Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1933, Blaðsíða 4

Æskan - 01.09.1933, Blaðsíða 4
68 Æ S K A N Nú dvelur Simba í dýragarði Hagenbecks í Stellingen og lifir tilbreytingarlitlu lifi. Simba er ekki ungur framar. Blóðið ólgar ekki lengur í æð- um hans, og augun leiftra ekki eins og forðum. Svipur hans ber vott um rólega auðsveipni, og hann er spakur, að minnsta kosti svo spakur og vel taminn sem margra ára fangavist getur gert þann, er fæddur er frjáls og óháður, en snemma hefir verið vængstýfður. Simba var aðeins fjögra mánaða gamall, er hann í siðasta sinni rölti á eftir gamla ljóninu, honum föður sínum. Þeir löbbuðu í hægðum sinum yfir viðáttumiklar slétturnar, er liggja margar mílur fyrir norðar og vestan Kilimandscharo. Þeir stefndu að hinum niðandi fljótum. t*ar í sefinu, við íljóts- bakkana, áttu margar feitar og gómsætar villiendur hreiður sín. Simba var aðeins fjögra mánaða gamall, þegar hann í fyrsta sinni lét undan þeirri óviðráðanlegu löngun, er svo snemma brann í brjósti hans, að hætta sér einsamall út í rannsóknarför. Það var svo ótal margt að athuga. En Simba komst aldrei langt. — — — Tveir menn höfðu falið sig í kjarrinu skammt frá og biðu færis. Það voru tveir af þessum hættu- legu óvinum, sem faðir Simba hafði svo oft varað hann við. Tveir veiðimenn með skotvopn sín, til- búnir til þess að miða þeim, — þessi vopn, er höfðu lagt svo mörg hraust Ijón að velli. En þeir þurftu ekki á vopnum sínum að halda, til þess að vinna á Simba, því að hann labbaði í einfeldni sinni beint niður í gildruna, sem þeir höfðu búið honum. Það var ferhyrndur kassi, er hafði verið látinn niður í stóra gryfju og hulinn með þunnu lagi af laufi og grasi. Svo einföld og blátt áfram var gildra sú, er Simba hafði fallið í. En hann mátti sjálfum sér um kenna. Ef hann hefði hlýtt betur hinum góðu ráðum föður síns og þefað vandlega í kringum sig, þar sem hann gekk í grasinu, þá hefði hann áreiðanlega fundið mannaþef. Og þá hefði hann ef til vill getað umflúið örlög sin. Nú heyrðist aumkunarlegt neyðaróp hljóma út yfir sléttuna. Það barst líka til eyrna foreldra Simba. En þau komu of seint þangað, sem hin lævisa gildra hafði verið búin syni þeirra. Þau fundu gryfjuna tóma, og upp úr henni lagði þefinn, sem var eins og síðasta kveðja frá litla ljónsunganum. Tæpri viku síðar var Simba vel geymdur í kass- anum, kominn um borð í gufuskip, er var á leið til Evrópu. Þegar þeir félagar komu til veitingahússins, er þeir ætluðu að dvelja í, var nafn Simba ekki skrifað í gestabókina, sem er þó venja, þegar nýir gestir flytja inn í veitingahúsið. Simba fékk auðvitað sitt herbergi. En það var hvorki veitingamaðurinn né þjónar hans, er vísuðu honum á það. Líklega hefðu þeir þakkað fyrir, ef þá hefði grunað, hvað stóri kassinn hafði að geyma, er nýju gestirnir tveir létu sér svo annt um. Kass- inn, sem var ekki opnaður, fyrr en öllum dyrum hafði verið vandlega læst og lokað, og þeir voru komnir með hann inn í innsta herbergið á íbúð þeirri, er þeir höfðu fengið í veitingahúsinu. Yeiðimennirnir tveir gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að varðveita leyndarmálið. En það komst nú samt upp, og það allt öðru visi en nokkurn hefði getað grunað. Um langan tíma hafði borið mikið á svokallaðri »hótelrottu« í gistihúsinu. Þeir, sem vanir eru að dvelja í gistihúsum, vita vel, hvað þessi rottugangur er, og við hin höfum einnig heyrt getið um það, að slundum setjist einhver að í gistihúsunum í

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.