Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1933, Side 4

Æskan - 01.10.1933, Side 4
ÆSKAN n yfir landið naeð alvörusvip, og hrukkurnar á enni hans urðu dýpri. ))Pað verður svo að vera!« sagði hann. Svo blés hann í horn sitt: »í annað sinn haustið horn sitt þeytir, hjartkæra landið svipnum breytir. Hyl þú þig fræ í foldl Feldina gerið þið hlýja! Safnið þið fitu í flýti! Fljúgið um vegu nýja!« Nú varð uppi fótur og fit í landinu. Nú sáu allir, að það leið að lokaþættinum. Enginn var tilbúinn. Öllum fannst, að þeir hefðu gleymt ein- hverju. Alstaðar í runnunum heyrðust köll og læti. »Kirsuber! Kirsuber! Rauðu yndislegu kirsuber!« »Bláber! Bláber!«, o. s. frv. Þrestirnir gleyptu í sig berin, eins mikið og þeir gátu, til ferðarinnar. Spörvarnir hámuðu í sig, það sem þeir gátu, og krákurnar ráku hina burtu og vildu gína yfir öllu. »Fljótt nú«, sagði Vestri konungur, »burt með þenna hégóma!« Draumsóleyjan, klukkublómið, nellikurnar og fleiri blóm stóðu blaðlaus með höfuðin full af fræi. Sum blóm höfðu gefið fræjum sínum yndislegar fallhlífar. »Komdu,vindur, og bristu okkur!« kallaði draum- sóleyjan. »Flyttu fræin mín, vindur!« sagði baldursbráin. Og vindurinn flýtti sér að gera eins og hann var beðinn. En beykið lét í laumi fræ sín falla í loðnu feld- ina á hérunum og refunum, svo báru þeir börn beykisins út í veröldina, án þess að þeir hefðu hugmynd um. »FIýtið ykkur!« sagði konungur haustsins. »Tím- inn er naumur«. Litlu, brúnu mýsnar fylltu stofur sínar með alls- konar fræjum. Broddgölturinn var búinn að eta svo mikið, að hann var orðinn spikfeitur, samt sem áður laumaðist hann um á nóttunni til þess að leita sér að meiri bráð. Hérinn, refurinn og hjörturinn fóru í hrein hvít föt. Starrinn og þrösturinn fóru að athuga dún- skyrtur sínar og æfa vængina undir hina löngu ferð. Spörvarnir voru öfundsjúkir, af því að þeir gátu ekki orðið samferða. Krákurnar létu ekkert á sig fá. En leðurblakan sleppti sér nú alveg, og eitt kvöldið hengdi hún sig á afturfótunum lengst inni í holu tré. »Flýtið ykkur«, sagði Vestri konungur. »Eftir viku er allt um garð gengið«. Sólin faldi sig á bak við ský og lét ekki sjá sig í marga daga. Það byrjaði að rigna. Það hvessti meira og meira, og lamdi regnið niður í engi og skóg, æsti bárurn- ar og ýlfraði ömurlega milli trjátoppanna. En lauf- in fuku stöðugt af trjánum. »Nú er allt þetta úti«, sagði Vestri, setti hornið fyrir munn sér og blés: »Nú horn mitt eg þeyti í siðsta sinn, að sigi að leikslokum, glöggt eg finn«. Burt úr landi fljúgið, fuglar! Froskur, steyp þú þér í tjörn! Fiðrildið mitt fagra, sofðu! Flýt þú þér í híðið, björn!« (Framh.) oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo ÁRNI OG ERNA | iSfMÍ (Framh.) »En ef eg skipti ekki um skoðun, má eg þá verða sjómaður?« Kaupmaðurinn brosti aftur. Hann hafði hálfvegis hugsað sér að láta Árna fara í verzlunarskóla, þegar búið væri að ferma hann. Síðan gat hann orðið honum til aðstoðar við skrifstofustörfin, hugsaði hann. »Við sjáum nú hvað setur. Það er nægur tím- inn til að tala um þetta«, sagði hann. Eitt kvöld fóru þau Árni og Erna í leikhúsið og sáu þar sjónleik, sem Árni var ákallega hrifinn af. Leikurinn sagði nefnilega frá æfintýrum, er far- maður nokkur rataði í. Árni gat ekki um annað talað í marga daga en persónur leiksins. »Það var nú karl í krapinu, hann Pétur Karel«, sagði Árni, »og þá ekki síður Óli faðir hans. Hann var nærri því eins og Andrés gamli í kofanum, eða Tómas«. Árni þóttist geta munað eftir honum. »Já, sjómenn eru víst alltaf góðir menn«. »Pétur var ekkert góður«, sagði Erna. »Hann gleymdi bæði foreldrum sínum og Mariönnu, það var reglulega Ijótt af honum«. Það varð Árni að viðurkenna. — »En það var ekki Pétri sjálfum að kenna, það voru allt saman galdrar og gjörningar, og hann gleymdi þeim ekki fyrr en hann var kominn til hafmeyjanna niðri í sjónum. Þannig er það ekki í lífinu í raun og veru. Eg mundi aldrei geta gleymt

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.