Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 2

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 2
58 ÆSKAN ÁRNI OG ERNA •**•«**($)+****•($) (Framh.) »Ekki alveg beinlínis. En maður heyrir og les nú sitt af hverju. Það er nú ekki skemmtilegt að ráð- ast á meðbræður sína og skjóta þá eða stinga, þó að þeir séu aldrei nema óvinirnir«. »En þegar menn eru vondir og kvelja okkur og gera okkur mein, eins og tröllin og óvættirnir í sögunum, heldurðu þá, að það sé synd að drepa þá?« spurði Jakob. »Hamingjan sannal Já, vissulega er það synd. Illþýðið í sögunum og æfintýrunum, drengur minn, það er dálítið annað. Það hyski er nú hvergi til i raun og veru, nema 1 sög- unum. En það er nóg af vondum mönnum í veröld- inni, og þó að þeir geri okkur illt, þá höfum við samt sem áður ekki leyfl til að drepa þá. Þeir fá sína hegningu samt, býst eg við«. Húsfreyju var ekki mikið um það gefið, að Árni legði lag sitt við Jakob. Hún gat að vísu ekki lagt blátt bann við þvi, en hún sýndi Árna meiri og meiri hörku, svo að hann gat hvorki setið né staðið eins og henni líkaði. »Ó, að við gætum komizt í burtu héðan, langt, langt í burtu«, sagði Árni eitt kvöld við Ernu. Þá leið þeim svo hræðilega illa. Þau höfðu bæði verið flengd. Erna hafði verið svo óheppin að brjóta fal- legan postulínsbolla, og Árni hafði komið of seint heim með féð um kvöldið. Hann hafði misst tvö lömb úr hjörð sinni og hafði verið lengi að leita þeirra. Erna horfði fyrst hálfvandræðalega framan í bróður sinn, svo kinkaði hún kolli og sagði: »Eigum við ekki að strjúka burt, Árni, og reyna að komast til Andrésar gamla í kofanum? Heldur þú ekki, að við mundum rata þangað?« Árni var ekki alveg viss um það. En ef Jóhann frændi þeirra í Ameríku kæmi að sækja þau? En auðvitað gat hann ekki vitað, hvar þau voru nið- Einn dag var Árni barinn. urkomin. Ef til vill var hann líka dáinn og kom- inn til guðs, eins og pabbi þeirra og mamma. »Er langt til Ameriku?« spurði Erna. »Já, það er voðalega langt, segir Jakob. En þegar eg er orðinn stór, þá ætla eg að fara þang- að og taka þig með mér — og þá er eg viss um að okkur líður vel«. Og svo hjúfruðu börnin sig hvort upp að öðru, þar sem þau lágu í ofnskotinu og horfðu inn í glæðurnar, þangað til húsfreyja kom og rak þau til þess að fara í rúmið. III. Ovæntir vinir. Og árin liðu. Þótt börnin ættu við erfið kjör að búa, döfnuðu þau og stækkuðu, einkum Árni. Þau voru nú 10 eða 11 vetra gömul og voru byrjuð að ganga í skóla. En þau áttu einnig að vinna, svo mikið sem þau gátu. Gamli barnakennarinn i þorpinu var orðinn sjón- dapur og heyrnarlítill, og börnin lærðu ekki mikið bjá honum. Hann hlustaði á þau hálf-sofandi, meðan þau þuldu lexiurnar, hvert á fætur öðru. Við og við rankaði hann við sér, þegar masið varð alltof hávært. Þá barði hann í borðið og skipaði þeim að þegja. Stærstu strákarnir grettu sig og skældu, þegar hann sá ekki til þeirra, og þegar hann leit svo reiðilega í kringum sig og spurði, hvað flissið og fíflalætin ættu að þýða, þá vörpuðu þeir sökinni á yngri drengina. Árni var oft tilnefndur, sem einn spellvirkinn, og fékk hann þá stundum að kenna á vendinum. Það var nú einu sinni svo, að tökubörnin í veit- ingahúsinu voru útlendingar í augum þorpsbarn- anna. Og þeim var oft og iðulega strítt. Einkum höfðu drengirnir gaman af að erta Árna og egna hann til áfloga, því að hann var nokkuð uppslökkur. Sumar eitt komu langferðamenn til veitinga- hússins. Það voru efnuð hjón úr höfuðborginni. Frúin var eitthvað heilsutæp og ætlaði að safna nýjum kröftum og reyna að fá bót meina sinna í hinu hreina sjávarlofti, þarna á Jótlandsströndinni. Það var hæglát kona og góðleg, og bóndi hennar, Rönne umboðssali, var gerðarlegur karl, glaðlyndur og mjög nærgætinn við konu sina. Þau hjónin höfðu misst öll börnin sín þrjú fyrir nokkrum árum, úr illkynjaðri skarlatssólt, og var það, eins og geta má nærri, djúp sorg fyrir þau, sem erfitt var að lækna. Hjón þessi höfðu tekið herbergi á leigu í Fjalt- ring veitingakrá í tvo mánuði, og leit út fyrir, að þau yndu þar vel hag sinum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.