Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1933, Blaðsíða 2

Æskan - 01.11.1933, Blaðsíða 2
ÆSKAN 82 LÓUUNGINN © © »PalIi, Palli, sérðu litla fuglinn?« Kallaði Marsa litla. Þau börnin komu hlaupandi fram göngin. »Sérðu litla fuglinn, sem flögrar upp við gang- argluggann?« Palli var ekki seinn á sér. Eins og örskot var hann kominn upp á kassann, sem hvolft var yfir börðusteininn, (börðusteinninn var hafður til að berja á honum harðfiskinn), síðan stökk hann upp á klæðaskápinn, sem stóð til hliðar í göngunum, og þaðan gat hann náð að báðum gangagluggunum, enda var hann nú ekki seinn að ná litla fuglinum og stökk með hann niður á gólf. »Æ, lofaðu mér að sjá hann«, sagði Marsa litla, »ósköp er hann fallegur, ó, hvað hann er mjúkur, en ósköp er hann víst hræddur, finnurðu ekki, hvernig hjartað í honum berst ákaflega«. »Petta er lóuungi«, sagði Palli ósköp spekings- lega. Hann hefir sjálfsagt villzt inn um bæjardyrn- ar og flogið beint í sólargeislann í gangargluggan- um, en ekki ratað út aftur«. »Æ«, sagði Marsa, »við skulum flýta okkur út með hann, svo að hann komist aftur til hennar mömmu sinnar«. En rétt í þessu komu þeir eldri bræðurnir fram göngin. Og er þeir sáu lóuungann vildu þeir láta hann í búr og hengja það inn í glugga. Peir sögðu, að litlir fuglar væru oft hafðir í búrum, þeir hefðu séð þau í kaupstaðnum, fólk hefði þá sér til skemmtunar. Nú var gamla Ijóskerið sótt, sem kertaljósið var borið í á milli húsa. Það var í laginu eins og lítið hús með glergluggum á öllum hliðum. Nú var því breytt i fuglabúr. í litla öskju létu þeir æð- ardún og festu öskjuna í ljóskerið, svo festu þeir viðartág í hring, þar átti fuglinn að sitja. Peir sögðu bræðurnir, að það væru göt, bæði á botninum og þakinu, svo að fuglinn hlyli að fá nægilegt loft. Svo hengdu þeir ljóskerið inn í glugga, létu inn í það 2_skeljar, aðra með muldum tvíbökum, en hina með vatni, létu seinast lóuungann inn í það og kölluðu það nú fuglabúr. Og þeir sögðu, að nú væri bezt að allir færu burtu, þá mundi hræðslan fara af lilla lóuunganum. Mörsu litlu varð reikað fram í eldhús, mamma hennar var ekki heima og því leitaði hún til Sollu sinnar, henni leið ekki vel, af því hún var ekki ánægð ytir þessu tiltæki drengjanna. Nú fór hún að lýsa unganum fyrir vinkonu sinni og dáðst að honum, hvað hann væri yndislega fallegur. Lika gat hún þess, hvað hann væri hræddur og hefði mikinn hjartslátt. »Það er leiðinlegt Marsa mín« sagði Solveig, að hún mamma þín skuli ekki vera heima, það er sorglega leiðinlegt«, bætti bún við, »eg er alveg viss um, að hún hefði aldrei leyft drengjunum þetta«. »En, Solla mín«, sagði Marsa, »drengirnir segja, að þetta sé alvanalegt, þeir hafa oft séð fugla svona í búri í kaupstaðnum. Peir segja, að fólk hafi þá sér til gamans og gefi þeim sykur og brauð og fræ«. »Pað getur vel verið« sagði Solveig, »en þú segir að litli lóuunginn hafi mikinn hjartslátt. Eg segi þér satt, Marsa mín, það líður engum vel, sem er föður- og móðurlaus munaðarleysingi og þjáist af hjartslætti, eg vildi óska, að hún mamma þín væri komin heim. Hún mundi ekki líða, að svona væri farið með sakleysingjann«. »En elsku Solla mín, drengirnir vilja ekki fara illa með hann, og þeir hafa betur vit á þessu en við, því að þeir hafa séð, hvernig fóllcið í kaup- staðnum fer með dönsku fuglana«. »Það getur verið« sagði Solveig, »en heldurðu, að þú vildir fara frá mömmu þinni og vera fangi, nei, þú skilur það ekki, elsku barn, það er golt, en við skulum nú koma inn, þú átt að fara að sofa«. Marsa litla fór nú að hátta, hún hafði nú ekk- ert gaman af að horfa á litla fuglinn í búrinu, hún fann til þess, að hann væri lítill munaðarleysingi, sem leið af hjartslætti. Og þegar hún las bænirnar sínar, bað hún guð að gefa honum góðan bata. Þegar Marsa vaknaði morguninn eftir, sá hún að búrið var horfið úr glugganum. Hún klæddi sig í snatri og gekk fram í bæ. Þar hitti hún Palla. Hann var að negla saman dálítinn stokk. »Hvar er litli fuglinn?« sagði Marsa. »Hann dó í nólt« sagði Palli. »Eg ætla að jarða hann í stóru gluggatóltinni«. »Aumingja litli fuglinn!« sagði Marsa, »hann hefir dáið úr hjartslætti. Eg ætla að sækja fallegustu pjötlurnar mínar utan um hann. Og hún hljóp af stað að sækja pjötlurnar. Svo lögðu þá börnin litla, dauða lóuungann í stokkinn, vöfðu hann í falleg- um pjötlum og negldu lokið yfir. Síðan grófu þau hann í stóru gluggatóftinni og sungu yfir honum öll fallegustu lögin, sem þau kunnu. Seinna gróð- ursettu þau falleg blóm, sem þau fundu út um tún og haga á leiði lóuungans og gerðu gluggatóft- ina að fögrum blómareit. Mörgum árum seinna lærði Marsa fallega kvæð- iö »Fuglar í búri« eftir Hannes Hafstein, með lagi eftir Jón Laxdal, tónskáld.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.