Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1933, Síða 4

Æskan - 01.11.1933, Síða 4
tindana í sólunni. Jafnvel þegar stormurinn æddi yfir dalinn, sjórinn rauk og í trjánum brakaði, jafnvel þá byrgðu skýin ásjónu Vetrar. Stundum urðu þau að þoku, sem fyllti dalinn. En það var ekki sama þokan og vorið sveipaði um landið. 1 skjóli hennar spruttu engar fjólur, engin þrá og ekkert líf. Hún var svo köld, að engan gat grun- að, að sólin byggi á bak við hana. Stundum rigndi stanzlaust, dag eftir dag. Storm- urinn lamdi regninu í augun á hreininum og hér- anum, svo að þeir urðu að fela sig, hvar sem þeir fundu skjól. Litlu mýsnar gátu varla rekið nefið út fyrir dyrnar, og fuglarnir sátu hryggir og illa til reika á blaðlausum greinunum. En krákurnar sátu eins og ekkert væri, á hæstu greinunum, og sneru nefinu í vindinn, svo að hann gæti ekki feykt til fjöðrum þeirra. — Stundum snjóaði líka. En það var ekki reglulegur snjór, hann bráðnaði um leið og hann féll til jarðar. Á nóttunni ýlfraði vindurinn í klettaskorunum og uglan í skógunum. — Skrælnuðu laufin hent- ust til og frá, eins og vofur, og trjágreinarnar sveifluðust hryggar aftur á bak og áfram. En hvernig sem veðrið var, og hvort heldur var dagur eða nótt, var alltaf jafn ömurlegt í dalnum, og alltaf héngu skýin á fjallatoppunum. Fölnuð stráin fuku hingað og þangað um engið, vonlaus og örmagna. En eina nóttina frysti. Vatnið á jörðinni varð að þunnri skorpu. Hjörturinn sté niður úr henni, en hér- inn hljóp yfir hana. Broddgölturinu skalf í svefninum. Blóðbergsflétturnar visnuðu, og það kom ís á pollana. Snemma næsta morgun féll þunn snjóbreiða yfir dalinn. Sólin skein aftur, köld og fjarlæg, og skýin hurfu. (Frarnh.) OOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOO OOO OOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO O o o Menn fundu Schikko langt inni í Afríku. Það voru landkönnunarmenn, senFfundu hann. Hann sat í sólskininu í rjóðri einu hjá þremur, litlum svertingjabörnum. Hann var að þvo mislita klúta eða tuskur, sem ein- hver af leiðangurs- mönnunum hafði gefið börnunum. f*etta hreinlæti hans vakti strax eftirtekt Mac Le- ans, er var einn af ferðamönnun- um. Hann kall- aði á nokkra svertingja. Ogeinn þeirra, sem var afi litlu svertingja-barnanna, leiksystkina Schikkos, sagði honum sögu litla apans. Hún var ekki löng, en mjög raunaleg. Schikko var aðeins fárra vikna gamall, þegar nokkrir veiðimenn náðu í móður hans í gildru sína. Hún ólmaðist og lét öllum illum látum, til þess að reyna að slíta af sér fjötrana. En þeir Schikko sat i sólskinitm voru sterkir, og þegar veiðimennirnir fóru á brott, var Schikko litli, sem sat í trjákrónu skammt frá, orðinn móðurlaus. En Schikko var kjarkmikill snáði. Hann fór niður úr trénu, og skömmu seinna var hann kom- inn að svertingjakofunum á sléttunni. Þar var það, sem svertingjabörnin fundu hann, og svo vel féll á með þeim og honum, að Schik- ko varð kyrr hjá þeim. Þessi raunasaga hafði mikil áhrif á Lean, og hann ásetti sér að gera eitthvað fyrir Schikko. En ekki hugsaði hann neilt út í það, að nú hafði Sehikko ber- sýnilega gleymt móðurmissinum og var harðánægð- ur með tilveruna hjá 3 sueitingjabörnum. hjásvertingjabörn- unum. Schikko var í raun og veru ekki fríður sýnum. Eyrun voru geysistór, og munnurinn var svo að segja frá öðru eyra til hins. En augun voru góð- leg. Að vísu var stundum í þeim glettnisglampi, eins og eigandi þeirra væri að hugsa um að fram- kvæma einhver strákapör. En hann var nú líka að eins barn ennþá — og námfús var hann áreiðanlega.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.