Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1933, Blaðsíða 7

Æskan - 01.10.1933, Blaðsíða 7
ÆSKAN 79 upp á afturfæturna og lagt framfseturna á axlir honum, opnað kjaftinn og byrjað að sleikja andlit hans með blóðrauðri tungu. Þá hlógu félagar Bills og hrópuðu: »Nei, hættu nú, Bill. Nú er nóg komið af svo góðu!« »t*ið trúið mér ekkict, svaraði Bill, »og samt er þetta gullsatt, hvert einasta aukatekið orð!« »Hvernig slappstu undan ísbirninum, Bill?« spurði Árni og stóð á öndinni af eftirvæntingu. Bill sneri tóbakstölunni i munni sér og svaraði: »Taktu nú eftir. Þótt björninn væri kræsinga- gjarn og hlakkaði til að gæða sér á likama mín- um, þá hafði hann nú samt í raun og veru feng- ið fyrir ferðina, þegar eg skaut í hann kúlunni. Og jafn skyndilega og hann reis upp, féll hann niður á ísinn aftur, alveg eins og dauð sild, og þar lá eg í fangi hans heldur þægilega og gat hvorki hreyff legg né lið, svo fast hafði kvikindið læst um mig hrömmunum. Eg mundi auðvitað hafa sálast þarna úr kulda og hungri, ef félagar mínir hefðu ekki að lokum komið mér tilbjargar. En svo gaddfreðinn var eg og stirðnaður, að það tók tvo daga að þíða mig« »Þetta var ljótur skolli«, sagði gamall háseti og hristi höfuðið. »Hvernig var það nú«, bætti hann við, »voru Indíánar ekki nærri þvi búnir að flá af þér höfuðleðrið, einu sinni?« »Jú, það var nú verri sagan«, svaraði Bill og glotti. »Eg komst nú samt undan rauða þorparan- um, rétt i því, að hann var að því kominn að reka hnifinn í hausinn á mér, þá sparkaði eg i magann á honum svo hraustlega, að hann þeyttist æpandi burtu, langar leiðir, en þið getið nærri, að eg tók til fótanna«. (Framh.). Vögguvísur. Soföu, litli sonur minn, sit eg hjá þér góöi. Rugguljóð viö rúmstokk pinn raula ég í hljóði. Sofðu, litli sonur minn, svartir stormar þjóta. Reyndu, væni vinurinn, værðar því að njóta. Sofðu, litli sonur minn, svart er aftanhúmið. Elsku, bezti barnunginn, byrgðu pig o'n í rúmið. Sofðu, litli sonur minn, sætt og blítt þig dreymi. Hjartans litla ijúflinginn Ijóssins englar geymi. 1932 Bragi. Lærðu að lesa. Nú áttu að læra að lesa, litli stúfur minn, og vera ósköp iðinn, elsku drengurinn. Og litla stúlkan ljúfa, líttu á petta blað. Pú líka parft að læra, svo lesið getir pað. Er fjúkið úti fýkur og frostið bítur kinn, pá bezt er bók að taka og byrja lesturinn. Og læra ljóð og sögur og lesa margt og nýtt, pví nú er ylur inni og oftast bjart og hlýtt. o« M. J. toososn »Q Felumynd. Hvar er eigandi seppa? OlSSIISSSSSSSSISIðOSSOHSSOOOOISIlO Vitamín. Fyrir 25 árum var petta orð ópekkt. Pað er búið til úr ítölsku orði, Vita — líf. Vitamín pýðir lífgefandi efni, eða fjörefni. Vísindamennirnir hafa fundið marg- ar tegundir pessara efna. Vanti þau í matinn, sem við etum, getum við orðið veik — oft og tíðum hæltulega veik, meira að segja. Menn þekkja nú 4 tegundir vitamína. A-vitamín eða fltu-vitamín er eink- um í lýsi, kúasmjöri, mjólk og eggjum. Vanti þetta efni fá menn augnsjúk- dóma. R-vitamín er einkum í híði ut- an um korn, Pess vegna er miklu hollara að sigta ekki mjölið. Og íslend- ingar þyrftu nauðsynlega að komast upp á að mala kornið sjálfir, i stað þess að flytja það malað til landsins og missa á þann hátt þetta fjörefni úr því. Vanti R-vitamín i fæðuna fá menn sjúkdóro,sem nefn- ist berri-berri. C-vitamín er einkum i nýjum á- vöxtum. Vanti það efni í fæðuna, fá menn skyrtxjúg. D-vitamín er sólargeisla-vitamín. Pað myndast, til dæmis i húð- inni, þegar sólin skín á hana. Trú- legt er, að visindin eigi eftir að uppgötva fleiri tegundir þessara fjörefna. Mennirnir leita stöðugt að fjör- efni, sem lengt geti líflð og hald- ið okkur hraustum. Oft hafa þeir þózt vera búnir að finna slíkt efni, en það hefir [reynzt tál. Pannig var'það t. d. þegar menn héldu, aö áfengi væri lífgefandi efni. Peir nefndu pað »áka- víti«, lífsins vatn. En pað reyndist að vera seinvirkt eitur, drepandi, en ekki lífgandi. Vitamínin hafa verið rannsökuð mjög nákvæmlega, svo að par er tæplega um neinn misskilning að ræða. oooooooooooooooooooooooooo Gjalddagi „Æskunnar" var 1. júlí. Nú ríður á að allir sýni fljót og góð skil. o« •o Davíð Copperfield III. hefti af þessari ágætu sögu er komið út.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.