Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1933, Blaðsíða 6

Æskan - 01.07.1933, Blaðsíða 6
54 ÆSKAN ra©***-©- f FIÓRIR K( ®-v»~t-C5 FJORIR KONGAR ÆFINTÝRI EFTIR CARL EWALD FRÍÐA HALLGRÍMS ÞVDDI Hvernig sem söngfuglinn söng fyrir unnustu sína, og hvað oft sem hann pikkaði í hana með nefinu, þá skipti hún sér ekkert af þvi, en sat þögul og starði alvörugefin út í loftið. »Ja, það er þetta hreiðura, sagði hún að síðustu. »Já, það er satt«, sagði hann áfjáður, eins og hann hefði aldrei hugsað um neitt annað. »Já — við verðum að flýta okkur, áður en vikan er liðin verða eggin komin«. Svo leituðu þau uppi stað, þar sem gott var að vera, og byrjuðu fyrir alvöru að vinna. En hvar sem þau fóru að leita að byggingar- efni, þar voru aðrir fuglar fyrir í sömu erindum. Ef þau ætluðu að ná í fjöður, sem barst með blæn- um, máttu þau herða sig, til þess að aðrir næðu henni ekki frá þeim. Ef þau náðu í fallegt langt hár, þá skyldi það ekki bregðast, að einhver reyndi að taka það frá þeim. Stundum fundu þau indælan, mjúkan mosa, en áður en þau varði voru nábúar þeirra búnir að ná i hann frá þeim. — Öll kær- ustupör skógarins voru nefnilega að útbúa hreið- ur sín. Loksins höfðu allir fuglarnir hreiðrin tilbúin. Enginn runni í skóginum var svo fátæklegur, að ekki leyndist þar hreiður. 1 hreiðrunum lágu eggin, og á eggjunum sátu litlu frúrnar. Þær litu í kring um sig, og leiðindin skinu úr dökku augunum þeirra. Með stuttu milli- bili komu menn þeirra heim með flugur og feita orma, alveg eins og þeir höfðu lofað. Á kvöldin sátu þeir allir hver við sitt hreiður og sungu svo viðkvæmt, að konur þeirra gleymdu leiðindunum og fannst indælt að lifa. En uppi í háu trjánum sátu krákurnar á eggj- um sínum, og á hæstu fjallatindunum áttu ernirnir hreiður sín. Allir voru önnum kafnir að búa til barnaföt. En heimilislifið var ekki alstaðar jafn skemmtilegt eins og í skóginum. Refurinn átti greni sitt lengst inni í jörðinni, Yrðlingar hans voru þar jafn öruggir eins og niðri í búrkistu ömmu sinnar. Hræddi hérinn fleygði ungum sínum niður í djúpan skurð, og hafði enga hugmynd um, hvar hinn ræktarlausi faðir þeirra hélt sig. Gaukurinn flaug órólega um skóginn og laum- aði eggjum sínum í hreiður annara fugla. Hann var mjög sorgbitinn af því, að hann gat aldrei eignazt hreiður. Sniglinum leið engu betur, því að hann gat ekki gert annað fyrir eggin sín, en að grafa holu i jörð- ina og láta þau þar í, og fela þau Guði og lukkunni. Hjá litlu músunum voru allar stofur fullar af agnarlitlum, blindum grislingsbörnum. En þar vant- aði nú ekki umhyggju foreldranna. Öðruvísi var það með hana frú moldvörpu, sem bjó niðri í jörðinni. Hún varð nú að eta mann- ræfilinn sinn strax og hún sté af sæng, til þess að hann æti ekki börnin þeirra í aukabita. En mýflugna-makarnir dönsuðu áhyggjulausir í kvöldsvalanum, eins og þeir hefðu ekkert þarf- ara að gera, meðan konur þeirra verptu eggjum í vatnið, auðsýnilega í illu skapi. Froskurinn sat á skurðbakkanum, hryggur og reiður yfir Ijótu börnunum með langa halann, sem hann hafði eignazt. Og sólin skein og regnið draup. Frú moldvarpa vann á við tvo. — Hérinn ól unga sína á mjólk, svo að þeir gætu orðið stórir og flýtt sér að flýja refinn og örninn. — Gaukurinn grét burt sorg sína milli trjágreinanna. — Mý- flugan lét eggin sín sigla sinn eigin sjó, hún gat, hvort sem var, ekkert fyrir þau gert. Svo flaug hún beint inn í eyrað á hirtinum og fékk sér dropa af blóði. En Suðri konungur kom til þeirra allra. Hann gleymdi ekki litlu mýflugunni eða minnsta blóm- inu á enginu. »Þetta er ágætt«, sagði hann. Eftir því sem dagarnir liðu, varð purpurakápan hans rauðari, gulibeltið glóði enn skærara, og rauða rósin í belti hans varð yfirnáttúrlega fögur. Allt í einu kvað við skerandi neyðaróp inni i skóginum. Allir héldu niðri í sér andanum, til þess að vita, hvað á gengi. Það var gömul, kræklótt eik, sem stóð inni á milli ungra, fallegra beykitrjáa. x>Suðri konungur, komdu og hjálpaðu mér!« hrópaði hún. »Sérðu ekki, að beykitrén ætla að kæfa mig? Að tveimur árum liðnum er eg dauð og grafin í skugga þeirra«. »Eg sé það«, svaraði Suðri konungur rólega. »Þú sérð það?« æpti eikin og hristi sorgmædd gömlu greinarnar. »Þú sérð það og hjálpar mér ekki? Hvílíkur konungur. Guð hjálpi mér! Öðru- vísi var konungur vorsins. Það var ekki til í skóg- inum svo gömul og fúin grein, að hann gæfi henni ekki nokkur græn blöð«. En Suðri konungur horfði kæruleysislega á gömlu, deyjandi eikina. Framh.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.