Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1933, Page 2

Æskan - 01.10.1933, Page 2
74 Æ S K A N Nú er sumarið senn liðið og vetur ggngur í garð. Fiestir sakna sumarsins, sem vonlegt er. Það er mikill munur á heiðbjörtum vornóttum og hlýjum sumardögum — og skammdegismyrkrinu með kulda og hríðar. En veturinn hefir samt margt til síns ágætis eins og þið vitið. Það er svo sem ekki alltaf kuldi og hríð á veturna. Nei, eg er viss um, að þegar þið heyrið veturinn nefndan, þá munið þið bezt eftir spegilskærum skautasvellum og góðum sleða eða skíðabrekkum. Þið munið eftir heiðskirum, stjörnu- björtum vetrarkvöldum með glampandi norður- ljósum, og svo munið þið líka eftir snjóhúsum og snjókerlingum og ótal mörgu öðru, sem ykkur þykir skemmtilegt. Og liklega hvarflar hugur ykkar flestra til skólanna. Brátt taka skólarnir til starfa, bæði til sjávar og sveita. Nú á dögum fá öll börn á Islandi að ganga í skóla, þau fá tækifæri til þess að læra margt, bæði til munns og handa, og með hverju ári sem líður, er meira og meira gert fyrir börnin í skólanum. Þau fá að læra leikfimi, sund og aðrar iþróttir. Töluvert algengt er það orðið, að kennarar fari með börnin skemmtiferðir, einkum á vorin, til þess að skoða einhverja fagra staði í nágrenninu, eða lengra burtu. Á veturna fá börnin stundum að halda skemmtanir í skólunum og bjóða foreldrum sinum og systkinum. Þau koma þá fram sjálf og skemmta með því að leika, lesa upp, syngja og dansa o. fl. Þetta er allt gott og nauðsynlegt, og mikil breyt- ing til batnaðar frá þvi, þegar fjölda mörg börn fengu aðeins að læra að lesa. Allt annað urðu þau að reyna að læra af eigin rammleik, tilsagnarlaust. Það eru enn til margir menn og konur hér á landi, sem lært hafa skrift og reikning svo að segja hjálpar- laust. En náttúrlega voru það aðeins þeir nám- fúsustu, er þetta gerðu. Hinir lærðu ekki annað en »kverið« og ef til vill nokkurnveginn að lesa. En börnin mín góð! Eg er ekki viss um, að þið kunnið nógu vel að meta þau tækifæri, sem ykkur bjóðast, til þess að fræðast og menntast. — Nú er nýtt skólaár að byrja. Reynið að notfæra ykkur þann dýrmæta tíma sem bezt. Það verður aldrei aftur tekið, ef skólatíminn er illa notaður, og þið eigið áreiðanlega eftir að iðrast þess stór- lega seinna meir, ef þið gerið það. Og eitt langar mig til að segja við ykkur. I þessu blaði hefir oft verið minnzt á það við ykkur, hve áfengis- og tóbaksnautn er hættuleg, bæði fyrir heilsu og líf hvers manns og einnig fyrir fjárhag hans og afkomu. En sjaldnar hefir verið talað um það, sem svo oft á bernskuárunum er undanfari þessara skaðlegu nautna. — En það er sælgætisátið. Varið ykkur á því, börnin góð. Eg veit, að þessi löstur er áhyggjuefni margra barnakennara hér í Reykjavík og í öðrum kaupstöðum. Og sælgætisát hjá börnum er oft löstur, sem á unglingsárunum skiptir um ham og breytist í tóbaks og áfengis- nautn. Það er heldur hollara fyrir ykkur að kaupa mjólkurglas fyrir aurana, sem mamma gefur ykkur, áður en þið farið í skólann, eða þá að geyma þá, ef þið eruð ekki svöng. Helzt ættuð þið ekki að fara með neina aura, en fá heldur brauðbita með ykkur, það er hollara en að kaupa sætar kökur í brauðsölubúðunum. Varið ykkur á sælgætinu! Það eyðileggur tennur og maga. Það kostar mikla peninga, sem þarfara væri að nota til annars, og það er raunalega oft upphaf að þeim hræðilega lesti, ofdrykkjunni, sem eg veit, að þið eruð mér öll samdóma um, að ykkur beri að forðast. Notið veturinn er í hönd fer, sem bezt. Gleðjist yfir öllum þeim leikjum og allri þeirri ánægju, sem hann hefir að færa ykkur, og reynið að láta ykkur fara fram bæði við skólanámið og í öllu öðru sem gott er og fagurt. M. J. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQOOOOO Soldán nokkurn vantaði ráðvandan mann, til þess að láta hann krefja skatta í ríki sínu. Vitrasti ráðgjaíi sold- ánsins gaf honum pað ráð, að hann skyldi láta boð út ganga um petta og bjóða öllum, er vildu taka penna starfa að sér, að koma til hallarinnar. »Eg skal segja pér, hver er ráðvandur, pegar pú heflr skipað peim að dansa«, sagöi ráðgjaflnn. Umsækjendurnir komu, og var peim boðiö að ganga á fund soldáns, einum i livert sinn. Urðu peir að fara í gegnum aimman og auðan gang. Pegar allir voru komnir inn og stóðu fyrir framan hásæti soldáns, sagði hann: »Vinir mínir! Mér mundi pykja mjög gaman að pvi, að sjá ykkur alla dansa«. En allir neituðu, og margir roðnuðu og afsökuðu sig, nema að eins einn maður. Hann dansaöi bæði vel og lengi og var hinn ánægðasti. »Þetta er ráðvandi maðurinn«, sagði ráðgjaflnn og benti á pann, sem liafði dansað. Hinn vitri ráðgjafi hafði látið poka fulla af peningum inn í ganginn, er peir purftu að fara í gegnum inn til soldánsins. Allir óráðvöndu mennirnir höfðu fyllt vasa sína með peningum á lciöinni, og ef peir hefðu dansað, hefði hringlað í peninguuum í vösum peirra, og pess vegna neituðu peir að dansa, OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.