Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1933, Page 7

Æskan - 01.11.1933, Page 7
ÆSKAN 87 Árna fannst, að hann þyrfti helzt að reyna að hafa upp á þessutn frænda sínum. En brátt skildi hann, hve óframkvæmanlegt það var og hló að heimsku sinni, að láta sér detta önnur eins vit- leysa í hug eitt einasta augnablik. En í hvert skipti, sem hann fékk landgönguleyfi, notaði hann sér það, og hásetarnir tóku hann fúslega með sér, því að hann var vanur að gæta sin sjálfur. Hann hugs- aði mest um að skoða sig um, og þeir höfðu eng- in óþægindi af honum. 1 fullar þrjár vikur lá skipið »Atlante« í San Francisco og tók á móti sínum dýrmæta farmi. Það voru aðallega viðartegundir frá Kaliforníu, er ótti að flytja til hafnarbæjar eins ó Englandi, þar sem danska útgerðarfélagið, er skipið átti, hafði verzlunarviðskipti. Að lokum var skipið aftur ferðbúið og átti að sigla af stað næsta morgun. Síðasta daginn hafði Árni fengið landgönguleyfi ásamt Bill og nokkrum fleirum. Þeir voru vanir að hafa viðdvöl í litlu veit- ingahúsi skammt frá höfninni. Fangað kom jatnan fjöldi sjómanna. Þetta var ein af þessum illræmdu holum; þangað safnaðist allskonar óþjóðalýður, flakkarar og letingjar, gullgrafarar og svertingjar, þeir sátu þar og svölluðu, spiluðu og drukku, langt fram á nætur. Árni hafði eins og venjulega farið út í bæinn að skoða sig um. Hann fór meira að segja lengra en hann var vanur, og það var orðið framorðið, er hann kom aftur til veilingakrárinnar. Hann gekk inn í drykkjustofuna. Loftið þar inni var þrungið af tóbaksreyk.vinogmatarþefog yfirleitt þungt ogóhollt. Árna þótli heldur óvistlegt þarna inni. Hann langaði að komast út sem allra fyrst, en Bill sagði honum, að þeir félagar væru ekki nærri þvi til- búnir að fara út í skipið. Bill sat þarna innan um slóran hóp sjómanna og gullnema, sagði sögur sínar og virtist leika á als oddi. t*að glamraði í glösunum og hlátrarnir og sköll- in dundu. Árni litli kunni ekki vel við sig innan um þessi drykkjulæti. Hann seftist út í horn, og enda þótt Bill og félagar hans yrðu háværari og háværari, gat hann brátt ekki haldið opnum aug- unum lengur og steinsofnaði. v Hávaðinn óx stöðugt. Glösin ultu og vínið flóði um borð og bekki; stólum og borðum var velt um koll, og allt endaði með áflogum og illdeilum, eins og þessháttar samkomur eru vanar að gera. Lögreglulið var þá ekkert til i San Francisco, að minnsta kosti ekki með neinu föslu skipulagi. Það var því oft og einatt erfitt að fá rósturnar lægðar, og stundum lauk þeim með barsmíðum og blóðsúthellingum. Að þessu sinni heppnaðist veitingamanninum og þjónum hans að koma verstu áflogaseggjunum út. Þar héldu þeir ryskingunum áfram um stund. Bill barðist við stóran og feitan gullnema og stóð á því um hríð. En að lokum fóru þó hásetarnir af »At- lante« út í bát sinn, og fullir og viti sínu fjær kom- Drulcknir og vili sínu fjœr komu þeir út i skipið. ust þeir út í skipið, og sofnuðu þar brátt í klef- um sínum. Næsta morgun, í dögun, lélti »Atlante« akkerum og sigldi af stað fyrir fullum seglum. Það var liðið langt fram á dag, er skipverjar söknuðu Árna. »Hver þremillinn er orðinn af stráknum?« sagði Bill við félaga sína. Já, hvar var hann? Hann hafði auðvitað orðið eftir af skipinu. Hann hafði sofnað inni í veitingakránni um kvöldið og enginn hafði munað eftir honum. Þeir höfðu öld- ungis gleymt honum í öllum drykkjulátunum og áflogunum, og nú var það orðið um seinan. Mennirnir litu skelfdir hver á annan, og Bill var orðinn náfölur. Skipstjóri var æfareiður, er hann fékk að vita, hvernig komið var. Hann úthúðaði hásetunum, er höfðu komið dauðadrukknir um borð um nóttina en skilið drenginn eftir. En hvað stoðaði það? (Frarah).

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.