Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1933, Blaðsíða 3

Æskan - 01.10.1933, Blaðsíða 3
ÆSKAN FJÓRIR KÓNGAR | ÆFINTVRI EFTIR CARL EWALD 7 FRÍÐA HALLGRÍMS ÞÍDDI i ® 8-vcV® Haust. En blöðin féllu stöðugt. Þegar þau féllu af grein- unum, svifu í loftinu og féllu til jarðar, andvörp- uðu þau hljóðlega, svo skógurinn endurómaði af lágum sorgþrungnum ómi. En þetta gat enginn heyrt nema sá, er hafði séð sinar eigin vonir verða að engu. Næsta morgun Ijómaði allt í ennþá sterkari lit- um og hló móti sólunni fegurra en nokkru sinni áður. Á hverjum degi breytti eikin og beykið ein- hverju í búningi sínum. Lautin fuku frá einu trénu til annars, svo að allt var á ringulreið. Iírákurnar görguðu svo ógur- lega i gamla eikarstofninum, þrestirnir flögruðu, spörvarnir görguðu. Vindurinn hljóp frá einum til annars og örvaði gleðina. En sólin horfði milt og brosandi á allt saman. Konungur haustsins kinkaði ánægjulega kolli og lét marglitu kápuna sína blakta fyrir vindinum. »Eg er valdaminnstur af oss fjórum konungun- um, það getur varla heitið, að eg ráði mínu eigin ríki«, sagði hann. »Eg verð að lúta tveimur ráð- ríkum konungum og gera báðum til hæfis. En eg hefi þó nóg vald til þess að gleðja ykkur öll í nokkra daga«. Svo byrjaði hann að blása í horn sitt: »Til veizlu er gengið. Nú er grímudans haldinn í skógi. Grænu laufin blikna, pegar skyggja fer. Horfið cr sumar, hélan pekur engið. Húrra! fyrir vetrinum og mér. Blóm eru blaðasnauð. Bjarkirnir titra af kviða og harmi. Burtu er svifinn sumarfugla her, horfið er fiðrildi, fluga sérhver dauð. Fagnið pið vetrinum og mér! Húmblæja hylur jörð, heyrist ei lengur glaðværra radda kliður. Gulnuðu Iaufin munu gleymast, hvar sem er. Helja grimmlynd heldur um dalinn vörð. Húrra! fyrir vetrinum og mér!« En mitt i þessum ys og þys, þegar landið var fullt af allskonar hljóðum og hávaða, eins og á beztu dögum sumarsins, þá voru það kirsuberja- tréð og jarðarberjaplantan, sem gleymdu tímanum. Þeim fannst sólin skína svo yndisleg og heit, og svo fannst þeim allir vera svo glaðir. Þá gleymdu þau stað og stund og blómguðust á nýjan leik. Pau opnuðu gætilega hvítu krónurnar, en fóru strax að skjálfa, því að það var kaldara en þau höfðu haldið. Þegar litlu, hvítu blómin breiddu úr sér í morg- unsólinni, hlógu öll trén í skóginum að þeim. Krákurnar duttu til jarðar af hlátri, öllum fannst þetta það fyndnasta uppátæki, sem þeir höfðu þekkt. Býfluga ein, sem var heldur sein í tíðinni rak upp sex þúsund stór augu og fékk slag, af því hún hélt, að hún væri búin að missa vitið. Konungur haustsins leit á blómin með tárvotum augum og hristi höfuðið. »Vesalings litlu flónin«, sagði hann hryggur. En vafningsviðurinn vafði þau örmum og sagði að þau væru yndisleg. Blómin uxu og döfnuðu og komu jafnvel með örsmá græn ber. Þegar hinir sáu þetta hættu allir að hlæja og fóru að hugsa alvarlega um þetta. Sum af trjánum fóru að athuga búning sinn, sum voru ennþá furðu græn, önnur fyrirurðu sig fyrir, hvað þau voru fátækleg. Gamli froskurinn sagði allt í einu: »Kvak kvak!« en varð sjálfur svo hræddur, að hann steyptist á höfuðið ofan í tjörnina. En eikin hristi af sér hóp af brúnum blöðum, en hélt dauðahaldi í þau grænu. »Það er kannske mögulegt*, sagði hún við sjálfa sig og kom í sama bili út með þrjá nýja brum- hnappa. Næslu nólt gekk mikið á uppi á fjallatindunum, þar sem snjórinn lá sumar og vetur. Það var áreið- anlega óveður í aðsigi. Trén stóðu óttaslegin. Krákurnar þögnuðu. Vind- urinn hélt niðri í sér andanum. Iíonungur haustsins hlustaði. »Ertu ferðbúinn?« æpti dimm rödd gegnum myrkrið. Vestri konungur leit upp og mætti ísköldum augum Vetrar. sGleymir þú samningunum?« spurði Norðri vetrarkonungur. »Nei«, svaraði Vestri, »þeim gleymi eg ekki. En lofaðu þeim að gleðja sig, áður en dauðann ber að höndum«. »Varaðu þig!« grenjaði Norðri konungur. Alla nóttina gengu þrumur og eldingar uppi á fjöllunum. Pað varð svo óttalega kalt, að starrinn fór fyrir alvöru að hugsa um að taka saman dót sitt. Þegar sólin kom upp næsta morgun, voru öll jarðarberjablómin og kirsuberjablómin dáin. Nýr snjór hafði fallið á fjallatindana. Konungur haustsins hló ekki lengur. Hann leit

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.