Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1933, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1933, Blaðsíða 6
86 Æ S K A"N ÁRNI OG ERNA 1 9--a<S«s<8 (Framh.) 3>v*^lS>v*~i-© »Atlante« var gott sjóskip, og ferðin yfir Kyrra- hafið gekk slysalaust. Engar alvarlegar tálmanir urðu á leið þess. Stundum var lognið aðeins full- mikið, og einstöku sinnum hreppti það mótvind. Arni les bréf frá syslur sinni. Þegar mikið var hægviðri, sat Árni stundum timunum saman á reiðastéttinni og horfði dreym- andi út yfir haflötinn spegilsléttan. Þá hugsaði hann heim, eða las yfir siðasta bréfið frá systur sinni, í hundraðasta skipti. Við eitt slikt tækifæri kom fyrir atburður, er gerði hann að sönnu eftirlætisgoði skipverja. í marga daga hafði »Atlante« siglt fyrir hægum byr og fylgt sömu stefnu og fallegt, franskt bark- skip, er var nú nokkrar skipslengdir á undan. Þá sá Árni lítinn, grannvaxinn léttadreng á franska skipinu missa jafnvægið og falla yfir þilfarsbrúnina og fyrir borð. Hafði hann verið að draga upp skjólu með vatni. Áður en skipshöfnin á franska skipinu fékk skotið út báti, bafði vesalings drengurinn bor- izt svo langt í áttina til briggskipsins, að Árni gat í mesta snatri fleygt til hans björgunarhring. En er það dugði ekki, kastaði Árni sér fyrir borð og synti rösklega til hans og lánaðist að ná taki á honum og halda honum uppi, þar til báturinn náði í þá. Loks er að því kom, að þeir sáu til lands í Norður-Ameríku, þá tók að hvessa og var brátt kominn mikill stormur. Það hvein og brakaði í reiðanum og hin sterku siglutré svignuðu líkt og reyr fyrir vindi. Öldurnar risu og féllu, og skipið hentist ýmist upp á fjallháa öldutindana, eða það seig langt niður í öldudalina. Þá hugsaði Árni um skipstrandiö, er hann hafði lent i við Jótlandsströnd, er hann var lítill drengur. Skyldi hann nú samt sem áður eiga að lenda í hinni votu gröf hafsins? Og hann hugsaði um áslvini sína heima. 1 gegn- um þyt stormsins og öskur brimsins þóttist hann geta heyrt Ernu gráta og kveina. En hann fékk ekki langan tima til að sökkva sér niður í þessar hugleiðingar. Hann varð að hjálpa til að vinna, og það var líkast því, að erfiðleikarnir og hættan yku honum þrótt og áræði. »Atlante« hafði storminn af. Og eftir nokkra daga náðu þeir landi og vörpuðu um siðir akkerum í höfninni við San Francisco. San Francisco var þá aðeins lítill bær, en sök- um legu sinnar þá þegar orðinn töluverður hafnar- og verzlunarbær, þar sem fánar ýmsra þjóðflokka blöktu á stórum og smáum skipum. Þau lágu þar til þess að taka farm sinn af suðrænum aldinum, bómull, sykri, kryddjurtum og öðrum vörum, sem framleiddar voru í landinu og fluttar þangað frá ýmsum héröðum. Húsin í bænum voru flest úr timbri, og voru lítil og lág. Það var því fátt markvert að sjá í bænum. En niður við höfnina var líf og fjör, hávaði og gaura- gangur, og þar héldu sjómenn sig mest, er þeir höfðu landgönguleyfi. Bill segir sögur sínar. Árna fannst þetta allt líkast draumi. Var hann í raun og veru kominn alla leið til Ameriku, æfin- týralandsins, þar sem hinn ókunni frændi hans átti heima? Frændinn, sem fyrir mörgum árum hafði beðið árangurslaust eftir börnunum tveimur, er hann ætlaði að taka að sér!

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.