Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 7

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 7
Næsta morgun hófst sami bardaginn í dalnum, enn æstari en nokkru sinni áður. AUir fuglar skóg- arins og öll blómin á enginu höfðu heyrt, hvað konungur sumarsins hafði sagt, og þau höfðu skilið það til fullnustu og fest það sér í minni. Allir vissu, hvað var í veði, og voru reiðubúnir að berjast fyrir lífinu. Aldrei höfðu fuglarnir verið jafn einhuga við veiðarnar. Aldrei höfðu blómin verið jafn skraut- leg og ilmað jafn vel. Músin og moldvarpan grófu sundur jörðina, þvert og endilangt, af mesta kappi. Hjörturinn leitaði að nýju grasi. Beykið skaut nýjum öngum i stað þeirra, sem aldinborrarnir höfðu etið. þúsundir af lifandi verum dóu, en enginn tók eftir dauðastunum þeirra, þeir, sem lifðu, höfðu svo hátt og voru svo önnum kafnir. Það var eins og lífið yrði öflugra, því fleiri sem dóu. Ungar söngfuglanna hoppuðu út úr hreiðrunum og flögruðu á milli greinanna. Krákubörnin görg- uðu í trjátoppunum. Ungu ernirnir reyndu vængi sína efst uppi á fjallagnípunum. Froskuriun gat glatt sig yfir þvi, að börnin hans löguðust með aldrinum. En svo át storkurinn þau. Aldrei hafði verið jafn miluð af íiski í sjónum, aldrei höfðu blöð beykitrésins verið jafn breið, runnarnir aldrei jafn þéttir, og blómin aldrei eins mörg. Konungur sumarsins stóð í miðju hinu volduga riki sínu, hár og beinn, frá honum stafaði líf og kraftur, meiri en nokkru sinni áður. »Þetta líkar mércr, sagði hann. Svo kom kveld. Iírákurnar flugu heim úr sam- komustað sínum, gömlu, dauðu eikinni. Smáfuglarnir hófu aftansöng sinn, en þeir sungu ekki lengi, af því að þeir voru þreyttir. Blómin lokuðu krónum sínum, og býflugurnar hlúðu að híbýlum sínum. Næturfiðrildið sveif á silkimjúkum, gráum vængjunum. Stjörnurnar blikuðu fleiri og fleiri, stærri og stærri. Þokan kom í hægðum sinum, hlustaði og skimaði í allar áttir. Þegar allt var orðið kyrrt, kom hún þjótandi, hvít-grá og hljóðlaust. Stundum lá hún róleg og dreymandi, stundum dansaði hún töfradans yfir akra og engi. Hún gægðist inn í skóginn, þar sem linditréð angaði, og sveif niður að fljótinu, sem rann þunglamalegt út í rökkurmóðuna. Allt í einu heyrðist fagnandi rödd hljóma gegn- um dalinn. »Gitte, gitte, gitte gi.« Þokan nam staðar og hlustaði. Fuglarnir opnuðu svefnþrungin augun og svöruðu með veikum tón: »Gitte, gilte, gitte, gi.« VORIÐ Vorið sezt á veldissiól, vakna blóm af dvala, á himinboga hœkkar sól, hhjir vindar svala. Fuglar þreyla ftugið þétt, úr fjarlœgð komnir ajtur, harpan þeirra hljómar létt, himinborinn kraftur. Lóan syngur Ijóðin sín, litlir þrestir kvaka, bráðum kemur krían mín og kjóarnir til baka. Grœnkar fold við gróðraskúr, gleðibrosin Ijóma, lífið fer að leysast úr löngum vetrardróma. í apríl 1933. L Sigursveins. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Það var næturgalinn sem söng: »Töfrum fyllast tónar heitir. Tíminn líður fljótt, þegar gnótt af gleði veitir, gullhærð sumarnótl. Reyni faðmar rökkurmóða, roðna aftan-ský. Kyssir laufið græna, góða golan mild og hlý. Neðst í byggð og hátt til heiða hljóma kvæði ný. Hjörtun íull af ástarunað. Augun björt og liiý. Sölnar skógur. Sumar kveður. Sundur strengur hrökk. Dpp úr hverjum blómabikar, berst því ástar þökk.« (Framh.).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.