Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1933, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1933, Blaðsíða 6
78 ÆSKAN fullur af lífsþrótti og fjöri. Ekki hafði honum snú- izt hugur. Honum var mest af öllu hugleikið að verða sjómaður, þótt ekki væri það vilji fóstur- foreldranna. Þau ræddu um þetta fram og aftur. Auðvitað vildu þau ekki neyða drenginn til neins, er var honum ógeðfellt. Frú Rönne og Erna áttu mjög bágt með að sætta sig við þá tilhugsun, að Árni Árni las margar sögur og œflntýri um sjómenn. yrði sjómaður og færi langt í burt til ókunnra Ianda. En einn af vinum þeirra hjóna, er sjálfur var skipstjóri á kaupskipi, áleit að heppilegast væri fyrir þau, að leyfa drengnum að reyna það sem hugur hans stóð svo ákaft til. Hann gæti, til að byrja með, farið einhverja stutta ferð, t. d. til Hamborgar eða Englands, — og vitað, hvernig hann yndi liíinu um borð. ».íæja þá, jæja þá«, sagði kaupmaður, »það er bezt, að hann fari þá i Drottins nafni. Ef til vill hverfur löngunin, þegar hann hefir farið eina eða tvær ferðir«. En það var nú öðru nær. Það leit þvert á móti út fyrir, að hún magnaðist við þær stuttu reynslu- ferðir, er hann fekk að fara. Hann þráði að kom- ast til fjarlægra landa — fara reglulega langferð. Það var því ekki um annað að gera en að láta það eftir. Snemma um vorið fekk Árni loks ósk sína uppfyllta og réðist um borð sem léttadrengur á stóru briggskipi, er ætlaði til San Francisco. Erna grét sáran, er hún skildi við bróður sinn. Þetta var í fyrsta sinni, er þau þurftu að skilja um langan tíma. »Eg er sannfærð um, að eg get aldrei sofið ró- lega eina einustu nótt, þegar eg veit af þér úti á ólgandi haíinu, þar sem stormurinn æðir og bylgj- urnar hamast og berja skipið. Eg skil ekkert í þér, að þu skulir geta fengið af þér að valda okkur þessari sorg. Hvers vegna ert þú ekki heldur kyrr heima?« »Láttu ekki svona, elsku Erna min«, svaraði Árni. »Drengir verða að sjá sig um i heiminum. Þeir geta ekki einlægt setið heima eins og telpur. Og hugsaðu um það, hve gaman það verður, þegar eg kem heim afturl Þá hefi eg frá svo mörgu að segja, og margt fallegt færi eg ykkur öllum. Þá snýst öll sorgin í gleði«. Sjóferðin. Árni var farinn. Hann var úti á ólgandi haíinu, sem Ernu fannst svo hræðilegt. Lífið um borð í skipinu var nú ekki alltaf eins hægt eða skemmti- legt og hann hafði gert sér vonir um, og það lá við, einkum fyrsta kastið, að hann væri að því kominn að missa kjarkinn. Það var ekki alltaf gaman að þurfa að þvo þil- farið og hreinsa, klifa hæst upp í hin háu siglutré, rifa seglin og vera yfirleitt sífellt á þönum, hver sem kallaði. En Árni hafði nú ásett sér að láta ekki bugast. Hann hafði sjálfur valið sér þetta hlut- skipti. Þess vegna var hann hughraustur og viljug- ur. Hann þaut af stað, hvað sem honum var falið að gera, var aldrei hnugginn eða þrár, svo að bæði yfirmönnum hans, og einnig hásetunum á skipinu, þótti brátt vænt um þenna hugprúða, fjörlega dreng. Meðal hásetanna voru nokkrir hálfgerðir æfin- týramenn. Einn þeirra var Amerikumaður, Bill að nafni. Hann kunni frá mörgu að segja. Og sumar sögurnar, sem hann sagði, voru ekki allar sem trúlegastar. Árna þótti aldrei jafngaman og þegar skipverjar söfnuðust saman á kvöldin og Bill tók að segja sögur sínar. Hann hafði farið víða, hafði verið í Kaliforníu að grafa eftir gulli, flakkað víða um flatneskjur Ameríku innan um rauðskinna og lent í margs- konar æfintýrum. Hann hafði meira að segja kom- izt norður undir heimskaut og veitt hvali og ísbirni. Þegar Bill tók að kríta nokkuð liðugt, þótti félög- um hans nóg um, og gripu þá stundum fram í. Einu sinni sagði hann t. d. frá því, að hann hefði í heila klukkustund setið á bakinu á stóreflis hval, og öðru sinni hefði hann rétt að segja orðið ísbirni að bráð. Sjálfur kvaðst hann hafa haldið, að skotið hefði verið á ísbjörninn og gengið því óhræddur nær, en allt í einu hefði björninn risið

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.