Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1933, Blaðsíða 5

Æskan - 01.11.1933, Blaðsíða 5
Æ S K A N 85 Lean afréð að taka Schikko með sér til New- York. Svertingiabörnin grétu auðvitað, þegar þau áttu að skilja við leikbróður sinn. En þau létu brátt huggast, þegar Lean gaf þeim tvær tómar reyktóbaksdósir og langa ræmu af ónýtri filmu. Schikko grét ekki. En burtfarardaginn heyrðist i honum einkennilegt kverkhljóð. Hann var lát- inn niður í stóran trékassa með rimlum fyrir. Schikko komst siðan til Ameríku. Hann var tluttur í rimlakassanum heim í hús Leans. Hús- freyja varð alveg hissa, en ekki er hægt að segja, að hún yrði sérlega glöð. En þegar hún hafði setið dálitla stund og horft á Schikko í kassanum, kom dálítil loðin hönd fram á milli rimlanna. t*á hló frúin hjartanlega, og upp frá þeirri stund voru þau Schikko og hún beztu vinir. Tvö lítil börn lágu sofandi uppi á lofti. Þau vöknuðu við einhvern einkennilegan hávaða og læddust gætilega niður stigann. Þegar þau sáu Schikko, ráku þau upp hvert gleðiópið á fætur öðru. Það minnti Sclhikko á öll hljóðin í frum- skóginum. Nú hafði hann eignazt ný leiksystkin í stað svertingjabarnanna. Hann var á augabragði tekinn upp úr kassan- um, og brátt hafði hann gleymt öllu mótlæti. Schikko var ákaílega námfús og framúrskarandi þægur. Áður en tveir mánuðir voru liðnir, frá því að Schikko kom í hús Leans, höfðu Ieiksystkini hans kennt honum að borða með hníf og gaffli eins og hverjum öðrum siðuðum manni. Þau höfðu kennt honum að drekka ísvatn með reyr- Schikko lœlur bursta tennur sínar. plpu, skara í eldinn, þegar hann var farinn að dvína á arninum og margt fleira. Á hverjum morgni opnar Schikko fúslega munn- inn, þegar á að bursta tennurnar í honum. Hann Fóslurbarnið og leiksyslkini hans. reyndi nokkrum sinnum að gera það sjálfur, en það misheppnaðist. Schikko burstaði á sér tunguna í stað tannanna. Schikko er ágætis barnfóstra. f*egar börnin eru í skólanum, láta þau hann gæta Lísu, brúðunnar sinnar. Og enginn gæti gert það betur en litli simpansinn. Schikko hefir líka við og við tíma til að líta í bók. En honum stendur á sama, hver bókin er. Pað eru hvorki sögur né æfintýri, sem hann er að sækjast eftir. En aðalatriðið er — að myndir séu í bókinni, þá er honum skemmt. Schikko dvelur meðal vina. t*að skildi hann til fullnustu, þegar hann kvefaðist illa fyrir nokkru síðan. Ur gömlum ullarsokkum gerði litla stúlkan honum hlýja treyju, og þegar Schikko var kom- inn í hana, þóttist hann viss um, að ekkert gæti framar gert honum mein. Schikko er nú einn af bezt menntuðu öpum í veröldinni. Hann hefir lært margt af leiksystkinum sínum. En svo hefir hann aftur á móti kennt þeim ýmislegt smávegis, t. d. hvernig hægast er að klifra yfir garða, eða að ná í ávexti á stóra perutrénu í aldingarðinum. M. J. endursagði. OOOOooooooooocoooooooo»ooQooo®oooooo»«#*ooooooooOOO Vetur. Yglir Kári aldna brá, ólmast hríðin kalda, feytir stormur péttum snjá, þunglynd kveður alda. Sumarblíða er sofnuð hér, sólar horfinn ylur. Griðastaður enginn er, úti næðir bylur. Óskar Þórðarson, Haga, Skorradal.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.