Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1933, Blaðsíða 5

Æskan - 01.10.1933, Blaðsíða 5
ÆSKAN 77 þér eða fósturforeldrum okkar, hvar sem eg væri í heiminum, því er þér óhætt að treysta. »0g þá ekki Andrési gamla heldur eða Jakobicc, bætti hún við. »Nei, auðvitað ekkicc, sagði Árni. En um leið minntist hann þess, að hann var eklti farinn að efna loforð sitt og skrifa Jakobi. Nú ásetti hann sér að gera það strax á morgun. Og daginn eftir settist hann við og skrifaði heil- langt bréf með stórri, klunnalegri rithönd. Hann sagði frá mörgu, er hann hafði séð og heyrt, sjón- leiknum og ökuferðunum með Jörundi. En eink- um varð honum þó tíðrætt um það, hve vel þeim systkinum liði á nýja heimilinu. Nú hugsuðu þau svo að segja aldrei um hina illu daga, þegar þau hefðu orðið að fara svöng og köld í rúmið. Jakob tók við bréfinu og las það með mikilli aðdáun. Hann geymdi það eins og dýrgrip og sýndi það við hátíðleg tækifæri. »Skárri er það nú lærdómurinn. E*að er furðu- legt, að drengurinn skuli geta haft þetta allt í koll- inum og skýrt svo greinilega frá þvícc. Hvað lærdóminn snerti, þá var það satt að segja óþarfi að hrósa Árna fyrir, hve hart hann legði að sér. Eftirtektasamur og greindur var hann, en hann var hvorki iðinnjné sérlega náttúraður fyrir bók- ina, og þótt honum færi allvel fram, þá var það aðallega því að þakka, hve góða hæfileika hann hafði, en ekki fyrir iðni og ástundun. »Eg vildi óska, að einkunnabókin þín sýndi betri árangur, drengur minn«, sagði kaupmaður þýðlega. »Þú veizt, að ekkert gleður mig jafnmikið og það, að þú lærir eitthvað verulega nytsamtcc. Árni roðnaði og varð niðurlútur. Hann vissi vel, að það var skylda hans að leggja meira á sig, til þess að gleðja sína góðu fósturforeldra, enda þótt honum sjálfum leiddist að lesa, og þessar vingjarn- legu áminningar fóstra hans höfðu meiri áhrif en harðar ákúrur hefðu getað haft. Hann fór þvi að reyna að herða sig meira við lærdóminn, og er fram í sótti, kom það oft fyrir, þegar hann sýndi vitnisburðarbókina, að kaupmaður klappaði á koll- inn á honum, hrósaði honum og gaf honum meira að segja stundum aura. »Eg held, að þú hafir ekki minna dálæti á Árna, en eg er ásökuð um að hafa á Ernucc, sagði frú Rönne einhverju sinni og hló. Hún var ánægðari og ánægðari með fósturdótturina, er var svo und- urblíð að eðlisfari. Hún gekk henni vissulega í dótturstað og bætti henni dótturmissinn. Kaupmaður svaraði brosandi: »Það má vel vera, góða mín. En það stafar vafa- laust af því, að okkur þykir báðum vænt um börn- in. Og þó að við séum ef til vill stundum heldur eftirlát við þau, þá viljum við þeim allt hið bezta, og drottinn lítur á hjartaðcc. »Það er sattcc, svaraði frúin. »Við vitum ekki, hvaðan þau eru, eða hverjir eru foreldrar þeirra, og að likindum fáum við aldrei vitneskju um það. Við vitum ekki einu sinni nafnið á skipinu, er þau komu með hingað til landsins, en við sjáum, Árna pótti gaman að horfa ci skipin á höfninni. að börnin hegða sér vel og vaxa upp okkur til á- nægju og blessunar — cc Þetta var orð og að sönnu. Það var því líkast sem birta og nýlt líf hefði komið inn á heimilið með systkinunum. Vinnufólkinu líkaði miklu bet- ur og þótti skemmtilegra að vera þar en áður. Nú ómuðu stofurnar af barnahlátri og barna- röddum. Húsbændurnir voru miklu glaðlegri á svip en áður. Húsfreyja sat stundum við gluggann, þegar hún átti von á systkinunum heim úr skól- anum. Hún brosti og kinkaði kolli til þeirra, er hún sá þau álengdar. Árni veifaði húfunni fjörlega, en Erna kom hlaupandi inn í stofuna, beint í fang fóstru sinnar, og Tryggur gamli, sem vildi fá að taka þátt í gleð- inni, stökk geltandi um gólfið og dillaði rófunni. Árin liðu einstaklega ánægjulega fyrir þessa litlu fjölskyldu. Nú voru liðin hér um bil þrjú ár síðan systkinin komu til Kaupmannahafnar. Þau áttu nú að fara að ganga til prestsins, og þá var kominn tími til að taka ákvörðun um framtíð Árna, hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur eftir ferming- una. Hann var nú orðinn bæði stór og sterkur,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.