Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1933, Page 3

Æskan - 01.11.1933, Page 3
ÆS K AN En þegar hún syngur: »Ó, hve mig tekur sárt aö sjá saklausu fuglana smáu stolna burt hættunnar frelsi frá og fluginu létta, sem bera má langt út um heiðloftin háu. Pið vesalings, vesalings fangar! Eg veit hversu sárt ykkur latigar. Hreyfið ei vængina, hímið þið, hæðið þá ei með að flögra; lokaða búrið ei gefur grið og gæfi ftað smugu, þá tækju við hindranir húsveggja fjögra. Peim, sem fært er að fljúga í fangelsi’ er dapuit að búa. Hugum, sem aldrei flogið fá, finnst það huggnun og gaman að horfa frjálsborinn fuglinn á fjötraðan, jarðbundinn, eins og þá að líta hinn loftfleyga taman. Pið vesalings, vesalings fangar, eg veit hversu sárt ykkur langar«. Þá minnist Marsa — sem nú er orðin gömul kona — æfinlega litla lóuungans, og það gæti vel verið, að þú finndir vætu á hrukkóttu kinninni, ef þú stryk- ir vanga hennar. Hugrún. ooooooooooooooooooooœoooooooooooooooooo FJÓRIR KÓNGAR | ÆFINTÝRI EFTIR CARL EWALD 7 FRÍÐA HALLGRÍMS ÞVDDI f Svo var allt búið. Allt gekk svo fljótt, að enginn gat áttað sig á, hvenær það byrjaði og hvenær það endaði. Fuglarnir flugu í burt, hópum saman. Starrinn, þrösturinn og heiðlóan. Allir héldu suður um höf. Allt kvað við af vængjatökum, dag og nótt. Á hverjum morgni, áður en sólin kom upp, þaut vindurinn gegnum skóginn og feykti burt síðustu laufunum af trjánum. Þau vildu ekki deyja. En það var engin miskunn. Ef þau dóu ekki í dag, þá dóu þau áreiðanlega á morgun. Broddgölturinn lá lengst inni á milli tveggja steina, og gat hvorki komizl fram eða aftur. Fugl- arnir, sem eftir voru, björguðu sér eins og bezt gekk. Froskarnir steyptu sér í tjörnina og grófu sig niður í leðjuna og biðu þess, er verða vildi. Bylgjurnar í vatninu rifu upp vatnaliljurnar og hentu þeim burt, brutu sefið, svo að það barst með straumnum. Konungur haustsins leit nú yfir landið, til þess að vita, hvort það væri nægileg auðn, til þess að vetrarstormurinn gæti leikið sér óhindrað, og snjór- inn gæti látið fara vel um sig. Allt var svo autt og tómlegt, að sólin kom seinna og seinna upp með hverjum deginum, af því að henni fannst hún ekkert hafa að skína á. »Nú kem eg«, æpti Norðri ofan úr fjöllunum. »Stormum minum sleppi eg lausum, og skýin mín eru að rifna af kulda og snjó. »Eg verð einn dag enn þá«, sagði konungur haustsins. Svo gekk hann yfir engið, þar sem grasið var orðið gult og öll blóm horfin nema lyngið, sem aldrei er tilbúið að kveðja. Síðan gekk hann inn í fölnaða skóginn, leit til broddgaltarins og brosti til litlu músanna, sem báru hnetuskurnið út fyrir hús sín, í hvert sinn sem þær höfðu haft hnetuveizlu. Þar næst klappaði hann stóru beykistofnunum og spurði, hvort þeir héldu nú, að þeir gætu þolað alla stormana. Svo nam hann staðar við gömlu eikina og horfði á umfeðminginn, sem klifraði upp og breiddi út grænu blöðin, eins og enginn vetur væri til. Meðan hann horfði á allt í kringum sig með tárvotum, viðkvæmum augum, breiddi berg- fléttan úr blöðunum. Allra efst sátu blómin og vögguðu sér í golunni, gulgræn og óálitleg voru þau, en blóm voru það, eigi siður en þau, sem uxu í ríki sumarins. »Nú get eg ekki hamið stormana mína lengur!« öskraði Norðri. Konungur haustsins drúpti höfði og hlustaði. Hann heyrði storminn koma æðandi ofan úr fjöll- unum. Eitt snjókorn féll á kápu hans, eitt til. .. og enn þá eitt. 1 síðasta sinni setti hann hornið á munn sér og blés lágt og viðkvæmt: »Bergfléttan mín bleiku spor blómum skreytir undur-fínum, Haust og Sumar, Vetur og Vor vefur hún í blöðum sínum«. Svo hvarf hann út í storminn. Vetur. Hljótt um engi lengi, lengi, fjúka frosin tár. Norðri konungur var uppi á fjöllum, en andlit hans var hulið dimmum, þungum skýjum, sem lágu í leyni og biðu eftir að losna við allan þann ófögn- uð, sem i þeim bjó. Við og við greiddust skýin sundur. En það var aðeins eitt augnablik og þá skein á snæviþakta

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.