið í kóngsins Kaupmannahöfn, verið þar varðmaður, tekið þátt í heræfingum og gengið um í rauðum einkennis- búningi með silfurskærum, gljáandi hnöppum, með byssu um öxl. Hann hafði meira að segja séð kónginn sjálfan, sem bjó á sumrin í fallegri höll með stórum garði umhverfis. í garðinum voru tjarnir, og þar syntu mjallhvítir svanir. »Hafði kóngurinn kórónu á höfðinu?« spurði Árni. »0g sei, sei, nei; hann ber ekki kórónu hvers- dagslega«. »Situr hann ekki í hásæti heldur?« spurði Árni, og það mátti sjá vonbrigðin í svip hans. »Nei, það var víst í fyrri daga, sem slíkt tíðk- aðist«, hélt Jakob. »En stundum ekur hann í gullbúnum vagni um göturnar með fjórum eða sex hestum fyrir. Og á undan og eftir ríða hirðmenn í rauðum, gullsaum- uðum fötum. Og á torginu fyrir utan konungshöll- ina eru barðar bumbur og leikið á hljóðfæri«. »Þegar eg er orðinn stór«, mælti Árni, »þá ætla eg að ganga í þjónustu ko'nungscc. »Ó, já, það er nú ekki leikur allt saman. Þegar ófriður kemur, verður maður að fara í stríðið«. »Hetir þú farið í stríð, Jakob?« (Framh.). œv>a>>^a>v^®vv^eyw^j>v>*r-%íMíg>v*vs)vv®

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.