Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1933, Blaðsíða 4

Æskan - 01.07.1933, Blaðsíða 4
S2 ÆSKAN MAURABÚSTAÐUR Líklega hafa flestir af lesendum Æskunnar lesið eða heyrt sagt eitthvað frá lifi mauranna. En þar sem maurarnir eru ekki hér á landi og því ekki tæki- færi fyrir íslenzk börn að skoða bústaði þeirra, eða kynnast lifi þeirra af eigin sjón, þá þykir Æskunni rétt að flytja þeim mynd af »Maura- þúfu« og um leið segja lítið eitt frá þeim. Maurarnir (maurflugur) eru smávaxin skordýr, með bitmunn og stóra bitkróka. Nota þeir þá mest til að naga með og bera byrðar. Maurunum heíir löngum verið viðbrugðið fyrir það, hve starf- samir þeir eru. Skoði maður maura- þúfu, þá má sannfæra sig um þetta. Sumir starfa að því að laga og endur- bæta bústaðina, aðrir að því að safna fæðu til vetrarforða, og enn aðrir annast eggin og lirfurnar o. s. frv. Allir eru að starfi. Bústaðirnir eru hrúgur af mold, gömlu barri og stráum. Stundum eru það feysknir trjástúfar, eða þá að þeir grafa þá inn í þúfur. I bÚ3töðunum eru fjölda margir klefar og göng á milli þeirra. Hver klefi er ætlaður til sér- stakra nota, eins og þegar vér byggjum hús og ætlum eitt herbergi fyrir stofu, annað fyrir svefnherbergi, þriðja , fyrir eldhús o. s. frv. Stétta- skiptingin meðal mauranna er aðallega þessi: Drottn- ingar, karldýr og vinnu- dýr. Drottningarnar halda til í stærstu klefunum; sumir eru barnaherbergi, þar er eggjum mauranna klakið út. Við inngang- inn í maurabúið er stór forstofa, þar hafast við lif- verðirnir, búnir til orr- ustu, ef óvini ber að garði. Þá hafa þeir klefa fyrir kýrnar sínar, en það eru smá skordýr, sem heita blaðlýs. Blaðlýsnar gefa frá sér sætan vökva, þeg- ar maurarnir strjúka þá með fálmurunum. Þess- um vökva safna maur- Skýring á myndinni: I. Inngangur í maurabúið. — 2, Maur, á leið inn í búið. — 3. Hermenn á verði, búnir lil orruslu. — 4.-5. Hvilu- klefi fyrir vinnumaura. — (>. Borðslofa. — 7. Matargegmsla. — 8. Hermenn, búnir til að skipla við verðina i nr. 3. — 9. Aðselursslaður drottninganna. — 10. sFjósiða og klefi fyrir pá maura, sem gegma mjólkina úr blaðlúsunum. — II. Klefi, par sem blaðlýsnar eru mjólkaðar. — 1%—13. Klefar, par sem eggjum mauranna er klakið út. — Pi. Barnaherbergi. — 15.—76'. Velrarbúslaðir drotlninganna. arnir þannig, að þeir velja nokkra maura og láta þá drekka svo mikið af þessum sæta vökva, sem magi þeirra mest rúmar. Við þetta þenst mjög út afturbolur þeirra, og líta þeir út, sem væru þeir úttroðnir belgir. Halda þeir svo kyrru fyrir. Þegar hina maurana þyrstir, fá þeir sér sopa úr belgjum þessum. Maurarnir annast blaðlýsnar með mikilli umhyggju, láta þær fá hentuga fæðu, og halda klefum þeirra hlýjum og hreinum. Einstaka maur- ar láta sér ekki nægja, til drykkjar, hina hollu og óskaðlegu »mjólk«, sem blaðlýsnar gefa þeim. Þá langar í sterkari drykki, en þá fá þeir hjá svo- nefndri jarðlús. Á aftur- hol hennar eru nokkrir kirtlar, sem gefa frá sér sætan, og fyrir maurana, áfengan vökva. Þeir fá að drekka nægju sína í friði, en þegar þeir eru orðnir máttlausir og ósjálf- bjarga (drukknir), ráðast jarðlýsnar að maurunum, og eftir stutta stund er ekki annað eftir af þeim en þursogið hismi. Flestir mauranna eru það vitr- ir, að þeir forðast jarð- lúsina og þær afleið- ingar, sem of náinn kunn- ingsskapur við hana hefir í för með sér. 1 löndum eins og Ind- landi, Afríku og Suður- Ameríku eru til mjög stórir maurar, 3—4 cm. að lengd. Þeir geta verið hættulegir mönnum. Fara þeir oft um í stórum hópum, stundum 50—60 milljónir í hóp. Er þá ekki gaman að verða á vegi þeirra, þvi að þeir eira engu. Dæmi er til umþað, að farandmaurar í Suður- Ameriku fundu á leið

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.