Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1933, Blaðsíða 2

Æskan - 01.12.1933, Blaðsíða 2
92 Æ S K A N hér«, sagði hann. »En eg hefi samt ekkert við þig að gera«. Þegar Árni var orðinn einn inni i siofunni, fleygði hann sér niður á stól, grúfði andlitið í höndum sér og grét hástöfum. »Ha 11 ó 1 Hvað gengur að þér, vinur?« spurði þróttmikil, glaðleg iödd. Árni leit upp og sá þá hávaxinn mann og þreklegan standa frammi fyrir sér. Hann var klæddur einskonar veiðimanna- búningi með breitt leðuibelti um sig miðjan, við það hékk stór tygilknífur, og í hendinni hélt hann á byssu. Hann var þykkleitur í andliti og sól- Árni Icaslar sér fyrir borð, lil pess að bjarga drengnum. brenndur, og augun voru fjörleg og góðleg. Hann horfði á Árna með meðaumkun og eftirtekt, og Árni fékk á augabragði traust á honum og trúði honum fyrir vandræðum sínum. »Vesalings barna, sagði ókunni maðurinn. »Mig tekur sárt að heyra þetta, og hér er að minnsla kosti ekki staður fyrir þig. Þar sem ekkert útlit er fyrir, að þú komist áleiðis til Evrópu fvrst um sinn, þá komdu með mér, eg á bóndabýli hér nærlendis. Þar er ýmislegt, sem þú munt hafa gaman af að sjá og heyra, og þú getur lika fengið þar sitthvað að starfa, ef þú vilt«. Árni þá þelta boð með þökkum, eins og gefur að skilja, og að fáum klukkustundum liðnum lögðu þeir af stað burt úr bænum. Herra Brown hafði keypt hitt og annað i bæn- um og hafði nóg á stóra, fallega klárinn sinn, en samt gat Árni fengið sæti fyrir aftan hinn nýja vin sinn. Þeir riðu nú margar milur yflr slétlurnar, unz þeir komu að þéttum, stórum skógi. 1 skógarjaðri þessum hafði Brown byggt sér bæ, eins og nokkrir fleiri landnemar. t*eir áttu hús sín í grennd við hann. Bjálkahús það, er Brown hafði reist, var eins og geta má nærri ekki neitt skrauthýsi, en það var rúmgott og vel við haldið. Útihúsin, sem nokkrar kýr, kindur og hestar voru i, litu einnig mjög vel út, og allt á heimilinu bar vott um þrifnað og reglusemi. Brown hafði aðeins einn vinnumann. Með að- sloð lians hafði hann komið öllu á laggirnar, og var álitinn velmegandi maður og einhver liinn ötulasti og stjórnsamasti bóndi í nýlendu þessari. Árni fékk nú að reyna, hvernig það er að lifa lifinu á þessum óþekktu slóðurn, er hann hafði heyrt og lesið svo mikið um. Þrátt fyrir tilbreyt- ingaleysið, liðu dagarnir fljótar en maður hefði gelað búizt við. Bob, vinnumaður, sagði honum frá, hvernig þeir hefðu unnið nótt og dag við að ryðja skóginn, höggva og saga o. s. frv. Hann lýsli því, er þeir hefðu átt í höggi við Indíána. »Þeir eru ennþá verstu óvinir okkar nýlendumanna«, sagði hann. »Við getum átt von á árásum þeirra á hverri stundu. Þess vegna berum við alltaf hlaðnar byssur, hvert sem við förum, því að rauð- skinnar óttast mjög öll skotvopn«. Æfi Árna þarna í afskekkta bjálkahúsinu var vissulega svo ólík sjómannalífinu, sem hugsast getur. Og á kvöldin, er hann hlýddi á frásögur Bobs, eftir að hafa hjálpað honum við ýmiskonar störf á daginn, þá fannst honum þetta vera allt likast æfintýri, undarlegum draumi. En slundum hvarflaði hugur hans heim, og þá varð honum brátt þungt í skapi. Hvað myndu fósturforeldrar hans og Erna segja, er hann kæmi ekki með skipinu? Þau myndu sjálfsagt telja hann af, að minnsta kosti verða mjög hrædd um hann. Og ekki gat hann komið neinum skeytum til þeirra. Þau gátu ekki fengið að vita, hve heitt og innilega hann þráði að komast heim til þeirra aftur! En svo herti hann upp hugann. Það dugði ekki að missa kjarkinn. Hann mátti hvorki kveina né kvarta, og það var sannarlega ekki rétt að sýna þeim manni vanþakklæti, er hafði skotið yfir hann skjólshúsi og reynzt honum svo vel í vand- ræðum hans. Hann var lika hraustur og heil- brigður, og Guð sleppti áreiðanlega ekki af hon- um hendinni! Brown hafði fgefið Árna byssu, en varaði hann við um leið, að fara ekki of langt burtu einn sins liðs, eða hætta sér langt inn í skóginn. Framh.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.