Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1933, Blaðsíða 2

Æskan - 01.09.1933, Blaðsíða 2
66 Æ S K A N FJÓRIR KÓNGAR ÆFINTÝRI EFTIR CARL EWALD FRÍÐA HALLGRÍMS ÞÝDDI 9<«M® Haust. Nú vaxa berin um völl og hól og víðilaufið fær brúnan kjól. Nú lækkar bráðum á lofti sól. Lokastríð blómin heyja. Alltaf er einhver að deyja. Efst uppi á vesturhæðunum stóð konungur haustsins og horfði alvöruþrungnum augum yfir landið. Hár hans og skegg var farið að grána, og í enni hans voru hrukkur. En samt sem áður var hann fríður, sterkur og beinn. Kápan hans flögr- aði fyrir vindinum, skínandi rauðbrún og gulgræn. í hendinni hélt hann á horni sínu. Viðkvæmt bros lék um varir hans, meðan hann stóð og hlustaði. Svo leit hann upp, hóf upp hornið og blés af afli: »Lútið þið hausti, lengur fæst ei ró. Vindur, feyk þú laufi um fölnaðan skóg«. Öll trén í skóginum skulfu. Þau vissu ekki sjálf af hverju. Fuglarnir hættu að syngja og titruðu af ótta. Hjörturinn reisti höfuðið og hlustaði, og rauðu blöðin fuku af draumsóleynni. En hærra uppi í fjöllunum og á fáskrúðugum holtunum blómstraði lyngið fagurrautt. Fuglarnir yfirgáfu fölnuð blómin og földu sig í lyngbreiðun- um. Þá tók konungur haustsins hornið aftur og blés: »Nú hundrað þúsundir lita ljóma. Lofið þið haustsins veldi! Loftið er eins og logandi bál af ljómandi sólareldi. En Vetur liggur í leyni. Hann verður ljósinu löngum að meiniw. Konungur sumarsins stóð hreyfingarlaus, þar sem hann var kominn, og leit til vesturhæðanna. Kon- ungur haustsins tók hornið frá munni sér og hneigði sig með lotningu fyrir honum. »Vertu velkominn!« mælti Suðri konungur. Hann gekk eitt skref á móti honum, en konung- ur haustsins kom alla leið niður hæðirnar og hneigði sig aftur með mikilli lotningu. Hlið við hlið gengu þeir saman yfir dalinn. Svo mikinn Ijóma lagði af Suðra konungi, að enginn tók eftir að konungur haustsins var með í förinni. Tónarnir frá horni hans dóu út í geimn- um, allir höfðu nú náð sér eftir fyrsta óttann. Trén, blómin og fuglarnir voru nú aftur komin til sjálfs sin og byrjuð á sínum vanalega söng, suði og baráltu. Áin rann, það þaut í sefinu og býflug- urnar drukku sig reglulega glaðar í lynginu. En sjá! Þar sem konungarnir höfðu numið staðar á göngu sinni gegnum dalinn, þar hafði laufið fölnað þeim megin, sem konungur haustsins stóð, og eitt laufblað fauk að fótum hans. Næturgalinn söng ekki Iengur, þótt kvöld væri komið. Gaukurinn flögraði órólegur um skóginn. Storkurinn teygði sig upp úr hreiðrinu og starði í suðurátt. En konungarnir tóku ekki eftir því. »Vertu velkominn, manstu eftir loforði þínu?« sagði konungur sumarsins. »Eg man það«, anzaði hinn. Suðri konungur stóð og horfði yfir riki sitt, þar sem allt var að verða kyrrt og þögult. »Heyrir þú til þeirra?« spurði hann. »Allt á það að deyja, en það veit það ekki. Gættu þeirra vel«. »Eg skal gæta barna þinna«, sagði konungur haustsins. »Varlega skal eg vekja þau, sem dreymir. Með varúð skal eg skal breiða yfir þau, sem eiga að sofa I moldinni. Þrisvar skal eg gera þeim að- vart áður en Vetur konungur kemur«. »Gott er það«, svaraði Suðri. Stundarkorn gengu þeir þegjandi. Nóttin var að skella á. »Blöð draumsóleyjarinnar fuku, er þú blést i horn þitt«, mælti Suðri konungur. »Sum af börn- um mínum munu deyja, samstundis og eg sleppi völdum. Næturgalann, gaukinn og storkinn tek eg með mér«. Aftur gengu konungarnir hljóðir. Allt var hljótt, að eins uglan vældi inni í gömlu, dauðu eikinni. »Þú skalt senda fugla mína á eftir mér«, sagði Suðri. »Eg skal engum þeirra gleyma«, svaraði kon- ungur haustsins. Þá veifaði konungur sumarsins hendinni i kveðjuskyni og bauð Vestra að taka við völdum. »1 nótt fer eg úr landi«, sagði hann. Enginn skal vita það, nema þú. Andi minn skal enn um stund svífa yfir dalnum, svo að þeir, sem þú flytur dauða, finni minna til hans. Og seinna, þegar eg er kom- inn langt burtu og vald mitt er gleymt, þá skal minningin um mig vakna með sólskinsdögunum«. Svo hvarf hann út í nóttina. Og á sama augna- bliki hófu storkurinn, gaukurinn og næturgalinn sig til flugs með unga sína, og hurfu sjónum. Loftið bifaðist af vængjatökum. Söngfuglarnir sátu saman tveir og tveir við tóm hreiðrin. »Manstu eftir þegar eg bað þín?« sagði einn. Eg hafði skreylt mig eins og bezt eg kunni, og þú varst svo indæl. Beykið var orðið laufgað, og aldrei

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.